Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Seðlabankastjóri segir að aðilar vinnumarkaðrins hafi gert mistök með því að setja ákvæði um vaxtalækkun í kjarasamninga. Ákvæðið sé óheppilegt og gæti leitt til þess að minna svigrúm verði til vaxtalækkana. Í bókun við kjarasamningana, sem voru undirritaðir í gærkvöldi, er ákvæði um að stýrivextir verði lækkaðir um eitt prósent á samningstímanum. Ákvæðið hefur þótt umdeilt en í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir verður rætt við Má Guðmundsson, seðlabankastjóra vegna málsins.

Ítarlega verður fjallað um kjarasamningana í fréttatímanum og greint frá innihaldi þeirra og hvaða áhrif samningarnir geti haft á fjölskyldur í landinu.

Ákvæði í kjarasamningi um styttingu vinnuvikunnar eru ólík milli stéttarfélaga en framkvæmdastjóri Eflingar segir samninginn ekki fela í sér neinar tryggingar fyrir stryttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um stöðu ferðaþjónustunnar, en ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×