Kjartan Hreinn Njálsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður landlæknis en hann stýrði blaðinu með Ólöfu Skaftadóttur.
Davíð varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1985, stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands 1995 og hlaut meistaragráðu í stjórnsýslufræðum frá Harvard háskóla, John F. Kennedy School of Government, Bandaríkjum árið 1997.
Davíð hefur rekið eigið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 2009 einkum á sviði viðskipta- og verkefnaþróunar með áherslu á endurnýjanlega orku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru alþjóðleg ráðgjafafyrirtæki, bankar, fjárfestingasjóðir og orkufyrirtæki í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Evrópu og Asíu auk Íslands.
Hann hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Emera Inc. Canada, Reykjavik Geothermal Ltd., Silicor Materials og Carbon Recycling International. Nánar má lesa um Davíð á Linkedin síðu hans.
Davíð hefur undanfarna mánuði verið með þætti á Hringbraut sem heitar Ísland og umheimurinn. Einn þátt má sjá hér að neðan.