Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Ari Brynjólfsson skrifar 22. mars 2019 08:00 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær. Fréttablaðið/Ernir Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær að beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, varð vitni að atvikinu. Hún fór út og tók myndir. „Mér blöskraði aðferðir lögreglunnar,“ sagði Rósa Björk. Ásgeir útskýrði að ljóst hefði verið að hópurinn ætlaði að kveikja í bálkesti á Austurvelli. Í kjölfar fyrirmæla um að fjarlægja vörubretti hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann. Síðan hefði liðsmaður No Borders verið handtekinn fyrir að reyna að hindra handtökuna. Piparúðanum hafi síðan verið beitt eftir að tugir manna gerðu aðsúg að lögreglunni. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það gefur augaleið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ sagði Ásgeir Þór. „Það er ekki búið að finna krúttlega valdbeitingu, þannig að hún lítur alltaf illa út.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við að lögreglan skyldi boðuð á fundinn. Til sé nefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu en sumir þingmenn haldi að það sé þeirra hlutverk að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Sigríður Björk sagði að aðgerðirnar væru komnar til þeirrar nefndar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00 Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær að beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, varð vitni að atvikinu. Hún fór út og tók myndir. „Mér blöskraði aðferðir lögreglunnar,“ sagði Rósa Björk. Ásgeir útskýrði að ljóst hefði verið að hópurinn ætlaði að kveikja í bálkesti á Austurvelli. Í kjölfar fyrirmæla um að fjarlægja vörubretti hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann. Síðan hefði liðsmaður No Borders verið handtekinn fyrir að reyna að hindra handtökuna. Piparúðanum hafi síðan verið beitt eftir að tugir manna gerðu aðsúg að lögreglunni. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það gefur augaleið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ sagði Ásgeir Þór. „Það er ekki búið að finna krúttlega valdbeitingu, þannig að hún lítur alltaf illa út.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við að lögreglan skyldi boðuð á fundinn. Til sé nefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu en sumir þingmenn haldi að það sé þeirra hlutverk að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Sigríður Björk sagði að aðgerðirnar væru komnar til þeirrar nefndar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00 Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00
Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21
Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20