Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 26. apríl 2019 23:45 vísir/daníel KR jafnaði metin í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla í kvöld með 86-73 sigri á ÍR. ÍR voru yfir í hálfleik en frábær seinni hálfleikur gerði gæfumuninn fyrir KR í leiknum. ÍR voru yfir með sjö stigum í miðjum þriðja leikhluta þegar Jón Arnór Stefánsson fyrirliði KR fór meiddur útaf. Sumir hefðu haldið að það myndi gera hlutina auðveldari fyrir ÍR en svo var ekki. Það var eins og það hafi gefið KR spark í rassinn að sjá fyrirliðann fara svona útaf en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf og enduðu á að vinna leikhlutann með 18 stigum. KR voru heilt yfir betri í fyrsta leikhluta og voru eftir 21-15 eftir hann. ÍR komu sterkari inn í annan leikhluta og leiddu 37-31 í hálfleik. Vörnin hjá ÍR var geggjuð í öðrum leikhluta en þeir héldu KR í 12 stigum og voru trekk í trekk að neyða þá út í erfið skot. Matthías Orri dró vagninn sóknarlega fyrir ÍR í fyrri hálfleik en Kevin Capers var ekki að finna sig sóknarlega. KR komu miklu ákveðnari inn í seinni hálfleikinn og þrátt fyrir að Kevin Capers hafi byrjað að skora meira fyrir ÍR voru KR mjög sannfærandi. KR tóku þetta stóra áhlaup eftir að Jón Arnór fór meiddur útaf og voru yfir með 12 stigum þegar fjórði leikhluti fór af stað. ÍR reyndu að koma tilbaka í fjórða leikhluta en ekkert gekk. Það var eins og ÍR kæmust ekki með tærnar þar sem KR höfðu hælana í fjórða leikhluta en þær náðu mest að minnka forystuna í 8 stig. Af hverju vann KR?KR sýndu í kvöld hvað þeir eru með gríðarlega mikla breidd. Í KR liðinu er mikið af góðum spilurum svo þrátt fyrir að það séu ekki allir að hitta á sinn dag geta aðrir stigið upp og náð í sigurinn. Á hinn boginn eru ÍR eiginlega andstæðan.Hjá ÍR þurfa allir að hitta á sinn dag til að hlutirnir gangi upp og þegar lykilmenn á borð við Gerald Robinson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Sigurkarl Róbert Jóhannesson senda einhverjar eftirlíkingar af sjálfum sér inn í seinni hálfleikinn eiga ÍR ekki séns í svona leikjum.Hverjir stóðu upp úr? Julian Boyd var maður leiksins í kvöld. 28 stig úr 19 skotum og hann átti bara teiginn í kvöld. Stóru kallarnir í ÍR átti alls ekki sinn besta leik sóknarlega í kvöld og Julian hlýtur að eiga einhvern hluta af heiðrinum þar. Frábær leikur hjá honum báðu megin á vellinum. Mike DiNunno var frábær sóknarlega, sérstaklega í fjarveru Jóns. Mike skoraði 20 stig í kvöld úr 13 skotum þar á meðal 2 stóra þrista sem settu af stað áhlaup KR í þriðja leikhluta. Pavel Ermolinskij átti eins og oft áður stórleik þrátt fyrir að hafa ekki kveikt í netinu. Matthías Orri Sigurðarson var frábær sóknarlega fyrir ÍR í kvöld. Það er auðvitað ekki nóg og ég efast um að Matthías fari sáttur á koddann í kvöld en það var lítið sem var hægt að setja út á í sóknarleiknum hjá Matthíasi í kvöld. Kevin Capers átti ágætis seinni hálfleik en hann var samt alltof sveiflukenndur í kvöld. Hann tók nokkrar syrpur í seinni hálfleik en KR svöruðu körfunum hans alltaf strax og þær náðu ekki að hafa nægilega mikla merkingu. Hvað gekk illa? Vörnin hjá ÍR í seinni hálfleik var skelfileg. KRingar gátu skipst á að taka opin skot og sóknarfráköst. ÍR litu út fyrir að vera þreyttir og óagaðir, svona vinna þeir ekki leiki. Gerald Robinson átti eflaust sinn versta leik í ÍR treyju í kvöld. 3 stig úr 9 skotum og 5 tapaðir boltar eru sorglegar staðreyndir af tölfræði skýrslunni fyrir þennan annars ágæta leikmann. Hann verður að gera betur á mánudaginn ef ÍR ætlar að sækja sinn fyrsta titil í meira en 40 ár, það er ekki flóknara en það. Hvað gerist næst? Leikur 3 er á mánudaginn í DHL-höllinni. Ingi Þór vill fulla hulla höll og það eru eflaust flestir sammála. Leikurinn verður annars í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport fyrir þá sem komast ekki inn í DHL-höllina og vilja horfa í besta sætinu. Borche var svekktur.vísir/daníelBorche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 9-0 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.”Ingi var sáttur.vísir/daníelIngi: Stigum upp eftir að Jón datt út „Við erum mjög sáttir við sigurinn í dag. Við missum Jón hérna út og mér fannst liðið í heild sinni stíga gríðarlega vell upp eftir það,” sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR ánægður að leikslokum. Jón Arnór Stefánsson fyrirliði KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Frekar en að brotna niður í fjarveru fyrirliðans stigu aðrir upp í leiknum og KR fór á 15-4 áhlaup. „Mér fannst leiðtogarnir spretta upp hver á fætum öðrum. Julian Boyd var framúrskarandi í kvöld og Mike setti tvo þrista sem mér fannst snúa leiknum. Við fengnum svaka kraft og í kjölfarið náðum við að stoppa þá í vörninni.” KR unnu stríðið í fráköstunum í kvöld en þeir sýndu mikla baráttu. Það þarf að leggja blóð, svita og tár í verkefnið til að vinna leiki í úrslitum og KR gerðu það í kvöld. „Við vorum mjög tilbúnir í dag. Því miður leyfðum við þeim að ýta okkur í burtu frá körfunni í fyrri hálfleik en þeir lömdu og lömdu. Við hörfuðum bara frá körfunni en ég er mjög ánægður með að menn tóku sig saman í andlitinu. Við stigum gríðarlega vel upp. Ég er ekkert 100% sáttur með seinni hálfleikinn en ég er bara svo ánægður með sigurinn.” „Við sitjum þetta í 1-1 með sigrinum í kvöld. Við erum á leiðinni í DHL-höllina á mánudaginn. Þar vill ég bara fá fullt hús, ég vill ekki bara fá hálft hús eins og hér ég vill bara fá fullt hús. Þessir strákar eiga það bara skilið.” KR tapaði fyrri hálfleiknum en sýndi síðan mikla yfirburði í seinni hálfleik. KR sýndi sérstaklega yfirburði í fráköstum en þeir fengu urmul af sóknarfráköstum í seinni hálfleik sem gaf þeim auka sóknir. „Við skorum 21 stig í fyrsta leikhluta en síðan bara 10 stig í öðrum leikhluta. Það er bara of lítið fyrir þetta lið sem við erum með. Menn voru ósáttir við sjálfan sig. Menn voru ósáttir með orkuna sem við vorum að setja inn. Orkan kom með okkur í seinni hálfleiknum og ef eitthvað er þá bættist bara í hana þegar Jón fór útaf.” Ef Jón Arnór er ekki með í næsta leik þá er klárt að aðrir leikmenn þurfa að leggja í púkkið. Ingi var mjög ánægður með framlagið frá öðrum leikmönnum í kvöld og hefur trú á að þeir geti stigið aftur upp í næsta leik. „Innkoma Bjössa var frábær í kvöld. Þrátt fyrir að hann hafi ekki endilega verið að skjóta frábærlega þá var hann að gera mjög vel. Mér fannst Mike gera mjög vel og Pavel stjórnaði þessu gríðarlega vel í dag.” KR töpuðu boltann 16 sinnum í leiknum en komust upp með það. Þeir tóku nokkrum sinnum skref og sóknarleikurinn var oft klaufalegur. „Of margir tapaðir boltar í dag. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og við ætlum að undirbúa okkur fyrir leikinn á mánudaginn eins og við höfum tapað þessum leik. Við getum ekki verið að slaka á og haldið að þetta sé bara komið hjá okkur. Þeir eru að fara að breytast í einhverja stríðsmenn, þeir eru búnir að sýna það hérna í úrslitakeppninni. Við getum ekki verið að fara eitthvað of hátt upp. Við erum bara búnir að jafna seríuna.” KR spiluðu þennan leik hraðar en seinasta leik. Þeir voru að fara fljótt inn í sóknarleikinn sinn og reyndu að keyra upp hraðann í leiknum. „Stundum erum við að leita að einhverju sem kostar það að leikurinn verður hægari. Fyrsti leikurinn var mjög taktískur, menn voru að þreifa og svona. Við spiluðum ekki nógu góða vörn og þá náðum við ekki upp þessum hraða sem við viljum. Það kom í dag við náum hraðari leik upp úr vörninni okkar. Það er eini munurinn.” Dominos-deild karla
KR jafnaði metin í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla í kvöld með 86-73 sigri á ÍR. ÍR voru yfir í hálfleik en frábær seinni hálfleikur gerði gæfumuninn fyrir KR í leiknum. ÍR voru yfir með sjö stigum í miðjum þriðja leikhluta þegar Jón Arnór Stefánsson fyrirliði KR fór meiddur útaf. Sumir hefðu haldið að það myndi gera hlutina auðveldari fyrir ÍR en svo var ekki. Það var eins og það hafi gefið KR spark í rassinn að sjá fyrirliðann fara svona útaf en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf og enduðu á að vinna leikhlutann með 18 stigum. KR voru heilt yfir betri í fyrsta leikhluta og voru eftir 21-15 eftir hann. ÍR komu sterkari inn í annan leikhluta og leiddu 37-31 í hálfleik. Vörnin hjá ÍR var geggjuð í öðrum leikhluta en þeir héldu KR í 12 stigum og voru trekk í trekk að neyða þá út í erfið skot. Matthías Orri dró vagninn sóknarlega fyrir ÍR í fyrri hálfleik en Kevin Capers var ekki að finna sig sóknarlega. KR komu miklu ákveðnari inn í seinni hálfleikinn og þrátt fyrir að Kevin Capers hafi byrjað að skora meira fyrir ÍR voru KR mjög sannfærandi. KR tóku þetta stóra áhlaup eftir að Jón Arnór fór meiddur útaf og voru yfir með 12 stigum þegar fjórði leikhluti fór af stað. ÍR reyndu að koma tilbaka í fjórða leikhluta en ekkert gekk. Það var eins og ÍR kæmust ekki með tærnar þar sem KR höfðu hælana í fjórða leikhluta en þær náðu mest að minnka forystuna í 8 stig. Af hverju vann KR?KR sýndu í kvöld hvað þeir eru með gríðarlega mikla breidd. Í KR liðinu er mikið af góðum spilurum svo þrátt fyrir að það séu ekki allir að hitta á sinn dag geta aðrir stigið upp og náð í sigurinn. Á hinn boginn eru ÍR eiginlega andstæðan.Hjá ÍR þurfa allir að hitta á sinn dag til að hlutirnir gangi upp og þegar lykilmenn á borð við Gerald Robinson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Sigurkarl Róbert Jóhannesson senda einhverjar eftirlíkingar af sjálfum sér inn í seinni hálfleikinn eiga ÍR ekki séns í svona leikjum.Hverjir stóðu upp úr? Julian Boyd var maður leiksins í kvöld. 28 stig úr 19 skotum og hann átti bara teiginn í kvöld. Stóru kallarnir í ÍR átti alls ekki sinn besta leik sóknarlega í kvöld og Julian hlýtur að eiga einhvern hluta af heiðrinum þar. Frábær leikur hjá honum báðu megin á vellinum. Mike DiNunno var frábær sóknarlega, sérstaklega í fjarveru Jóns. Mike skoraði 20 stig í kvöld úr 13 skotum þar á meðal 2 stóra þrista sem settu af stað áhlaup KR í þriðja leikhluta. Pavel Ermolinskij átti eins og oft áður stórleik þrátt fyrir að hafa ekki kveikt í netinu. Matthías Orri Sigurðarson var frábær sóknarlega fyrir ÍR í kvöld. Það er auðvitað ekki nóg og ég efast um að Matthías fari sáttur á koddann í kvöld en það var lítið sem var hægt að setja út á í sóknarleiknum hjá Matthíasi í kvöld. Kevin Capers átti ágætis seinni hálfleik en hann var samt alltof sveiflukenndur í kvöld. Hann tók nokkrar syrpur í seinni hálfleik en KR svöruðu körfunum hans alltaf strax og þær náðu ekki að hafa nægilega mikla merkingu. Hvað gekk illa? Vörnin hjá ÍR í seinni hálfleik var skelfileg. KRingar gátu skipst á að taka opin skot og sóknarfráköst. ÍR litu út fyrir að vera þreyttir og óagaðir, svona vinna þeir ekki leiki. Gerald Robinson átti eflaust sinn versta leik í ÍR treyju í kvöld. 3 stig úr 9 skotum og 5 tapaðir boltar eru sorglegar staðreyndir af tölfræði skýrslunni fyrir þennan annars ágæta leikmann. Hann verður að gera betur á mánudaginn ef ÍR ætlar að sækja sinn fyrsta titil í meira en 40 ár, það er ekki flóknara en það. Hvað gerist næst? Leikur 3 er á mánudaginn í DHL-höllinni. Ingi Þór vill fulla hulla höll og það eru eflaust flestir sammála. Leikurinn verður annars í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport fyrir þá sem komast ekki inn í DHL-höllina og vilja horfa í besta sætinu. Borche var svekktur.vísir/daníelBorche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 9-0 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.”Ingi var sáttur.vísir/daníelIngi: Stigum upp eftir að Jón datt út „Við erum mjög sáttir við sigurinn í dag. Við missum Jón hérna út og mér fannst liðið í heild sinni stíga gríðarlega vell upp eftir það,” sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR ánægður að leikslokum. Jón Arnór Stefánsson fyrirliði KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Frekar en að brotna niður í fjarveru fyrirliðans stigu aðrir upp í leiknum og KR fór á 15-4 áhlaup. „Mér fannst leiðtogarnir spretta upp hver á fætum öðrum. Julian Boyd var framúrskarandi í kvöld og Mike setti tvo þrista sem mér fannst snúa leiknum. Við fengnum svaka kraft og í kjölfarið náðum við að stoppa þá í vörninni.” KR unnu stríðið í fráköstunum í kvöld en þeir sýndu mikla baráttu. Það þarf að leggja blóð, svita og tár í verkefnið til að vinna leiki í úrslitum og KR gerðu það í kvöld. „Við vorum mjög tilbúnir í dag. Því miður leyfðum við þeim að ýta okkur í burtu frá körfunni í fyrri hálfleik en þeir lömdu og lömdu. Við hörfuðum bara frá körfunni en ég er mjög ánægður með að menn tóku sig saman í andlitinu. Við stigum gríðarlega vel upp. Ég er ekkert 100% sáttur með seinni hálfleikinn en ég er bara svo ánægður með sigurinn.” „Við sitjum þetta í 1-1 með sigrinum í kvöld. Við erum á leiðinni í DHL-höllina á mánudaginn. Þar vill ég bara fá fullt hús, ég vill ekki bara fá hálft hús eins og hér ég vill bara fá fullt hús. Þessir strákar eiga það bara skilið.” KR tapaði fyrri hálfleiknum en sýndi síðan mikla yfirburði í seinni hálfleik. KR sýndi sérstaklega yfirburði í fráköstum en þeir fengu urmul af sóknarfráköstum í seinni hálfleik sem gaf þeim auka sóknir. „Við skorum 21 stig í fyrsta leikhluta en síðan bara 10 stig í öðrum leikhluta. Það er bara of lítið fyrir þetta lið sem við erum með. Menn voru ósáttir við sjálfan sig. Menn voru ósáttir með orkuna sem við vorum að setja inn. Orkan kom með okkur í seinni hálfleiknum og ef eitthvað er þá bættist bara í hana þegar Jón fór útaf.” Ef Jón Arnór er ekki með í næsta leik þá er klárt að aðrir leikmenn þurfa að leggja í púkkið. Ingi var mjög ánægður með framlagið frá öðrum leikmönnum í kvöld og hefur trú á að þeir geti stigið aftur upp í næsta leik. „Innkoma Bjössa var frábær í kvöld. Þrátt fyrir að hann hafi ekki endilega verið að skjóta frábærlega þá var hann að gera mjög vel. Mér fannst Mike gera mjög vel og Pavel stjórnaði þessu gríðarlega vel í dag.” KR töpuðu boltann 16 sinnum í leiknum en komust upp með það. Þeir tóku nokkrum sinnum skref og sóknarleikurinn var oft klaufalegur. „Of margir tapaðir boltar í dag. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og við ætlum að undirbúa okkur fyrir leikinn á mánudaginn eins og við höfum tapað þessum leik. Við getum ekki verið að slaka á og haldið að þetta sé bara komið hjá okkur. Þeir eru að fara að breytast í einhverja stríðsmenn, þeir eru búnir að sýna það hérna í úrslitakeppninni. Við getum ekki verið að fara eitthvað of hátt upp. Við erum bara búnir að jafna seríuna.” KR spiluðu þennan leik hraðar en seinasta leik. Þeir voru að fara fljótt inn í sóknarleikinn sinn og reyndu að keyra upp hraðann í leiknum. „Stundum erum við að leita að einhverju sem kostar það að leikurinn verður hægari. Fyrsti leikurinn var mjög taktískur, menn voru að þreifa og svona. Við spiluðum ekki nógu góða vörn og þá náðum við ekki upp þessum hraða sem við viljum. Það kom í dag við náum hraðari leik upp úr vörninni okkar. Það er eini munurinn.”
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti