Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 19:30 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. Skipasmíðastöðin í Póllandi hafi sent reikning sem ekki er hægt að samþykkja. Líkt og greint hefur verið frá hefur afhending á nýjum Herjólfi dregist en í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf þann 1. júní í fyrra. „Það hefur dregist úr hömlu af hálfu skipasmíðastöðvarinnar að klára verkið. Við höfum á tímabilinu verið að bæta við verkefnum og breyta. Um öll þau verkefni hefur verið samið sérstaklega við skipasmíðastöðina. Þannig af hálfu Vegagerðarinnar, mati þeirra og sérfræðinga er samningurinn góður og stendur ekkert upp á Vegagerðina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Dagsektir og daggjöld safnast upp, en menn hafa lýst sig reiðubúna til að ræða um sektirnar. „Hins vegar hefur nú á endametrunum komið fram krafa af hálfu skipasmíðastöðvarinnar sem Vegagerðin lítur á sem tilhæfulausan reikning og við munum aldrei greiða hann,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður segir reikninginn hljóða upp á 900 milljónir evra. „Ef að skipasmíðastöðin hefði boðið það í verkið upphaflega hefði hún ekki fengið það,“ sagði Sigurður IngiHerjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAðspurður hvort skipasmíðastöðin haldi skipinu hjá sér þar til reikningar hafa verið greiddir, segist Sigurður ekki geta sagt til um það. „Já, það er kannski rétt að spyrja þá hvað þeir eru að hugsa með þessu en þeir hefðu átt að vera búnir að afhenda skipið fyrir löngu,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki geta sagt til um afhendingardag að svo stöddu. „Ég vænti þess að skipið sé fullbúið, þá er ekkert að vanbúnaði en að afhenda það. Fá síðustu greiðslurnar og skipið til lands til að nýtast okkur í þessum nauðsynlegu siglingum milli lands og eyja,“ sagði Sigurður Ingi. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31 Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. Skipasmíðastöðin í Póllandi hafi sent reikning sem ekki er hægt að samþykkja. Líkt og greint hefur verið frá hefur afhending á nýjum Herjólfi dregist en í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf þann 1. júní í fyrra. „Það hefur dregist úr hömlu af hálfu skipasmíðastöðvarinnar að klára verkið. Við höfum á tímabilinu verið að bæta við verkefnum og breyta. Um öll þau verkefni hefur verið samið sérstaklega við skipasmíðastöðina. Þannig af hálfu Vegagerðarinnar, mati þeirra og sérfræðinga er samningurinn góður og stendur ekkert upp á Vegagerðina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Dagsektir og daggjöld safnast upp, en menn hafa lýst sig reiðubúna til að ræða um sektirnar. „Hins vegar hefur nú á endametrunum komið fram krafa af hálfu skipasmíðastöðvarinnar sem Vegagerðin lítur á sem tilhæfulausan reikning og við munum aldrei greiða hann,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður segir reikninginn hljóða upp á 900 milljónir evra. „Ef að skipasmíðastöðin hefði boðið það í verkið upphaflega hefði hún ekki fengið það,“ sagði Sigurður IngiHerjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAðspurður hvort skipasmíðastöðin haldi skipinu hjá sér þar til reikningar hafa verið greiddir, segist Sigurður ekki geta sagt til um það. „Já, það er kannski rétt að spyrja þá hvað þeir eru að hugsa með þessu en þeir hefðu átt að vera búnir að afhenda skipið fyrir löngu,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki geta sagt til um afhendingardag að svo stöddu. „Ég vænti þess að skipið sé fullbúið, þá er ekkert að vanbúnaði en að afhenda það. Fá síðustu greiðslurnar og skipið til lands til að nýtast okkur í þessum nauðsynlegu siglingum milli lands og eyja,“ sagði Sigurður Ingi.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31 Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31
Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45
Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50
Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15