Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 22:06 Sigríður María Egilsdóttir sagði í þingræðu að við lifum á tímum sundrungar. Fréttablaðið/Eyþór/Vilhelm Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmæli síðustu daga á Austurvelli, í ræðu á þingi í dag. Sigríður María kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins“ og sagði að á Austurvelli hafi verið haldin friðsamleg mótmæli í nokkra daga. „[En] í stað þess að þingmenn ræddu kröfugerðina sjálfa á efnislegum nótum var varpað fram undarlegum spurningum um hvort mótmælendur mættu nota kirkjuklósett eða ekki.“ Vísaði Sigríður María þar í orð Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, sem gagnrýndi borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda, auk þess að hann lýsti yfir áhyggjum af því að Þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Mótmælendurnir á Austurvelli mótmæltu aðstæðum hælisleitenda, en fyrir mótmælunum stóðu hópur hælisleitenda og samtökin No Borders. Var krafist stöðvunar brottvísana, að mál allra hælisleitenda fái efnislega meðferð, að hælisleitendur fái rétt til að vinna, jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að „flóttamannabúðunum“ á Ásbrú verði lokað.Stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu Sigríður María sagði að þingmenn eigi að vita betur en að gera upp á milli stjórnarskrárvarins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi samúð með málstaðnum eða ekki. „Rétturinn til að mótmæla stendur ekki og fellur með því hvort okkur líkar málstaðurinn. Rétturinn til að mótmæla stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu,“ sagði Sigríður María. Hún sagði að það væru mörg samfélagsleg vandamál sem þingið þurfi að taka á og ræða til hlítar. Nefndi hún þar sérstaklega málefni öryrkja, aldraðra en einnig flóttafólks. „Við getum rætt öll þessi mál og við eigum að gera það. En við eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru eins og vaninn hefur orðið, því að í því hugarfari felst sundrungin. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að á henni græðir enginn,“ sagði Sigríður og vísaði þar í sögu sundrungar í Evrópu.Ísland ekki undanskiliðVaraþingmaðurinn sagði að við vitum nákvæmlega hvert sundrungin leiði okkur. „Um alla álfuna má sjá minnisvarða hennar, sögu hinnar sundruðu og einangruðu Evrópu. Við reistum meira að segja söfn í útrýmingarbúðum í stað þess að rífa þær niður svo við myndum örugglega aldrei gleyma grýttri slóð fortíðarinnar. En samt eflist þjóðernishyggja. Samt halda ríki áfram að einangrast. Og Ísland er þar ekki undanskilið,“ sagði Sigríður María. Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmæli síðustu daga á Austurvelli, í ræðu á þingi í dag. Sigríður María kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins“ og sagði að á Austurvelli hafi verið haldin friðsamleg mótmæli í nokkra daga. „[En] í stað þess að þingmenn ræddu kröfugerðina sjálfa á efnislegum nótum var varpað fram undarlegum spurningum um hvort mótmælendur mættu nota kirkjuklósett eða ekki.“ Vísaði Sigríður María þar í orð Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, sem gagnrýndi borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda, auk þess að hann lýsti yfir áhyggjum af því að Þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Mótmælendurnir á Austurvelli mótmæltu aðstæðum hælisleitenda, en fyrir mótmælunum stóðu hópur hælisleitenda og samtökin No Borders. Var krafist stöðvunar brottvísana, að mál allra hælisleitenda fái efnislega meðferð, að hælisleitendur fái rétt til að vinna, jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að „flóttamannabúðunum“ á Ásbrú verði lokað.Stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu Sigríður María sagði að þingmenn eigi að vita betur en að gera upp á milli stjórnarskrárvarins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi samúð með málstaðnum eða ekki. „Rétturinn til að mótmæla stendur ekki og fellur með því hvort okkur líkar málstaðurinn. Rétturinn til að mótmæla stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu,“ sagði Sigríður María. Hún sagði að það væru mörg samfélagsleg vandamál sem þingið þurfi að taka á og ræða til hlítar. Nefndi hún þar sérstaklega málefni öryrkja, aldraðra en einnig flóttafólks. „Við getum rætt öll þessi mál og við eigum að gera það. En við eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru eins og vaninn hefur orðið, því að í því hugarfari felst sundrungin. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að á henni græðir enginn,“ sagði Sigríður og vísaði þar í sögu sundrungar í Evrópu.Ísland ekki undanskiliðVaraþingmaðurinn sagði að við vitum nákvæmlega hvert sundrungin leiði okkur. „Um alla álfuna má sjá minnisvarða hennar, sögu hinnar sundruðu og einangruðu Evrópu. Við reistum meira að segja söfn í útrýmingarbúðum í stað þess að rífa þær niður svo við myndum örugglega aldrei gleyma grýttri slóð fortíðarinnar. En samt eflist þjóðernishyggja. Samt halda ríki áfram að einangrast. Og Ísland er þar ekki undanskilið,“ sagði Sigríður María.
Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43
Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22