Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Deiluaðilar hafa fundað stíft síðustu sólarhringa í kjaraviðræðum og ræðst í kvöld hvort samningar verði í höfn í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá dagana. Kvöldfréttir Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld verða að mestu tileinkaðar stöðunni í kjaraviðræðum. Fréttamenn okkar verða staddir bæði í Ráðherrabústaðnum sem og í Karphúsinu og fræða okkur um nýjustu vendingar.  Stóru atriðin sem rætt hefur verið um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar.

Um fjórtán klukkustunda löngum samningafundi VR, Eflingar og samflots fjögurra annarra stéttarfélaga var slitið eftir miðnætti í nótt þegar gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að gilda til 1. nóvember 2022.

Ríkisstjórnin er tilbúin með aðgerðir í tengslum við kjarasamninga sem meðal annars fela í sér skattalækkanir og breytingar á verðtryggingu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í ráðherrabústaðnum klukkan 18.30 en blaðamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og á Vísi.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×