Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 15:08 Kim Jong Un og Donald Trump í Víetnam í febrúar. AP/Evan Vucci Norður-Kóreumenn segja Bandaríkjunum um að kenna að engin niðurstaða hafi fengist í fund Donald Trump og Kim Jong Un í Víetnam í febrúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum, talsmanni Utanríkisráðuneytis einræðisríkisins á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu. Þar kemur fram að Bandaríkin hafi tekið óheiðarlega stöðu og hafi vísvitandi skemmt viðræðurnar.Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. Bandaríkin hafa haldið því fram að viðræðurnar hafi siglt í strand eftir að Kim krafðist þess að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir yrðu felldar niður í staðinn fyrir að Kim myndi láta hluta kjarnorkuvopna sín af hendi. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu segir að einræðisríkið hafi gripið til ýmissa aðgerða til að auka traust. Tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar hafi verið hætt og þar að auki hafi leifum bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu verið komið til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafi þó ekki viljað fella niður þvinganir og refsiaðgerðir. Þá segir að Bandaríkin ættu að vakna og læra samskipti og samningagerð. Fyrr í þessum mánuði gerði Norður-Kóreumenn tvær tilraunir með eldflaugar, sem voru þær fyrstu sem var skotið á loft frá árslokum 2017. Norður-Kóreumenn hafa ítrekað farið fram á að þvinganir og refsiaðgerðir verði felldar niður. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó ekki viljað verða við þeirri beiðni með tilliti til þess að yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað gert álíka loforð á árum áður og ekki staðið við þau. Þess í stað hafa Bandaríkin þrýst á bandamenn sína og nágranna Norður-Kóreu að fylgja þvingununum og refsiaðgerðunum og eiga ekki í viðskiptum við einræðisríkið. Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu nýverið hald á flutningaskipið „Wise Honest“ frá Norður-Kóreu og sögðu það hafa verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Um er að ræða eitt af stærstu flutningaskipum einræðisríkisins. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Norður-Kóreumenn segja Bandaríkjunum um að kenna að engin niðurstaða hafi fengist í fund Donald Trump og Kim Jong Un í Víetnam í febrúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum, talsmanni Utanríkisráðuneytis einræðisríkisins á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu. Þar kemur fram að Bandaríkin hafi tekið óheiðarlega stöðu og hafi vísvitandi skemmt viðræðurnar.Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. Bandaríkin hafa haldið því fram að viðræðurnar hafi siglt í strand eftir að Kim krafðist þess að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir yrðu felldar niður í staðinn fyrir að Kim myndi láta hluta kjarnorkuvopna sín af hendi. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu segir að einræðisríkið hafi gripið til ýmissa aðgerða til að auka traust. Tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar hafi verið hætt og þar að auki hafi leifum bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu verið komið til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafi þó ekki viljað fella niður þvinganir og refsiaðgerðir. Þá segir að Bandaríkin ættu að vakna og læra samskipti og samningagerð. Fyrr í þessum mánuði gerði Norður-Kóreumenn tvær tilraunir með eldflaugar, sem voru þær fyrstu sem var skotið á loft frá árslokum 2017. Norður-Kóreumenn hafa ítrekað farið fram á að þvinganir og refsiaðgerðir verði felldar niður. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó ekki viljað verða við þeirri beiðni með tilliti til þess að yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað gert álíka loforð á árum áður og ekki staðið við þau. Þess í stað hafa Bandaríkin þrýst á bandamenn sína og nágranna Norður-Kóreu að fylgja þvingununum og refsiaðgerðunum og eiga ekki í viðskiptum við einræðisríkið. Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu nýverið hald á flutningaskipið „Wise Honest“ frá Norður-Kóreu og sögðu það hafa verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Um er að ræða eitt af stærstu flutningaskipum einræðisríkisins.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent