Deilur Aserbaísjan og Armeníu gætu komið í veg fyrir að Mkhitaryan spili úrslitaleikinn með Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 12:30 Henrikh Mkhitaryan í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson í leik Arsenal og Everton. Getty/Stuart MacFarlane Svo gæti vel farið að Henrikh Mkhitaryan missi af úrslitaleik Evrópudeildarinnar í lok maí þrátt fyrir að vera bæði fullfrískur og ekki í leikbanni. Ástæðan er stjórnmálasamband Armeníu og Aserbaísjan þar sem úrslitaleikurinn fer fram í ár. Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Henrikh Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins en Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Þjóðirnar liggja að hvoru öðru.Henrikh Mkhitaryan may not feature for Arsenal in the #EuropaLeague final against Chelsea in Baku.https://t.co/xx3vA5JWNOpic.twitter.com/iaOOALoaUh — BBC Sport (@BBCSport) May 10, 2019Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls. Hingað til hafa liðin hans Henrikh Mkhitaryan ekki lagt í það að fara með leikmanninn til Aserbaídsjan og þá aðallega af öryggisástæðum. Hann hefur þegar misst af einum leik í Aserbaídsjan á þessu tímabili því hann lék ekki með Arsenal í útileik á móti FK Qarabag í október. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði þá að Mkhitaryan gæti ekki ferðast þangað og það þrátt fyrir að Knattspyrnusamband Evrópu væri bjóða fram aðstoð sína við að fá fyrir hann vegabréfsáritun.2015: Misses game for Dortmund vs Gabala 2018: Misses game for Arsenal v Qarabag 2019: Europa League final v Chelsea Due to conflicts between Armenia and Azerbaijan, Arsenal could lose Mkhitaryan for their biggest game of the season https://t.co/wtArT7EjTj — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 10, 2019Gurban Gurbanov, þjálfari Qarabag, hélt því aftur á móti fram að Arsenal væri að þarna að reyna að hlífa Mkhitaryan fyrir pressunni að spila leik í Aserbaísjan. Unai Emery vildi ekkert gefa upp um hvað Arsenal ætlar að gera með Mkhitaryan í tengslum úrslitaleikinn og sagði bara að það væri enn langur tími í úrslitaleikinn í Bakú. Armenía Aserbaídsjan Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Svo gæti vel farið að Henrikh Mkhitaryan missi af úrslitaleik Evrópudeildarinnar í lok maí þrátt fyrir að vera bæði fullfrískur og ekki í leikbanni. Ástæðan er stjórnmálasamband Armeníu og Aserbaísjan þar sem úrslitaleikurinn fer fram í ár. Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Henrikh Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins en Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Þjóðirnar liggja að hvoru öðru.Henrikh Mkhitaryan may not feature for Arsenal in the #EuropaLeague final against Chelsea in Baku.https://t.co/xx3vA5JWNOpic.twitter.com/iaOOALoaUh — BBC Sport (@BBCSport) May 10, 2019Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls. Hingað til hafa liðin hans Henrikh Mkhitaryan ekki lagt í það að fara með leikmanninn til Aserbaídsjan og þá aðallega af öryggisástæðum. Hann hefur þegar misst af einum leik í Aserbaídsjan á þessu tímabili því hann lék ekki með Arsenal í útileik á móti FK Qarabag í október. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði þá að Mkhitaryan gæti ekki ferðast þangað og það þrátt fyrir að Knattspyrnusamband Evrópu væri bjóða fram aðstoð sína við að fá fyrir hann vegabréfsáritun.2015: Misses game for Dortmund vs Gabala 2018: Misses game for Arsenal v Qarabag 2019: Europa League final v Chelsea Due to conflicts between Armenia and Azerbaijan, Arsenal could lose Mkhitaryan for their biggest game of the season https://t.co/wtArT7EjTj — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 10, 2019Gurban Gurbanov, þjálfari Qarabag, hélt því aftur á móti fram að Arsenal væri að þarna að reyna að hlífa Mkhitaryan fyrir pressunni að spila leik í Aserbaísjan. Unai Emery vildi ekkert gefa upp um hvað Arsenal ætlar að gera með Mkhitaryan í tengslum úrslitaleikinn og sagði bara að það væri enn langur tími í úrslitaleikinn í Bakú.
Armenía Aserbaídsjan Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira