Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 16. maí 2019 23:10 Rafal Figlarski var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Vísir/Jóhann K. Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi, segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. „Miðað við fyrstu tilkynningar voru tveir fastir undir rútunni og það lofar aldrei góðu, en það fór mikið betur en á horfðist.“ Rafal var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Þegar hann kom á staðinn voru 29 sjúklingar inni á hjálparstöðinni og var farið í það að kanna ástandið á þeim. „Flestir voru bara með minniháttar meiðsl.“ Alls slösuðust fjórir alvarlega í slysinu.Var mikið „panikk“ á vettvangi?„Þarna í húsinu að Hofi var ekki „panikk“. Þar var verið að vinna á fullu og dreifa verkefnum á alla þá sem komu á staðinn. Þannig að nei, það var ekki.“ Farþegar í rútunni voru allt kínverskir ferðamenn. Aðspurður um hvernig hafi gengið að fá upplýsingar um líðan fólksins segir Rafal að þrátt fyrir vissa erfiðleika þá hafi það gengið ágætlega. Viðbragðsaðilar og sumir ferðamannanna hafi getað rætt saman á ensku.Þetta er enn eitt stóra slysið sem þið þurfið að takast á við hér á Suðurlandi. Hefur þú áhyggjur af þeirri þróun sem hér er að verða, og þá sérstaklega á þessu svæði þar sem langt er í bjargir í báðar áttir?„Já, þessar vegalengdir skipta miklu máli þegar verða slys hérna. Það er langt fá öðrum stöðum til að hjálpa þeim sem koma fyrstir á staðinn. Þannig var það líka í dag, en það var sent bæði frá Höfn og frá Selfossi, og Vík, Hvolsvelli,“ segir Rafal. Hann segir að veðrið hafi spilað inn í í þessu slysi og segist hann hafa fengið upplýsingar um það að sterk vindhviða hafi orðið til þess að rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.Landhelgisgæslan hafði bara eina þyrlu til að senda til ykkar. Hamlaði þetta því björgunarstarfi sem að þurfti?„Já, ein þyrla er í rauninni ekki nóg. Við vitum það,“ segir Rafal. Ekki hafi verið gott að heyra það að það hafi bara ein þyrla verið í boði. „Þá fer maður að hugsa hvað annað er í boði. Og þá erum við að tala um þessar flugvélar. Hvar þær geta lent og svoleiðis,“ segir Rafal. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn einnig fengin til aðstoðar, auk þess að sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss. Þá flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri.Hlusta má á viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar fréttamanns við Rafal Figlarski í heild sinni í spilaranum að ofan. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi, segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. „Miðað við fyrstu tilkynningar voru tveir fastir undir rútunni og það lofar aldrei góðu, en það fór mikið betur en á horfðist.“ Rafal var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Þegar hann kom á staðinn voru 29 sjúklingar inni á hjálparstöðinni og var farið í það að kanna ástandið á þeim. „Flestir voru bara með minniháttar meiðsl.“ Alls slösuðust fjórir alvarlega í slysinu.Var mikið „panikk“ á vettvangi?„Þarna í húsinu að Hofi var ekki „panikk“. Þar var verið að vinna á fullu og dreifa verkefnum á alla þá sem komu á staðinn. Þannig að nei, það var ekki.“ Farþegar í rútunni voru allt kínverskir ferðamenn. Aðspurður um hvernig hafi gengið að fá upplýsingar um líðan fólksins segir Rafal að þrátt fyrir vissa erfiðleika þá hafi það gengið ágætlega. Viðbragðsaðilar og sumir ferðamannanna hafi getað rætt saman á ensku.Þetta er enn eitt stóra slysið sem þið þurfið að takast á við hér á Suðurlandi. Hefur þú áhyggjur af þeirri þróun sem hér er að verða, og þá sérstaklega á þessu svæði þar sem langt er í bjargir í báðar áttir?„Já, þessar vegalengdir skipta miklu máli þegar verða slys hérna. Það er langt fá öðrum stöðum til að hjálpa þeim sem koma fyrstir á staðinn. Þannig var það líka í dag, en það var sent bæði frá Höfn og frá Selfossi, og Vík, Hvolsvelli,“ segir Rafal. Hann segir að veðrið hafi spilað inn í í þessu slysi og segist hann hafa fengið upplýsingar um það að sterk vindhviða hafi orðið til þess að rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.Landhelgisgæslan hafði bara eina þyrlu til að senda til ykkar. Hamlaði þetta því björgunarstarfi sem að þurfti?„Já, ein þyrla er í rauninni ekki nóg. Við vitum það,“ segir Rafal. Ekki hafi verið gott að heyra það að það hafi bara ein þyrla verið í boði. „Þá fer maður að hugsa hvað annað er í boði. Og þá erum við að tala um þessar flugvélar. Hvar þær geta lent og svoleiðis,“ segir Rafal. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn einnig fengin til aðstoðar, auk þess að sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss. Þá flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri.Hlusta má á viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar fréttamanns við Rafal Figlarski í heild sinni í spilaranum að ofan.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira