Innlent

Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll

Samúel Karl Ólason skrifar
Um hundrað manns eru á Austurvelli.
Um hundrað manns eru á Austurvelli. Vísir/Vilhelm
Mótmæli vegna aðstæðna hælisleitenda hér á landi eru hafin á nýjan leik við Austurvöll. Þar eru nú um hundrað manns komin saman, þegar þetta er skrifað. Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi.

Til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögreglu í gær og tveir handteknir.

Sjá einnig: Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði



Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Boðað var til fundar með fulltrúum forsætisráðuneytisins klukkan þrjú í dag.

 

Lögregluþjónar við Alþingishúsið.Vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×