England vann 5-0 sigur á Tékklandi á föstudagskvöldið og það var svipuð veisla hjá Englendingum í kvöld en mörkin urðu fimm eins og áður segir.
Það byrjaði þó ekki vel því heimamenn komust yfir eftir sautján mínútur en Marko Vesovic kom þeim yfir. Þrettán mínútum siðar var staðan orðin jöfn er Michael Keane, varnarmaður Everton, stangaði boltann í netin.
Ross Barkley skoraði annað mark Englendinga á 39. mínútu en Barkley hafði lagt upp fyrsta mark Englendinga. Mark og stoðsending hjá Barkley í landsleik. Eitthvað sem hafði ekki gerst fyrir leikinn í kvöld.
2 – Ross Barkley has scored as many goals tonight as he had done in his previous 26 games for England (2). Buses.
— OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019
Barkley var aftur á ferðinni í síðari hálfleik en hann kom Englendingum í 3-1 er klukkutími var liðinn af leiknum. Fjórða markið skoraði svo fyrirliðinn Harry Kane á 71. mínútu.
Veislunni var ekki lokið því níu mínútum fyrir leikslok skoraði Raheem Sterling og skoraði fimmta mark enska landsliðsins í kvöld. Flugeldasýning.
Englendingar eru því með sex stig á toppi A-riðils en Búlgaría er í öðru sætinu með tvö stig. Svartfjallaland er með eitt stig eftir jafntefli gegn Búlgaríu í fyrstu umferðinni.
17 - Harry Kane has scored 17 goals in 20 appearances under Gareth Southgate for England. Machine. pic.twitter.com/HI6Xvh8o8X
— OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019