Arnar söng óvæntan dúett með Michael Bublé fyrir framan smekkfulla höll þökk sé móður hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2019 00:25 Arnar Jónsson og Michael Bublé á sviðinu í Glasgow. Skjáskot/Facebook Söngvarinn Arnar Jónsson mun líklega aldrei gleyma kvöldinu í kvöld en þökk sé móður hans söng hann dúett með sjálfum Michael Bublé fyrir framan tuttugu þúsund manns á tónleikum í Glasgow í kvöld. Salurinn ærðist af fögnuði þegar í ljós kom að maðurinn sem var kominn upp á svið með Bublé gat sungið, og rúmlega það.Kanadíski söngvarinn Michael Bublé er einn vinsælasti söngvari samtímans og hefur hann selt meira en 75 milljónir platna og unnið til fjölmargra verðlauna. Arnar sem er líklega best þekktur fyrir að hafa verið í strákasveitinni Luxor og tekið þátt í forkeppni Eurovision hér á landi árið 2017, er gríðarlegur Bublé-maður.„Mamma mín bauð mér á tónleika með Michael Bublé, við erum bæði svo miklir aðdáendur hans,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Móðir hans Carola Ida Köhler, birti myndband af Arnari syngja dúettinn með Bublé sem sjá má hér að neðan. En hvernig atvikaðist það að Arnar endaði upp á sviði með Bublé? „Mamma ákvað, án þess að láta mig vita, að útbúa svona borða sem á stóð: Can my son sing with you? [Innskot blm: Má sonur minn syngja með þér?] Svo þegar hann labbaði að okkur þá stóð hún upp og hljóp í áttina að sviðinu. Svo rétti hún út þennan borða og ég hugsaði með mér: „Nei, guð minn almáttugur, hvað er hún að gera.“ Það sáu þetta allir í höllinni, tuttugu þúsund manns.“Arnar fékk að sjálfsögðu mynd af sér með Bublé.Mynd/Arnar JónssonBublé kláraði lagið sem hann var að syngja og benti svo á Carolu til þess að forvitnast um hver sonur hennar væri. „Hann spurði hana hversu gamall strákurinn hennar væri. Hún segir 34 ára og hann spurði hana þá aftur hversu gamall sonur hennar væri. Hann kallar á mig og ég kem upp. Hann spyr mig hvort ég vildi syngja með honum og auðvitað segi ég já,“ segir Arnar.„Stórkostlegt, haltu áfram“ Óhætt er að segja að Arnar hafi þegar hann steig upp á sviðið farið í óvissuferð því að hann kann Bublé-lagalistann utan að, enda stutt síðan hann hélt tvenna Michael Bublé tribute tónleika hér á landi. „Ég spyr hvort ég megi ekki bara syngja uppáhalds lagið mitt með honum og það er Best of me, það er alveg æðislegt lag. Þarna söng ég þetta með Michael Bublé sem er náttúrulega algjör draumur og maður er á einhverju skýi núna,“ segir Arnar. Á myndbandinu má sjá Bublé kynna Arnar til leiks og varar hann áhorfendur við að lagið sé mjög sorglegt, en á sama tíma hrikalega fallegt. Á myndbandinu má einnig heyra salinn fagna þegar Arnar byrjar að syngja. Bublé sjálfur virðist vera mjög ánægður með Arnar. „Stórkostlegt, haltu áfram,“ segir Bublé á einum tímapunkti. Arnar segir að það hafi verið mjög þægilegt að deila sviðinu með Bublé. „Tilfinningin var svolítið súrrelísk en rosalega góð. Það er skrýtið. Maður er búinn að horfa á svo mörg myndbönd með honum, sjá hann spila á tónleikum, manni líður eins og maður þekki hann. Þetta var voðalega þægileg og góð upplifun, ótrúleg upplifun og hrikalega góð tilfinning.“ Skotland Tónlist Tengdar fréttir Jólaútgáfa Carpool Karaoke: Stærstu stjörnur heims taka lagið James Corden og Michael Buble byrjuðu jólarúntinn saman með því að taka lagið Baby Please Come Home og eins og á hverju ári er búið að klippa alla gesti Carpool Karaoke saman að taka lagið. 21. desember 2018 12:30 Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Fleiri fréttir Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Sjá meira
Söngvarinn Arnar Jónsson mun líklega aldrei gleyma kvöldinu í kvöld en þökk sé móður hans söng hann dúett með sjálfum Michael Bublé fyrir framan tuttugu þúsund manns á tónleikum í Glasgow í kvöld. Salurinn ærðist af fögnuði þegar í ljós kom að maðurinn sem var kominn upp á svið með Bublé gat sungið, og rúmlega það.Kanadíski söngvarinn Michael Bublé er einn vinsælasti söngvari samtímans og hefur hann selt meira en 75 milljónir platna og unnið til fjölmargra verðlauna. Arnar sem er líklega best þekktur fyrir að hafa verið í strákasveitinni Luxor og tekið þátt í forkeppni Eurovision hér á landi árið 2017, er gríðarlegur Bublé-maður.„Mamma mín bauð mér á tónleika með Michael Bublé, við erum bæði svo miklir aðdáendur hans,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Móðir hans Carola Ida Köhler, birti myndband af Arnari syngja dúettinn með Bublé sem sjá má hér að neðan. En hvernig atvikaðist það að Arnar endaði upp á sviði með Bublé? „Mamma ákvað, án þess að láta mig vita, að útbúa svona borða sem á stóð: Can my son sing with you? [Innskot blm: Má sonur minn syngja með þér?] Svo þegar hann labbaði að okkur þá stóð hún upp og hljóp í áttina að sviðinu. Svo rétti hún út þennan borða og ég hugsaði með mér: „Nei, guð minn almáttugur, hvað er hún að gera.“ Það sáu þetta allir í höllinni, tuttugu þúsund manns.“Arnar fékk að sjálfsögðu mynd af sér með Bublé.Mynd/Arnar JónssonBublé kláraði lagið sem hann var að syngja og benti svo á Carolu til þess að forvitnast um hver sonur hennar væri. „Hann spurði hana hversu gamall strákurinn hennar væri. Hún segir 34 ára og hann spurði hana þá aftur hversu gamall sonur hennar væri. Hann kallar á mig og ég kem upp. Hann spyr mig hvort ég vildi syngja með honum og auðvitað segi ég já,“ segir Arnar.„Stórkostlegt, haltu áfram“ Óhætt er að segja að Arnar hafi þegar hann steig upp á sviðið farið í óvissuferð því að hann kann Bublé-lagalistann utan að, enda stutt síðan hann hélt tvenna Michael Bublé tribute tónleika hér á landi. „Ég spyr hvort ég megi ekki bara syngja uppáhalds lagið mitt með honum og það er Best of me, það er alveg æðislegt lag. Þarna söng ég þetta með Michael Bublé sem er náttúrulega algjör draumur og maður er á einhverju skýi núna,“ segir Arnar. Á myndbandinu má sjá Bublé kynna Arnar til leiks og varar hann áhorfendur við að lagið sé mjög sorglegt, en á sama tíma hrikalega fallegt. Á myndbandinu má einnig heyra salinn fagna þegar Arnar byrjar að syngja. Bublé sjálfur virðist vera mjög ánægður með Arnar. „Stórkostlegt, haltu áfram,“ segir Bublé á einum tímapunkti. Arnar segir að það hafi verið mjög þægilegt að deila sviðinu með Bublé. „Tilfinningin var svolítið súrrelísk en rosalega góð. Það er skrýtið. Maður er búinn að horfa á svo mörg myndbönd með honum, sjá hann spila á tónleikum, manni líður eins og maður þekki hann. Þetta var voðalega þægileg og góð upplifun, ótrúleg upplifun og hrikalega góð tilfinning.“
Skotland Tónlist Tengdar fréttir Jólaútgáfa Carpool Karaoke: Stærstu stjörnur heims taka lagið James Corden og Michael Buble byrjuðu jólarúntinn saman með því að taka lagið Baby Please Come Home og eins og á hverju ári er búið að klippa alla gesti Carpool Karaoke saman að taka lagið. 21. desember 2018 12:30 Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Fleiri fréttir Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Sjá meira
Jólaútgáfa Carpool Karaoke: Stærstu stjörnur heims taka lagið James Corden og Michael Buble byrjuðu jólarúntinn saman með því að taka lagið Baby Please Come Home og eins og á hverju ári er búið að klippa alla gesti Carpool Karaoke saman að taka lagið. 21. desember 2018 12:30