Betri árangur að vinna Þjóðadeildina en að komast í undanúrslit á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 09:00 Harry Kane. Getty/Matthew Lewis Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, telur að liðið geti strax í sumar bætt árangurinn sinn frá því á HM í Rússlandi í fyrra. Enska landsliðið komst í fjögurra þjóða úrslit Þjóðadeildarinnar með því að vinna sinn riðil í A-deildinni. Íslenska landsliðið varð í 3. sæti í sínum riðli og féll í B-deildina. Enska landsliðið fær hins vegar að launum lítið örmót sem fer fram í Portúgal í sumar. England mætir Hollandi í undanúrslitaleiknum og vinnist hann bíður annaðhvort Portúgal eða Sviss í úrslitaleiknum. „Það gerist ekki oft að England fái tækifæri til að vinna titil,“ sagði Harry Kane en hann er nú með enska landsliðinu að undirbúa sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020.Harry Kane insists perfect start to Euro 2020 campaign and Nations League victory 'would top our 2018' | @Matt_Law_DThttps://t.co/UAhM9FStZn — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019„Ef við vinnum þennan bikar þá yrði þetta í mínum augum betra ár en 2018,“ sagði Kane. Síðasti og eini stóri titill enska landsliðsins var þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Kane fékk gullskóinn síðasta sumar fyrir að skora sex mörk og verða markakóngur HM 2018. „Vonandi getum við unnið einhverja bikara. Auðvitað var árið 2018 frábært fyrir mig en liðið er aðalmálið og við viljum vinna titla. Við viljum gera stuðningsfólk okkar ánægt og stolt,“ sagði Kane. „Fólk býst nú við því að við stöndum okkur vel en fyrir HM í fyrra þá voru engar væntingar. Það er gott hjá okkur að hafa breytt því,“ sagði Kane. „Við egrum líka eina liðið úr undanúrslitunum á HM sem komst upp úr sínum riðli í Þjóðadeildinni og það þrátt fyrir að vera í einum af erfiðustu riðlunum,“ sagði Kane. Hinar þjóðirnar í undanúrslitunum á HM í Rússlandi 2018 voru Frakkland, Króatía og Belgía. „Það var því stórt fyrir okkur að sanna það strax að þetta var ekki eitt heppnismót heldur að við séum að byggja upp sérstakt lið sem getur náð meiri árangri í framtíðinni,“ sagði Kane. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, telur að liðið geti strax í sumar bætt árangurinn sinn frá því á HM í Rússlandi í fyrra. Enska landsliðið komst í fjögurra þjóða úrslit Þjóðadeildarinnar með því að vinna sinn riðil í A-deildinni. Íslenska landsliðið varð í 3. sæti í sínum riðli og féll í B-deildina. Enska landsliðið fær hins vegar að launum lítið örmót sem fer fram í Portúgal í sumar. England mætir Hollandi í undanúrslitaleiknum og vinnist hann bíður annaðhvort Portúgal eða Sviss í úrslitaleiknum. „Það gerist ekki oft að England fái tækifæri til að vinna titil,“ sagði Harry Kane en hann er nú með enska landsliðinu að undirbúa sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020.Harry Kane insists perfect start to Euro 2020 campaign and Nations League victory 'would top our 2018' | @Matt_Law_DThttps://t.co/UAhM9FStZn — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019„Ef við vinnum þennan bikar þá yrði þetta í mínum augum betra ár en 2018,“ sagði Kane. Síðasti og eini stóri titill enska landsliðsins var þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Kane fékk gullskóinn síðasta sumar fyrir að skora sex mörk og verða markakóngur HM 2018. „Vonandi getum við unnið einhverja bikara. Auðvitað var árið 2018 frábært fyrir mig en liðið er aðalmálið og við viljum vinna titla. Við viljum gera stuðningsfólk okkar ánægt og stolt,“ sagði Kane. „Fólk býst nú við því að við stöndum okkur vel en fyrir HM í fyrra þá voru engar væntingar. Það er gott hjá okkur að hafa breytt því,“ sagði Kane. „Við egrum líka eina liðið úr undanúrslitunum á HM sem komst upp úr sínum riðli í Þjóðadeildinni og það þrátt fyrir að vera í einum af erfiðustu riðlunum,“ sagði Kane. Hinar þjóðirnar í undanúrslitunum á HM í Rússlandi 2018 voru Frakkland, Króatía og Belgía. „Það var því stórt fyrir okkur að sanna það strax að þetta var ekki eitt heppnismót heldur að við séum að byggja upp sérstakt lið sem getur náð meiri árangri í framtíðinni,“ sagði Kane.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira