„Ég var eyðilögð þegar ég komst að því að ég væri ófrísk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 11:00 Jade Lally er kringlukastari í fremstu röð. Getty/Michael Steele Breski methafinn í kringlukasti ætlaði sér á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en svo kom „barn“ í bátinn. Jade Lally hefur tjáð sig opinberlega og hreinskilnislega um hvernig það er fyrir Ólympíufara að verða ólétt á örlagastund í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleika. Jade Lally er sjöfaldur breskur meistari í kringlukasti, hefur kastað lengra en nokkur önnur bresk kona og keppti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún vann brons á Samveldisleikunum og er meðal þeirra bestu í sinni grein. Hún ætlaði sér líka stóra hluti á árinu 2020 en árið 2019 breytti miklu í hennar lífi. „Ég var eyðilögð þegar ég komst að því að ég væri ófrísk,“ sagði Jade Lally í viðtali við BBC en blaðakonan Katie Falkingham fékk hana til að opinbera allar tilfinningar sínar að vela að ala barn á sama tíma og hún ætti að vera á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika.'I was devastated when I found out I was pregnant - am I the only one feeling this way?' Jade Lally is an elite discus thrower, an Olympian no less. So she's got it all figured out, right? Think again ➡ https://t.co/NzcjKhsHzdpic.twitter.com/zHT9gtfWrs — BBC Sport (@BBCSport) April 3, 2019 Bæði hér á Íslandi og út í heimi er það orðið mun algengara að afreksíþróttakonur snúi aftur í fremstu röð eftir að hafa eignast barn. Í íslensku landsliðunum eru nú fullt af frábærum íþróttakonum sem hafa komið aftur og haldið sínum afreksferli lifandi. Það fylgir oft ekki gleðifréttunum að eignast nýtt barn að allt þetta níu mánaða ferli tekur mikið á íþróttamanninn bæði líkamlega en ekki síst andlega. Jade Lally var tilbúinn að ræða þessa hlið en hún er jafnframt staðráðin að láta þessa óvæntu óléttu ekki stoppa sig og hennar drauma. Þetta er nefnilega eins mikið „slysabarn“ og þau gerast. Lally er samt ekki á alltof góðri stöðu. Hún er orðin 32 ára gömul og er með enga styrktaraðila, engan fjárhagsstuðning og kærasti hennar býr auk þess í Ástralíu eins og er. Í viðbót við álagið á skrokkinn þá segir Jade Lally að hún þurfi jafnframt að hugsa um andlega þáttinn nú þegar fjárhagsáhyggjur og áhyggjur af því að sjá um lítið barn bætast ofan á allt saman. Barnið á að fæðast í ágúst og Jade Lally hefur æft kringlukastið hingað til. Nú er svo komið að hún getur ekki kastað lengur en er að huga að öðrum æfingum til að reyna að halda líkama sínum í sem besta formi. „Ég var hrædd við að tapa því hver ég var því flestir þekkja mig sem kringlukastara,“ sagði Lally. „Ég var hreinlega í einskismannslandi þegar ég varð ófrísk og það kom mér úr jafnvægi. Ég hafði líka margar spurningar í tengslum við áhrif óléttunnar á íþróttaferilinn minn,“ sagði Lally. „Óléttan hefur verið mér erfið og hún er mjög óþægileg fyrir mig. Ég ákvað samt að komast í gegnum þetta og eignast barnið,“ sagði Lally. „Þetta er daglegt basl. Í hverri viku kemst ég að því að ég get ekki gert eitthvað lengur og það er mjög erfitt. Núna get ég ekki kastað kringlunni lengur og ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður. Nárinn er aumur, bakið er aumt og ég er í aum á stöðum þar sem ég hef aldrei fundið fyrir neinu áður,“ sagði Lally. Þegar dóttir Jade Lally fæðist þá verða tólf mánuðir í Ólympíuleikana. „Ef líkaminn minn er ekki samur og ég kemst ekki á leikana í Tókýó þá vil ég komast á leikana í París. Ég verð þá 37 ára gömul en ég verð þá með fjögurra stelpu sem hlýtur að vera auðveldara en að vera með eins árs kornabarn,“ sagði Jade Lally. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. Ólympíuleikar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Breski methafinn í kringlukasti ætlaði sér á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en svo kom „barn“ í bátinn. Jade Lally hefur tjáð sig opinberlega og hreinskilnislega um hvernig það er fyrir Ólympíufara að verða ólétt á örlagastund í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleika. Jade Lally er sjöfaldur breskur meistari í kringlukasti, hefur kastað lengra en nokkur önnur bresk kona og keppti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún vann brons á Samveldisleikunum og er meðal þeirra bestu í sinni grein. Hún ætlaði sér líka stóra hluti á árinu 2020 en árið 2019 breytti miklu í hennar lífi. „Ég var eyðilögð þegar ég komst að því að ég væri ófrísk,“ sagði Jade Lally í viðtali við BBC en blaðakonan Katie Falkingham fékk hana til að opinbera allar tilfinningar sínar að vela að ala barn á sama tíma og hún ætti að vera á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika.'I was devastated when I found out I was pregnant - am I the only one feeling this way?' Jade Lally is an elite discus thrower, an Olympian no less. So she's got it all figured out, right? Think again ➡ https://t.co/NzcjKhsHzdpic.twitter.com/zHT9gtfWrs — BBC Sport (@BBCSport) April 3, 2019 Bæði hér á Íslandi og út í heimi er það orðið mun algengara að afreksíþróttakonur snúi aftur í fremstu röð eftir að hafa eignast barn. Í íslensku landsliðunum eru nú fullt af frábærum íþróttakonum sem hafa komið aftur og haldið sínum afreksferli lifandi. Það fylgir oft ekki gleðifréttunum að eignast nýtt barn að allt þetta níu mánaða ferli tekur mikið á íþróttamanninn bæði líkamlega en ekki síst andlega. Jade Lally var tilbúinn að ræða þessa hlið en hún er jafnframt staðráðin að láta þessa óvæntu óléttu ekki stoppa sig og hennar drauma. Þetta er nefnilega eins mikið „slysabarn“ og þau gerast. Lally er samt ekki á alltof góðri stöðu. Hún er orðin 32 ára gömul og er með enga styrktaraðila, engan fjárhagsstuðning og kærasti hennar býr auk þess í Ástralíu eins og er. Í viðbót við álagið á skrokkinn þá segir Jade Lally að hún þurfi jafnframt að hugsa um andlega þáttinn nú þegar fjárhagsáhyggjur og áhyggjur af því að sjá um lítið barn bætast ofan á allt saman. Barnið á að fæðast í ágúst og Jade Lally hefur æft kringlukastið hingað til. Nú er svo komið að hún getur ekki kastað lengur en er að huga að öðrum æfingum til að reyna að halda líkama sínum í sem besta formi. „Ég var hrædd við að tapa því hver ég var því flestir þekkja mig sem kringlukastara,“ sagði Lally. „Ég var hreinlega í einskismannslandi þegar ég varð ófrísk og það kom mér úr jafnvægi. Ég hafði líka margar spurningar í tengslum við áhrif óléttunnar á íþróttaferilinn minn,“ sagði Lally. „Óléttan hefur verið mér erfið og hún er mjög óþægileg fyrir mig. Ég ákvað samt að komast í gegnum þetta og eignast barnið,“ sagði Lally. „Þetta er daglegt basl. Í hverri viku kemst ég að því að ég get ekki gert eitthvað lengur og það er mjög erfitt. Núna get ég ekki kastað kringlunni lengur og ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður. Nárinn er aumur, bakið er aumt og ég er í aum á stöðum þar sem ég hef aldrei fundið fyrir neinu áður,“ sagði Lally. Þegar dóttir Jade Lally fæðist þá verða tólf mánuðir í Ólympíuleikana. „Ef líkaminn minn er ekki samur og ég kemst ekki á leikana í Tókýó þá vil ég komast á leikana í París. Ég verð þá 37 ára gömul en ég verð þá með fjögurra stelpu sem hlýtur að vera auðveldara en að vera með eins árs kornabarn,“ sagði Jade Lally. Það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Ólympíuleikar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira