Gary Neville hló að Lukaku í beinni útsendingu Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 08:30 Romelu Lukaku var alveg búinn á því eftir einn góðan sprett í fyrri hálfleiknum. Getty/Simon Stacpoole Gary Neville gerði grín að Manchester United leikmanninum Romelu Lukaku í útsendingu Sky Sports frá leik United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það er formið á belgíska framherjanum sem fékk fyrrum fyrirliða Manchester United til að hlæja í beinni. Romelu Lukaku hefur ýmist verið hafinn upp til skýjanna eða harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Manchester United en félagið keypti hann á 75 milljónir punda frá Everton sumarið 2017. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur oftar en ekki spilað Marcus Rashford sem fremsta mann og Romelu Lukaku hefur oftar en ekki þurft að dúsa á bekknum. Nú velta margir fyrir sér hvort Lukaku fari frá Old Trafford í sumar. Gary Neville var allt annað en ánægður með form Belgans þegar hann fylgdist með honum í fyrri hálfleiknum á móti Chelsea á Old Trafford í gær.‘I genuinely think it’s a fitness issue. He’s knackered!’ Midway through the first half and Romelu Lukaku looked like he'd ran the London Marathon Gary Neville was in professional mode with Sky Sports but couldn't help laughing #MUFChttps://t.co/7CBcTGYsTQ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 28, 2019Gagnrýni Gary Neville kom eftir um hálftíma leik. Lukaku átti þá flottan sprett upp hægri vænginn en átti ekki meira eftir í tankinum þegar var komið að því að skila sér inn í teiginn. Lukaku hafði átt stóran þátt í marki Juan Mata í byrjun leiks en á 27. mínútu leit út fyrir að úthaldið væri að bregðast honum. „Ef ég segi alveg eins og er þá held ég að þetta sé spurning um formið hans,“ sagði Gary Neville. „Sjáðu hann þarna fyrir utan teig. Hann er alveg búinn á því og er kominn með hendurnar á mjaðmirnar,“ sagði Neville hlæjandi. Neville gat ekki staðist það að hlæja að Manchester United leikmanninum sem leit út fyrir að hafa nýlega klárað London maraþonið. „Þetta er vandamálið með Lukaku,“ sagði Neville eftir leikinn. „Hann er frábær þegar hann hleypur með boltann en hann getur síðan ekki tekið meira en einn sprett án bolta,“ sagði Neville. „Þarna tók hann einn góðan sprett og var algjörlega búinn á því eftir það. Hann leit út fyrir að vera strax orðinn þreyttur eftir einn eða tvo spretti. Það er stór ákvörðun hvað félagið ætlar að gera við hann,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Gary Neville gerði grín að Manchester United leikmanninum Romelu Lukaku í útsendingu Sky Sports frá leik United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það er formið á belgíska framherjanum sem fékk fyrrum fyrirliða Manchester United til að hlæja í beinni. Romelu Lukaku hefur ýmist verið hafinn upp til skýjanna eða harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Manchester United en félagið keypti hann á 75 milljónir punda frá Everton sumarið 2017. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur oftar en ekki spilað Marcus Rashford sem fremsta mann og Romelu Lukaku hefur oftar en ekki þurft að dúsa á bekknum. Nú velta margir fyrir sér hvort Lukaku fari frá Old Trafford í sumar. Gary Neville var allt annað en ánægður með form Belgans þegar hann fylgdist með honum í fyrri hálfleiknum á móti Chelsea á Old Trafford í gær.‘I genuinely think it’s a fitness issue. He’s knackered!’ Midway through the first half and Romelu Lukaku looked like he'd ran the London Marathon Gary Neville was in professional mode with Sky Sports but couldn't help laughing #MUFChttps://t.co/7CBcTGYsTQ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 28, 2019Gagnrýni Gary Neville kom eftir um hálftíma leik. Lukaku átti þá flottan sprett upp hægri vænginn en átti ekki meira eftir í tankinum þegar var komið að því að skila sér inn í teiginn. Lukaku hafði átt stóran þátt í marki Juan Mata í byrjun leiks en á 27. mínútu leit út fyrir að úthaldið væri að bregðast honum. „Ef ég segi alveg eins og er þá held ég að þetta sé spurning um formið hans,“ sagði Gary Neville. „Sjáðu hann þarna fyrir utan teig. Hann er alveg búinn á því og er kominn með hendurnar á mjaðmirnar,“ sagði Neville hlæjandi. Neville gat ekki staðist það að hlæja að Manchester United leikmanninum sem leit út fyrir að hafa nýlega klárað London maraþonið. „Þetta er vandamálið með Lukaku,“ sagði Neville eftir leikinn. „Hann er frábær þegar hann hleypur með boltann en hann getur síðan ekki tekið meira en einn sprett án bolta,“ sagði Neville. „Þarna tók hann einn góðan sprett og var algjörlega búinn á því eftir það. Hann leit út fyrir að vera strax orðinn þreyttur eftir einn eða tvo spretti. Það er stór ákvörðun hvað félagið ætlar að gera við hann,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira