Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. mars 2019 19:00 Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða Hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. Formaður VR segir uppsagnirnar mikið áfall fyrir félagsmenn. Tæplega 400 flugfreyjur misstu vinnuna í gær vegna gjaldþrots WOW air og fá ekki greidd laun um mánaðamótin. Vegna stöðunnar var boðað til félagsfundar hjá Flugfreyjufélags Íslands í dag.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir gjaldþrot WOW air mikið áfall fyrir stéttinavísir/ernir„Við fórum yfir þetta áfall og þessa sorg að vera búin að missa vinnuna sína,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Þá var til dæmis farið yfir umsókn atvinnuleysisbóta og önnur praktísk atriði. Andrúmsloftið var magnþrungið en hátt í þrjú hundruð manns mættu á fundinn. „Bara ömurlegt. Það er gífurleg sorg sem ríkir meðal félagsmanna. Fólk er að átta sig á því að það er ekki bara búið að missa vinnuna heldur eru ekki tekjur að koma inn fyrir mars. Mánaðamótin eru handan helgarinnar og það þarf að borga reikninga,“ segir Berglind og bætir við að ákveðnir hópar séu verr settir en aðrir. Margir félagsmenn hafi verið í námi með vinnu og þeir eigi hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. „Því tekjurnar hafa verið of háar. Þannig þessi staða er bara skelfileg og það er verið að benda fólki á félagsþjónustuna eða hjálparstofnun kirkjunnar. Þetta er grátlegt að þurfa að vera leiðbeina fólki í þessa átt,“ segir Berglind. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/VilhelmÞá vinnur félagið að því að hjálpa félagsmönnum að finna nýja vinnu. „Það er búið að hafa sambandið við stéttarfélagið af atvinnumiðlunum erlendis þannig það er eftirspurn eftir íslenskum flugfreyjum,“ segir Berglind. Þá misstu um 250 félagsmenn VR sem störfuðu hjá WOW air vinnuna í gær og voru þeir einnig boðaðir á fund í dag þar sem farið var yfir næstu skref. Á fundinum fengu menn þær fréttir að stjórn VR hafi samþykkti að greiða þeim laun um mánaðarmótin og verða þau greidd út frá því sem þeir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa. Stéttarfélagið mun síðan gera kröfu á ábyrgðarsjóðinn. „Þetta er augljóslega mikið áfall, bæði að missa framfærslu og vinnu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Félagsmál Fréttir af flugi Hjálparstarf Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða Hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. Formaður VR segir uppsagnirnar mikið áfall fyrir félagsmenn. Tæplega 400 flugfreyjur misstu vinnuna í gær vegna gjaldþrots WOW air og fá ekki greidd laun um mánaðamótin. Vegna stöðunnar var boðað til félagsfundar hjá Flugfreyjufélags Íslands í dag.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir gjaldþrot WOW air mikið áfall fyrir stéttinavísir/ernir„Við fórum yfir þetta áfall og þessa sorg að vera búin að missa vinnuna sína,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Þá var til dæmis farið yfir umsókn atvinnuleysisbóta og önnur praktísk atriði. Andrúmsloftið var magnþrungið en hátt í þrjú hundruð manns mættu á fundinn. „Bara ömurlegt. Það er gífurleg sorg sem ríkir meðal félagsmanna. Fólk er að átta sig á því að það er ekki bara búið að missa vinnuna heldur eru ekki tekjur að koma inn fyrir mars. Mánaðamótin eru handan helgarinnar og það þarf að borga reikninga,“ segir Berglind og bætir við að ákveðnir hópar séu verr settir en aðrir. Margir félagsmenn hafi verið í námi með vinnu og þeir eigi hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. „Því tekjurnar hafa verið of háar. Þannig þessi staða er bara skelfileg og það er verið að benda fólki á félagsþjónustuna eða hjálparstofnun kirkjunnar. Þetta er grátlegt að þurfa að vera leiðbeina fólki í þessa átt,“ segir Berglind. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/VilhelmÞá vinnur félagið að því að hjálpa félagsmönnum að finna nýja vinnu. „Það er búið að hafa sambandið við stéttarfélagið af atvinnumiðlunum erlendis þannig það er eftirspurn eftir íslenskum flugfreyjum,“ segir Berglind. Þá misstu um 250 félagsmenn VR sem störfuðu hjá WOW air vinnuna í gær og voru þeir einnig boðaðir á fund í dag þar sem farið var yfir næstu skref. Á fundinum fengu menn þær fréttir að stjórn VR hafi samþykkti að greiða þeim laun um mánaðarmótin og verða þau greidd út frá því sem þeir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa. Stéttarfélagið mun síðan gera kröfu á ábyrgðarsjóðinn. „Þetta er augljóslega mikið áfall, bæði að missa framfærslu og vinnu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Félagsmál Fréttir af flugi Hjálparstarf Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30
Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33