Enski boltinn

Var Allegri að gefa það í skyn að hann sé að fara hætta?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Allegri á hliðarlínunni í gær.
Allegri á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Ummæli Massimiliano Allegri, stjóra Juventus, eftir leik Juventus gegn Ajax í gærkvöldi vöktu mikla athygli en margir vilja túlka þau að Allegri muni hætta með Juventus eftir tímabilið.

Allegri hefur verið stjórnvölinn hjá Juventus frá því 2014 en núverandi samningur hans rennur út næsta sumar. Hann hefur verið í viðræðum við stjórnarformann Juvenus, Andrea Agnelli, en ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum.

Eftir 1-1 jafntefli Juventus og Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi þar sem Cristiano Ronaldo skoraði mark Juventus gaf Allegri vísbendingu um það að hann gæti verið á förum.

„Framtíð mín? Þjálfari varir ekki að eilífinu,“ sagði hann eftir leikinn í Hollandi í gær. Það skýtur skökku við því í síðustu viku sagði hann eftirfarandi í samtali við Corrier della Ser á Ítalíu:

„Ég myndi elska að keppa við Sir Alex Ferguson. Það myndi þýða að ég væri í mörg ár í viðbót hjá Juventus.“

Það er því erfitt að lesa í því hvað Allegri ætlar að gera hjá Juventus en lærisveinar hans geta tryggt sér fimmta meistaratitilinn í röð um helgina vinni þeir SPAL.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×