Þungunarrofsfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2019 15:25 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun og verður tekið til þriðju umræðu. Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. Frumvarpið, sem snýr m.a. að því að heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku óháð því hvaða aðstæður liggja að baki vilja kvenna, var samþykkt á Alþingi að lokinni 2. umræðu síðdegis á föstudag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, óskaði þó eftir því í ræðu sinni á fimmtudag að málið færi aftur til velferðarnefndar að lokinni 2. umræðu þingsins en sem nefndarmaður á hún rétt á því. Málið var því áfram rætt á fundi nefndarinnar í dag en sjálf mætti Anna Kolbrún þó ekki á fundinn. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hafi verið lagðar fram beiðnir um gesti til að koma og ræða frumvarpið betur en ekki hafi verið stuðningur fyrir því í nefndinni. „Nefndin taldi að ekkert nýtt hefði komið fram sem kallaði á frekari gestakomur,“ segir Halldóra. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson, aðalmaður í velferðarnefnd og þingmaður Flokks fólksins, hefur lagst gegn frumvarpinu. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi óskað eftir því á fundinum að landlæknir kæmi aftur og ræddi frumvarpið. Þá hafi hann stutt beiðni um að boðaðir yrðu fleiri gestir. Halldóra segist vona að frumvarpið fari í gegnum þingið í þeirri mynd sem það er nú. Þó eigi eftir að koma fram hvort gerðar verði frekari breytingartillögur. Þá finnst henni líklegt að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok í vor. Frumvarpið er umdeilt og hefur skipt þingmönnum Alþingis í andstæðar fylkingar. Flestir fögnuðu frumvarpinu og settu það í samhengi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna en aðrir, gerðu við það athugasemdir. Þannig sagði t.d. Inga Sæland formaður Flokks fólksins að sér liði illa yfir málinu því sér fyndist það siðferðilega rangt. Þá sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vera á milli steins og sleggju. Hann vildi tryggja sjálfsforræði kvenna en segist samt þurfa að staldra við 22. vikna þröskuldinn. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun og verður tekið til þriðju umræðu. Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. Frumvarpið, sem snýr m.a. að því að heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku óháð því hvaða aðstæður liggja að baki vilja kvenna, var samþykkt á Alþingi að lokinni 2. umræðu síðdegis á föstudag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, óskaði þó eftir því í ræðu sinni á fimmtudag að málið færi aftur til velferðarnefndar að lokinni 2. umræðu þingsins en sem nefndarmaður á hún rétt á því. Málið var því áfram rætt á fundi nefndarinnar í dag en sjálf mætti Anna Kolbrún þó ekki á fundinn. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hafi verið lagðar fram beiðnir um gesti til að koma og ræða frumvarpið betur en ekki hafi verið stuðningur fyrir því í nefndinni. „Nefndin taldi að ekkert nýtt hefði komið fram sem kallaði á frekari gestakomur,“ segir Halldóra. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson, aðalmaður í velferðarnefnd og þingmaður Flokks fólksins, hefur lagst gegn frumvarpinu. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi óskað eftir því á fundinum að landlæknir kæmi aftur og ræddi frumvarpið. Þá hafi hann stutt beiðni um að boðaðir yrðu fleiri gestir. Halldóra segist vona að frumvarpið fari í gegnum þingið í þeirri mynd sem það er nú. Þó eigi eftir að koma fram hvort gerðar verði frekari breytingartillögur. Þá finnst henni líklegt að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok í vor. Frumvarpið er umdeilt og hefur skipt þingmönnum Alþingis í andstæðar fylkingar. Flestir fögnuðu frumvarpinu og settu það í samhengi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna en aðrir, gerðu við það athugasemdir. Þannig sagði t.d. Inga Sæland formaður Flokks fólksins að sér liði illa yfir málinu því sér fyndist það siðferðilega rangt. Þá sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vera á milli steins og sleggju. Hann vildi tryggja sjálfsforræði kvenna en segist samt þurfa að staldra við 22. vikna þröskuldinn.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30
Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20