Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool-samfélaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 13:00 Leikmenn Liverpool syngja með stuðningsmönnum sínum í leikslok í gær. Getty/Jan Kruger/Robbie Jay Barratt Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. Liverpool vann einn sinn magnaðasta sigur í 126 ára sögu félagsins í gær þegar liðið tryggði sig áfram í úrslitaleik meistaradeildarinna þrátt fyrir vonlitla stöðu þegar leikurinn var flautaður á. Það var vissulega áhrifamikil stund á Anfield í leikslok í gær þegar leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu sigrinum á Barcelona með því að syngja saman „You'll Never Walk Alone“ en það var annar minna þekktur söngur sem hljómaði allan leikinn á meðan leikmenn Liverpool yfirspiluðu Barcelona liðið. B/R Football setti saman stutta heimildarmynd um heitasta sönginn í Liverpool samfélaginu í dag og ræddi meðal annars við textahöfundinn og tónlistarmanninn Jamie Webster sem hefur gefið út lagið. Það má sjá þessa litlu heimildarmynd hér fyrir neðan.Allez, Allez, Allez pic.twitter.com/Uz0GutI6g3 — B/R Football (@brfootball) May 8, 2019Textinn er ekki langur né flókinn en hann hitti algjörlega í mark hjá stuðningsmönnum Liverpool. Upphafið af vinsældum lagsins má rekja til Meistaradeildarævintýrsins í fyrra og nú er Liverpool liðið komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Það má heyra meira og meira „Allez, Allez, Allez“ í hverjum leik og hann var mjög áberandi á Anfield í gærkvöldi á meðan leikmenn Liverpool unnu 4-0 sigur á einu besta liði heims. Barcelona réð ekkert við hungraða og hugaða leikmenn Liverpool sem náðu þessum ótrúlegu úrslitum án þess að vera með tvo af sínum öflugustu sóknarmönnum.Hér fyrir neðan má sjá textann við lagið.Allez, Allez, AllezWe've conquered all of Europe We're never going to stop From Paris down to Turkey We've won the fucking lot Bob Paisley and Bill Shankly The fields of Anfield Road We are loyal supporters And we come from Liverpool [Viðlag] Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. Liverpool vann einn sinn magnaðasta sigur í 126 ára sögu félagsins í gær þegar liðið tryggði sig áfram í úrslitaleik meistaradeildarinna þrátt fyrir vonlitla stöðu þegar leikurinn var flautaður á. Það var vissulega áhrifamikil stund á Anfield í leikslok í gær þegar leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu sigrinum á Barcelona með því að syngja saman „You'll Never Walk Alone“ en það var annar minna þekktur söngur sem hljómaði allan leikinn á meðan leikmenn Liverpool yfirspiluðu Barcelona liðið. B/R Football setti saman stutta heimildarmynd um heitasta sönginn í Liverpool samfélaginu í dag og ræddi meðal annars við textahöfundinn og tónlistarmanninn Jamie Webster sem hefur gefið út lagið. Það má sjá þessa litlu heimildarmynd hér fyrir neðan.Allez, Allez, Allez pic.twitter.com/Uz0GutI6g3 — B/R Football (@brfootball) May 8, 2019Textinn er ekki langur né flókinn en hann hitti algjörlega í mark hjá stuðningsmönnum Liverpool. Upphafið af vinsældum lagsins má rekja til Meistaradeildarævintýrsins í fyrra og nú er Liverpool liðið komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Það má heyra meira og meira „Allez, Allez, Allez“ í hverjum leik og hann var mjög áberandi á Anfield í gærkvöldi á meðan leikmenn Liverpool unnu 4-0 sigur á einu besta liði heims. Barcelona réð ekkert við hungraða og hugaða leikmenn Liverpool sem náðu þessum ótrúlegu úrslitum án þess að vera með tvo af sínum öflugustu sóknarmönnum.Hér fyrir neðan má sjá textann við lagið.Allez, Allez, AllezWe've conquered all of Europe We're never going to stop From Paris down to Turkey We've won the fucking lot Bob Paisley and Bill Shankly The fields of Anfield Road We are loyal supporters And we come from Liverpool [Viðlag] Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15
Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30
Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00