Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2019 22:15 William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að „njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. Barr vísaði ekki til neins tiltekins atviks, né færði hann sannanir fyrir máli sínu en ummælin eru í takt við yfirlýsingar Trump um að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustur hafi njósnað um sig við rannsókn þeirra á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum 2016 og hvort að framboð Trump hefði starfað með þeim. Í ljós hefur komið að FBI fékk heimild til að hlera Carter Page, kosningastjóra Trump, en þó einungis eftir að hann hætti hjá framboðinu. Samkvæmt New York Times er einnig mögulegt að FBI hafi notað heimildarmann til að fá upplýsingar um aðila sem komu að framboðinu en það hefur aldrei fengist staðfest.Trump hefur ítrekað sagt að FBI og leyniþjónusturnar hafi njósnað um sig til að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði forseti og hefur hann jafnvel lýst rannsókninni sem tilraun til valdaráns. Þessar ásakanir hans hefur hann notað til að kalla eftir rannsóknum á andstæðingum sínum.So, it has now been determined, by 18 people that truly hate President Trump, that there was No Collusion with Russia. In fact, it was an illegal investigation that should never have been allowed to start. I fought back hard against this Phony & Treasonous Hoax! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 10, 2019 Undir lok fundar fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, þar sem Barr sat fyrir svörum, dró hann þó aðeins í land og sagðist ekki vera að halda því fram að „óviðeigandi eftirlit“ hefði átt sér stað. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að slíkt hafi gerst og sagðist vilja rannsaka það. Barr sagðist ætla að vinna með Christopher A. Wray, yfirmanni FBI, til þess að komast að uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu en hann benti einnig á að bæði þingið og innra eftirlit FBI hefðu rannsakað hvort eitthvað ólöglegt eða óviðeigandi hefði átt sér stað við rannsóknina. Hann vildi þó fara yfir niðurstöður þeirra og sjá hvort einhverjum spurningum væri ósvarað. Líklegt þykir að ummæli Barr, sem eru í takt við ummæli Trump, muni valda usla meðal Demókrata sem hafa þegar sakað hann um að vera leppur Trump og reyna að nota ráðherrastöðu sína til að verja forsetann. Sérstaklega eftir að Rússarannsókninni lauk og Barr gaf út eigið minnisblað um eigin niðurstöður á rannsókninni.Sjá einnig: Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislegaWilliam Barr var skipaður í embætti Dómsmálaráðherra í síðasta mánuði. Hann var á árum áður ráðherra í forsetatíð George H.W. Bush en Trump tilnefndi hann eftir að hann rak Jeff Sessions úr embættinu. Þá hafði Trump lengi verið reiður út í Sessions vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan varðandi Rússarannsóknina eftir að hann sagði ósatt um fundi með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Barr sendi í fyrra 20 tuttugu blaðsíðna minnisblað óumbeðinn til Dómsmálaráðuneytisins þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og sagði hana hafa farið úr böndunum. Hann deildi minnisblaðinu einnig með lögmönnum Trump. Síðan hann birti fjögurra blaðsíðna samantekt sína um 400 blaðsíðna skýrslu Robert Mueller hafa Demókratar kallað eftir því að skýrslan sjálf verði opinberuð. Barr segist ætla að birta skýrsluna að hluta til þar sem búið verður að gera hluta hennar ólæsilega. Það gæti jafnvel gerst í næstu viku. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu en fram að þessu hefur aðeins mat dómsmálaráðherra Trump á meginniðurstöðunum komið fram opinberlega. 9. apríl 2019 15:07 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að „njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. Barr vísaði ekki til neins tiltekins atviks, né færði hann sannanir fyrir máli sínu en ummælin eru í takt við yfirlýsingar Trump um að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustur hafi njósnað um sig við rannsókn þeirra á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum 2016 og hvort að framboð Trump hefði starfað með þeim. Í ljós hefur komið að FBI fékk heimild til að hlera Carter Page, kosningastjóra Trump, en þó einungis eftir að hann hætti hjá framboðinu. Samkvæmt New York Times er einnig mögulegt að FBI hafi notað heimildarmann til að fá upplýsingar um aðila sem komu að framboðinu en það hefur aldrei fengist staðfest.Trump hefur ítrekað sagt að FBI og leyniþjónusturnar hafi njósnað um sig til að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði forseti og hefur hann jafnvel lýst rannsókninni sem tilraun til valdaráns. Þessar ásakanir hans hefur hann notað til að kalla eftir rannsóknum á andstæðingum sínum.So, it has now been determined, by 18 people that truly hate President Trump, that there was No Collusion with Russia. In fact, it was an illegal investigation that should never have been allowed to start. I fought back hard against this Phony & Treasonous Hoax! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 10, 2019 Undir lok fundar fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, þar sem Barr sat fyrir svörum, dró hann þó aðeins í land og sagðist ekki vera að halda því fram að „óviðeigandi eftirlit“ hefði átt sér stað. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að slíkt hafi gerst og sagðist vilja rannsaka það. Barr sagðist ætla að vinna með Christopher A. Wray, yfirmanni FBI, til þess að komast að uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu en hann benti einnig á að bæði þingið og innra eftirlit FBI hefðu rannsakað hvort eitthvað ólöglegt eða óviðeigandi hefði átt sér stað við rannsóknina. Hann vildi þó fara yfir niðurstöður þeirra og sjá hvort einhverjum spurningum væri ósvarað. Líklegt þykir að ummæli Barr, sem eru í takt við ummæli Trump, muni valda usla meðal Demókrata sem hafa þegar sakað hann um að vera leppur Trump og reyna að nota ráðherrastöðu sína til að verja forsetann. Sérstaklega eftir að Rússarannsókninni lauk og Barr gaf út eigið minnisblað um eigin niðurstöður á rannsókninni.Sjá einnig: Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislegaWilliam Barr var skipaður í embætti Dómsmálaráðherra í síðasta mánuði. Hann var á árum áður ráðherra í forsetatíð George H.W. Bush en Trump tilnefndi hann eftir að hann rak Jeff Sessions úr embættinu. Þá hafði Trump lengi verið reiður út í Sessions vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan varðandi Rússarannsóknina eftir að hann sagði ósatt um fundi með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Barr sendi í fyrra 20 tuttugu blaðsíðna minnisblað óumbeðinn til Dómsmálaráðuneytisins þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og sagði hana hafa farið úr böndunum. Hann deildi minnisblaðinu einnig með lögmönnum Trump. Síðan hann birti fjögurra blaðsíðna samantekt sína um 400 blaðsíðna skýrslu Robert Mueller hafa Demókratar kallað eftir því að skýrslan sjálf verði opinberuð. Barr segist ætla að birta skýrsluna að hluta til þar sem búið verður að gera hluta hennar ólæsilega. Það gæti jafnvel gerst í næstu viku.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu en fram að þessu hefur aðeins mat dómsmálaráðherra Trump á meginniðurstöðunum komið fram opinberlega. 9. apríl 2019 15:07 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21
Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu en fram að þessu hefur aðeins mat dómsmálaráðherra Trump á meginniðurstöðunum komið fram opinberlega. 9. apríl 2019 15:07