Forseti NRA segir sér bolað burt Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 22:15 Oliver North er í miklum metum hjá íhaldsmönnum í Bandaríkjunum. Getty/Daniel Acker Fyrrverandi undirofurstinn Oliver North segist neyddur til að draga framboð sitt til áframhaldandi forsetastarfa fyrir bandarísku skotvopnasamtökin, NRA, til baka. Verið sé að bola honum burt vegna ásakana hans um að aðrir forkólfar NRA hafi farið glæpsamlega með fjármuni samtakanna. North greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem lesið var upp á aðalþingi samtakanna í Indianapolis í dag. Í bréfinu, sem einn stjórnarmanna NRA er sagður hafa kynnt fyrir viðstöddum, segist North hafa vonast til að geta boðið sig fram til endurkjörs, en kjörtímabili hans lýkur á mánudag. „Mér hefur við tjáð að af því verði hins vegar ekki,“ skrifar North. Mikil ólga hefur verið í framvarðasveit NRA á síðustu dögum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Wayne LaPierre, sendi bréf til stjórnarmanna NRA á fimmtudag þar sem hann sakaði fyrrnefndan North um að reyna að setja sig af. Framkvæmdastjóri NRA, Wayne LaPierre, horfir hér í átt að auðu sæti forsetans á aðalþingi NRA.Getty/Daniel AckerÞað hafi forsetinn ætlað sér að gera með því að opinbera miður fallegar upplýsingar um framkvæmdastjórann, sem væru til þess fallnar að niðurlægja LaPierre og kasta rýrð á samtökin. Það, að mati LaPierre, myndi aðeins grafa undan baráttunni fyrir öðru stjórnarskrárákvæðinu, sem kveður á um rétt Bandaríkjamanna til þess að bera vopn. North svaraði skrifum framkvæmdastjórans í gær. Í bréfi sem hann sendi til sömu stjórnarmanna ver hann ákvarðanir sínar og segir þær til þess fallnar að styrkja ímynd NRA. Þá ætli hann sér að stofna nefnd sem muni taka fjármál samtakanna til skoðunar. Ekki virðist vera vanþörf á ef marka má fréttaflutning bandarískra miðla. Þannig á ríkissaksóknari New York-ríkis að hafa hafið rannsókn á undanþágum NRA frá skatti og krafist gagna sem varpa ljósi á fjárhagsstöðu samtakanna. Meðlimir bandarísku skotvopnasamtakanna eru rúmlega 5 milljón talsins og eru þau án efa öflugustu talsmenn síns málstaðar vestanhafs. Samtökin hafa unnið náið með þingmönnum á síðustu áratugum og eru þau talin hafa leikið lykilhlutverk í baráttunni gegn strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Fyrrverandi undirofurstinn Oliver North segist neyddur til að draga framboð sitt til áframhaldandi forsetastarfa fyrir bandarísku skotvopnasamtökin, NRA, til baka. Verið sé að bola honum burt vegna ásakana hans um að aðrir forkólfar NRA hafi farið glæpsamlega með fjármuni samtakanna. North greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem lesið var upp á aðalþingi samtakanna í Indianapolis í dag. Í bréfinu, sem einn stjórnarmanna NRA er sagður hafa kynnt fyrir viðstöddum, segist North hafa vonast til að geta boðið sig fram til endurkjörs, en kjörtímabili hans lýkur á mánudag. „Mér hefur við tjáð að af því verði hins vegar ekki,“ skrifar North. Mikil ólga hefur verið í framvarðasveit NRA á síðustu dögum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Wayne LaPierre, sendi bréf til stjórnarmanna NRA á fimmtudag þar sem hann sakaði fyrrnefndan North um að reyna að setja sig af. Framkvæmdastjóri NRA, Wayne LaPierre, horfir hér í átt að auðu sæti forsetans á aðalþingi NRA.Getty/Daniel AckerÞað hafi forsetinn ætlað sér að gera með því að opinbera miður fallegar upplýsingar um framkvæmdastjórann, sem væru til þess fallnar að niðurlægja LaPierre og kasta rýrð á samtökin. Það, að mati LaPierre, myndi aðeins grafa undan baráttunni fyrir öðru stjórnarskrárákvæðinu, sem kveður á um rétt Bandaríkjamanna til þess að bera vopn. North svaraði skrifum framkvæmdastjórans í gær. Í bréfi sem hann sendi til sömu stjórnarmanna ver hann ákvarðanir sínar og segir þær til þess fallnar að styrkja ímynd NRA. Þá ætli hann sér að stofna nefnd sem muni taka fjármál samtakanna til skoðunar. Ekki virðist vera vanþörf á ef marka má fréttaflutning bandarískra miðla. Þannig á ríkissaksóknari New York-ríkis að hafa hafið rannsókn á undanþágum NRA frá skatti og krafist gagna sem varpa ljósi á fjárhagsstöðu samtakanna. Meðlimir bandarísku skotvopnasamtakanna eru rúmlega 5 milljón talsins og eru þau án efa öflugustu talsmenn síns málstaðar vestanhafs. Samtökin hafa unnið náið með þingmönnum á síðustu áratugum og eru þau talin hafa leikið lykilhlutverk í baráttunni gegn strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58