Segir forsætisráðherra vera leiddan í gildru Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2019 09:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, átti fund með forseta Vestu-Sahara fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlýtur að hafa verið leidd í gildru. Þetta segir Lamia Radi, sendiherra Marokkó, um fund sem forsætisráðherra átti með Brahim Ghali, forseta Vestur-Sahara og leiðtoga þjóðfrelsishreyfingarinnar Polisario, fyrr í mánuðinum. Vestur-Sahara hefur verið undir stjórn Marokkó eins frá 1979 en Máritanar komu einnig að stjórn svæðisins frá 1957. Í dag halda Marokkómenn stærstum hluta svæðisins en Sahrawi-þjóðin, eða hið lýðræðislega lýðveldi Sahrawi-Araba, heldur minnihlutanum. Alls viðurkenna 84 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Vestur-Sahara. Fjörutíu ríki hafa hins vegar „fryst“ viðurkenningu sína. Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði. Fréttablaðið birti viðtal við Ghali fyrr í mánuðinum þar sem hann þakkaði forsætisráðherra kærlega fyrir fundinn og sagðist hafa rætt um þjáningu Sahrawi-þjóðarinnar og andspyrnuna gegn Marokkómönnum. Hann sagðist að auki hrifinn af Íslandi og kvaðst hafa lært um Íslendinga og sjálfstæðisbaráttu þeirra í öðrum bekk. Sendiherrann Radi segir að leiðtogar Polisario hafi í gegnum tíðina nýtt sér velvild annarra þjóða. „Þetta er of boðsleg tækifærismennska. Trúir þú því virkilega að, eins og hann sagði í viðtalinu, hann hafi lært um Ísland í spænskum nýlenduskóla, þá undir stjórn fasistans Franco? Þetta er bara einhver fullyrðing til að vekja samhug á meðal Íslendinga.“ Í viðtalinu ræddi Ghali um kúgun Marokkómanna og pólitíska fangelsun mótmælenda í Vestur-Sahara. Radi segir þetta af og frá. „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra,“ segir Radi og tekur einnig fram að Marokkó sé ekki haldið „stækkunarkreddu“, eins og Ghali hélt fram. Þannig fullyrðingar séu undarlegar. Að sögn Radi grundvallast tilkall Marokkómanna til Vestur-Sahara á því að svæðið hafi tilheyrt Marokkó áður en Spánverjar og Frakkar eignuðu sér Marokkó árið 1912. „Marokkó er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera eitt fárra ríkja á jörðu sem var nýlenda tveggja ríkja á sama tíma. Vegna landfræðilegrar og strategískrar legu Marokkó, sem hefur aðgengi að Miðjarðarhafi, Atlantshafi og Afríku sunnan Sahara, sameinuðu þessi nýlenduveldi krafta sína gegn Marokkó og sundruðu ríkinu.“ Þá segir sendiherrann að á meðan unnið er að lausn á Vestur-Saharadeilunni undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna beri Marokkó skylda til þess að sjá íbúum svæðisins fyrir menntun, heilbrigðisaðstoð, innviðum og atvinnu. „Öryggisráð SÞ, Evrópusambandið og bandaríska öldungadeildin hafa öll sagt að þetta sé hlutverk og skylda Marokkó.“ Spænskir dómstólar opnuðu árið 2016 á ný rannsókn á Ghali þar sem hann er meðal annars sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og pyntingar, samkvæmt fréttum meðal annars spænska miðilsins El País og breska ríkisútvarpsins. Glæpirnir eiga að hafa átt sér stað í Tindouf-flóttamannabúðunum í Alsír. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ghali ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Andstæðingarnir í Marokkó væru sérfræðingar í að ljúga um leiðtoga Sahrawi-þjóðarinnar. Radi segir að þótt það eigi ekki að neita Ghali um að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð þurfi að átta sig á alvarleika ásakananna. „Þessi manneskja er sökuð og sótt til saka í Evrópu fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð sem og alvarleg og endurtekin kynferðisbrot og nauðganir ungra kvenna í flóttamannabúðum,“ segir Radi og bætir við: „Ég harma það að fólk á Íslandi styðji og auki á sýnileika nokkurs með svo umdeilanlega ímynd.“ Birtist í Fréttablaðinu Marokkó Utanríkismál Vestur-Sahara Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlýtur að hafa verið leidd í gildru. Þetta segir Lamia Radi, sendiherra Marokkó, um fund sem forsætisráðherra átti með Brahim Ghali, forseta Vestur-Sahara og leiðtoga þjóðfrelsishreyfingarinnar Polisario, fyrr í mánuðinum. Vestur-Sahara hefur verið undir stjórn Marokkó eins frá 1979 en Máritanar komu einnig að stjórn svæðisins frá 1957. Í dag halda Marokkómenn stærstum hluta svæðisins en Sahrawi-þjóðin, eða hið lýðræðislega lýðveldi Sahrawi-Araba, heldur minnihlutanum. Alls viðurkenna 84 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Vestur-Sahara. Fjörutíu ríki hafa hins vegar „fryst“ viðurkenningu sína. Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði. Fréttablaðið birti viðtal við Ghali fyrr í mánuðinum þar sem hann þakkaði forsætisráðherra kærlega fyrir fundinn og sagðist hafa rætt um þjáningu Sahrawi-þjóðarinnar og andspyrnuna gegn Marokkómönnum. Hann sagðist að auki hrifinn af Íslandi og kvaðst hafa lært um Íslendinga og sjálfstæðisbaráttu þeirra í öðrum bekk. Sendiherrann Radi segir að leiðtogar Polisario hafi í gegnum tíðina nýtt sér velvild annarra þjóða. „Þetta er of boðsleg tækifærismennska. Trúir þú því virkilega að, eins og hann sagði í viðtalinu, hann hafi lært um Ísland í spænskum nýlenduskóla, þá undir stjórn fasistans Franco? Þetta er bara einhver fullyrðing til að vekja samhug á meðal Íslendinga.“ Í viðtalinu ræddi Ghali um kúgun Marokkómanna og pólitíska fangelsun mótmælenda í Vestur-Sahara. Radi segir þetta af og frá. „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra,“ segir Radi og tekur einnig fram að Marokkó sé ekki haldið „stækkunarkreddu“, eins og Ghali hélt fram. Þannig fullyrðingar séu undarlegar. Að sögn Radi grundvallast tilkall Marokkómanna til Vestur-Sahara á því að svæðið hafi tilheyrt Marokkó áður en Spánverjar og Frakkar eignuðu sér Marokkó árið 1912. „Marokkó er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera eitt fárra ríkja á jörðu sem var nýlenda tveggja ríkja á sama tíma. Vegna landfræðilegrar og strategískrar legu Marokkó, sem hefur aðgengi að Miðjarðarhafi, Atlantshafi og Afríku sunnan Sahara, sameinuðu þessi nýlenduveldi krafta sína gegn Marokkó og sundruðu ríkinu.“ Þá segir sendiherrann að á meðan unnið er að lausn á Vestur-Saharadeilunni undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna beri Marokkó skylda til þess að sjá íbúum svæðisins fyrir menntun, heilbrigðisaðstoð, innviðum og atvinnu. „Öryggisráð SÞ, Evrópusambandið og bandaríska öldungadeildin hafa öll sagt að þetta sé hlutverk og skylda Marokkó.“ Spænskir dómstólar opnuðu árið 2016 á ný rannsókn á Ghali þar sem hann er meðal annars sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og pyntingar, samkvæmt fréttum meðal annars spænska miðilsins El País og breska ríkisútvarpsins. Glæpirnir eiga að hafa átt sér stað í Tindouf-flóttamannabúðunum í Alsír. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ghali ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Andstæðingarnir í Marokkó væru sérfræðingar í að ljúga um leiðtoga Sahrawi-þjóðarinnar. Radi segir að þótt það eigi ekki að neita Ghali um að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð þurfi að átta sig á alvarleika ásakananna. „Þessi manneskja er sökuð og sótt til saka í Evrópu fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð sem og alvarleg og endurtekin kynferðisbrot og nauðganir ungra kvenna í flóttamannabúðum,“ segir Radi og bætir við: „Ég harma það að fólk á Íslandi styðji og auki á sýnileika nokkurs með svo umdeilanlega ímynd.“
Birtist í Fréttablaðinu Marokkó Utanríkismál Vestur-Sahara Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira