Skemmtiferðaskip í sóttkví vegna mislingasmits Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. maí 2019 06:30 Skemmtiferðaskip. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Bandarískt skemmtiferðaskip var sett í sóttkví á eyríkinu Sankti Lúsíu í Karíbahafi í gær eftir að tilkynnt var um mislingatilfelli um borð. Frá þessu greindi Merlene Fredericks James, landlæknir á Sankti Lúsíu, í tilkynningu sem hún birti á myndbandaveitunni YouTube í gær. James sagði að aðrir möguleikar hafi ekki verið á borðinu eftir að tvær tilkynningar bárust um smitið þar sem mislingar eru bráðsmitandi. „Ein sýkt manneskja getur auðveldlega smitað aðra með því að hnerra, hósta eða skilja eftir svita einhvers staðar. Þannig að hættan á frekara smiti olli því að okkur þótti skynsamlegast að ákveða að leyfa engum að fara frá borði eins og stendur,“ sagði læknirinn. Bandaríski fréttamiðillinn NBC News hafði eftir landhelgisgæslu á Sankti Lúsíu að skipið væri starfrækt af og í eigu Vísindakirkjunnar. Skipið var sagt heita Freewinds og á að vera með um 300 farþega innanborðs. Þetta rímar við það sem sjá mátti á vefsíðunni MarineTraffic.com í gærkvöldi. Vísindakirkjan hafði hvorki sent frá sér yfirlýsingu um málið né tjáð sig um það með öðrum hætti þegar Fréttablaðið fór í prentun. Að sögn James staðfesti skipslæknirinn að sjúklingurinn hefði ekki yfirgefið skipið og því ekki smitað neinn á eyjunni. Aukinheldur sagði James að mislingasjúklingurinn væri ekki í lífshættu vegna sjúkdómsins. Birtist í Fréttablaðinu Sankti Lúsía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bandarískt skemmtiferðaskip var sett í sóttkví á eyríkinu Sankti Lúsíu í Karíbahafi í gær eftir að tilkynnt var um mislingatilfelli um borð. Frá þessu greindi Merlene Fredericks James, landlæknir á Sankti Lúsíu, í tilkynningu sem hún birti á myndbandaveitunni YouTube í gær. James sagði að aðrir möguleikar hafi ekki verið á borðinu eftir að tvær tilkynningar bárust um smitið þar sem mislingar eru bráðsmitandi. „Ein sýkt manneskja getur auðveldlega smitað aðra með því að hnerra, hósta eða skilja eftir svita einhvers staðar. Þannig að hættan á frekara smiti olli því að okkur þótti skynsamlegast að ákveða að leyfa engum að fara frá borði eins og stendur,“ sagði læknirinn. Bandaríski fréttamiðillinn NBC News hafði eftir landhelgisgæslu á Sankti Lúsíu að skipið væri starfrækt af og í eigu Vísindakirkjunnar. Skipið var sagt heita Freewinds og á að vera með um 300 farþega innanborðs. Þetta rímar við það sem sjá mátti á vefsíðunni MarineTraffic.com í gærkvöldi. Vísindakirkjan hafði hvorki sent frá sér yfirlýsingu um málið né tjáð sig um það með öðrum hætti þegar Fréttablaðið fór í prentun. Að sögn James staðfesti skipslæknirinn að sjúklingurinn hefði ekki yfirgefið skipið og því ekki smitað neinn á eyjunni. Aukinheldur sagði James að mislingasjúklingurinn væri ekki í lífshættu vegna sjúkdómsins.
Birtist í Fréttablaðinu Sankti Lúsía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira