Greta fær titilinn ásamt breska hagfræðingnum Nicholas Stern og Nicolas Hulot, fyrrverandi umhverfisráðherra Frakklands, fyrir að hafa stuðlað að aukinni meðvitund almennings um sjálfbærni.
Hin sextán ára Greta hefur áður hlotið fjölda verðlaun vegna vinnu sinnar og verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Þessa vikuna prýðir hún svo forsíðu bandaríska tímaritsins Time og er á lista tímaritsins yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heims.
Greta mun ásamt Stern og Hulot taka við heiðursdoktorstitlinum við hátíðlega athöfn í Mons næsta haust.
TIME's new cover: ‘Now I am speaking to the whole world.’ How teen climate activist Greta Thunberg got everyone to listen https://t.co/cnQsN5gElWpic.twitter.com/0eeDfhjMG2
— TIME (@TIME) May 16, 2019