Sjúklingar og starfsfólk á gjörgæslu Landspítalans líða fyrir undirmönnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2019 14:00 Árni Már Haraldsson deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum. Fresta þurfti tíu aðgerðum á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut fyrstu þrjá mánuði ársins vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Árni Már Haraldsson deildarstjóri gjörgæslunnar segir ástandið grafalvarlegt en það hafi bæði áhrif á sjúklinga og starfsfólk deildarinnar. „Þetta er náttúrulega mikið álag á sjúklinginn og óþarfa álag að þurfa að fresta aðgerðum hér. Fólk er búið að búa sig undir bæði andlega og líkamlega aðgerðirnar og svo er það reiðarslag fyrir sjúklinginn þegar hann fær að vita að hann þarf að bíða,“ segir Árni Már. Hann segir alltof algengt að fresta þurfi aðgerðum vegna undirmönnunar þá hafi ástandið mikil áhrif á starfsfólk. Það er búið að vera mjög mikið að gera á og í 3-4 vikur og þá er maður að keyra á sama fólkinu með aukavaktir og þess háttar. Í svona ástandi er líka hætta á kulnun hjá hjúkrunarfræðingunum,“ segir Árni. Það eru rúm fyrir níu sjúklinga á sólahring á deildinni en vegna undirmönnunar eru aðeins sjö þeirra í notkun. En þrátt fyrir það vantar hjúkrunarfræðinga í fimm stöðugildi. „Eins og er vantar mig fimm stöðugildi til að manna það sem ég er með núna sem eru sjö pláss,“ segir Árni. Ef fylla ætti öll plássin á deildinni þyrfti að ráða í mun fleiri stöðugildi. Það þyrfti tíu til tólf hjúkrunarfræðinga í stöðugildi í viðbót til þess að geta mannað fyrir svona margar stöður,“ segir Árni að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. 18. apríl 2019 08:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum. Fresta þurfti tíu aðgerðum á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut fyrstu þrjá mánuði ársins vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Árni Már Haraldsson deildarstjóri gjörgæslunnar segir ástandið grafalvarlegt en það hafi bæði áhrif á sjúklinga og starfsfólk deildarinnar. „Þetta er náttúrulega mikið álag á sjúklinginn og óþarfa álag að þurfa að fresta aðgerðum hér. Fólk er búið að búa sig undir bæði andlega og líkamlega aðgerðirnar og svo er það reiðarslag fyrir sjúklinginn þegar hann fær að vita að hann þarf að bíða,“ segir Árni Már. Hann segir alltof algengt að fresta þurfi aðgerðum vegna undirmönnunar þá hafi ástandið mikil áhrif á starfsfólk. Það er búið að vera mjög mikið að gera á og í 3-4 vikur og þá er maður að keyra á sama fólkinu með aukavaktir og þess háttar. Í svona ástandi er líka hætta á kulnun hjá hjúkrunarfræðingunum,“ segir Árni. Það eru rúm fyrir níu sjúklinga á sólahring á deildinni en vegna undirmönnunar eru aðeins sjö þeirra í notkun. En þrátt fyrir það vantar hjúkrunarfræðinga í fimm stöðugildi. „Eins og er vantar mig fimm stöðugildi til að manna það sem ég er með núna sem eru sjö pláss,“ segir Árni. Ef fylla ætti öll plássin á deildinni þyrfti að ráða í mun fleiri stöðugildi. Það þyrfti tíu til tólf hjúkrunarfræðinga í stöðugildi í viðbót til þess að geta mannað fyrir svona margar stöður,“ segir Árni að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. 18. apríl 2019 08:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. 18. apríl 2019 08:00