Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 10:38 Frá Kópaskeri. Vísir/Getty Um 200 skjálftar hafa mælst eftir miðnætti í jarðskjálftahrinunni sem stendur yfir í Öxarfirði. Hrinan hefur staðið yfir frá laugardegi en tæplega 500 skjálftar hafa mælst frá þeim degi til dagsins í dag. Flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suður af Kópaskeri. Öflugustu skjálftarnir í þessari hrinu hafa mælst í 3,1 að stærð, sá fyrri klukkan 20:37 í gærkvöldi og sá seinni klukkan 03:51 í nótt. Íbúar á Kópaskeri fundu vel fyrir þessum tveimur skjálftum en Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þeir hafi ekki fundist víðar en á Kópaskeri, sem sé eðlilegt miðað við stærð og staðsetningu þeirra. Hann segir að íbúar á Kópaskeri ættu að huga að innanstokksmunum og fara yfir viðbragðsáætlanir vegna þessarar hrinu.Upptök skjálftans hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isEinar segir að ekki hafi bætt í hrinuna en það hefur heldur ekki dregið úr henni. Hún hefur haldið sínum dampi en á milli klukkan 07 og 08 í morgun mældust 60 skjálftar á svæðinu. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði sem er á Tjörnesbeltinu svokallaða sem nær alla leið upp að Grímsey og út fyrir Landey. 14. janúar árið 1976 reið skjálfti yfir á þessu svæði sem mældist 5,5 til 6 stig að stærð. Urðu miklar skemmdir á Kópaskeri í þeim skjálfta að sögn Einars. Tíminn fjallaði um málið á sínum tíma en þar kom fram að flest hús á Kópaskeri hafi skemmst í þeim skjálfta og börn, konur og gamalmenni hafi verið flutt burt úr þorpinu til Raufarhafnar, Leirhafnar eða Húsavíkur. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki. Rætt var við einn íbúa, Kristveigu Jónsdóttur, sem sagði að henni hefði fundist húsið vera að fara á hliðina og allt lauslegt hentist til. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Einar segir ekki hægt að segja til um hvort að skjálftinn árið 1976 hafi orðið í samskonar hrinu þar sem mælingar hafi ekki verið jafn víðtækar og í dag.Forsíða Tímans miðvikudaginn 14. janúar árið 1976www.timarit.is Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Um 200 skjálftar hafa mælst eftir miðnætti í jarðskjálftahrinunni sem stendur yfir í Öxarfirði. Hrinan hefur staðið yfir frá laugardegi en tæplega 500 skjálftar hafa mælst frá þeim degi til dagsins í dag. Flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suður af Kópaskeri. Öflugustu skjálftarnir í þessari hrinu hafa mælst í 3,1 að stærð, sá fyrri klukkan 20:37 í gærkvöldi og sá seinni klukkan 03:51 í nótt. Íbúar á Kópaskeri fundu vel fyrir þessum tveimur skjálftum en Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þeir hafi ekki fundist víðar en á Kópaskeri, sem sé eðlilegt miðað við stærð og staðsetningu þeirra. Hann segir að íbúar á Kópaskeri ættu að huga að innanstokksmunum og fara yfir viðbragðsáætlanir vegna þessarar hrinu.Upptök skjálftans hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isEinar segir að ekki hafi bætt í hrinuna en það hefur heldur ekki dregið úr henni. Hún hefur haldið sínum dampi en á milli klukkan 07 og 08 í morgun mældust 60 skjálftar á svæðinu. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði sem er á Tjörnesbeltinu svokallaða sem nær alla leið upp að Grímsey og út fyrir Landey. 14. janúar árið 1976 reið skjálfti yfir á þessu svæði sem mældist 5,5 til 6 stig að stærð. Urðu miklar skemmdir á Kópaskeri í þeim skjálfta að sögn Einars. Tíminn fjallaði um málið á sínum tíma en þar kom fram að flest hús á Kópaskeri hafi skemmst í þeim skjálfta og börn, konur og gamalmenni hafi verið flutt burt úr þorpinu til Raufarhafnar, Leirhafnar eða Húsavíkur. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki. Rætt var við einn íbúa, Kristveigu Jónsdóttur, sem sagði að henni hefði fundist húsið vera að fara á hliðina og allt lauslegt hentist til. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Einar segir ekki hægt að segja til um hvort að skjálftinn árið 1976 hafi orðið í samskonar hrinu þar sem mælingar hafi ekki verið jafn víðtækar og í dag.Forsíða Tímans miðvikudaginn 14. janúar árið 1976www.timarit.is
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira