Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
96 ár eru síðan fyrsta kröfugangan var farin á 1. maí á Íslandi. Síðan þá hefur margt áunnist í baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum. Í dag fóru fram hátíðarhöld í yfir 30 sveitarfélögum. Í ræðu sinni minnti formaður Eflingar á hversu öflug verkalýðsbaráttan sé með góðri samstöðu.

Nánar verður fjallað um alþjóðlegan baráttudag verkafólks í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Við segjum einnig frá 50 vikna fangelsisdómi yfir Julian Assange og ræðum við íslenskan námsmann sem var stödd í skólanum í Norður Karólínu í Bandaríkjunum þar sem tveir létust í skotárás í gær.

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Noregi grunaður um að hafa skotið bróður sinn til bana aðfaranótt laugardags, neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Þá verður rætt við konu með ólæknandi krabbamein sem segir kerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×