Smáliðinu frá Bergamo tókst að skáka stóru liðunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. maí 2019 17:00 Leikmenn Atalanta fagna sætinu í Meistaradeildinni með Getty/Alessandro Sabattini Atalanta leikur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla á næsta tímabili. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið frá Bergamo kemst í Meistaradeildina en liðið náði þeim áfanga með því að leika leiftrandi sóknarbolta. Það gerist ekki oft í nútíma knattspyrnu að litla liðið komist upp með að stríða stórveldunum sem hafa úr mestu að moða. Slík lið eru yfirleitt það vel samsett að minni lið deildarinnar eiga lítinn möguleika á að gera atlögu að krúnunni og öllum þeim fríðindum sem tengjast því að vinna meistaratitla. Þótt Atalanta frá smábænum Bergamo hafi ekki tekist að skáka hinu ógnarsterka liði Juventus af stalli, sem er og verður í sérflokki þar í landi með átta meistaratitla í röð, tókst Atalanta sem greiðir aðeins brotabrot af því sem þekkist í nútíma knattspyrnu til leikmanna í laun að ná þriðja sætinu í ítölsku deildinni á undan Mílanó-liðunum AC og Inter Milan, Rómar-liðunum Lazio og Roma og öllum hinum. Þjálfarinn á bak við afrek Atalanta, Gian Piero Gasperini, var á barmi þess að vera rekinn frá félaginu eftir nokkra mánuði í starfi þegar Atalanta virtist stefna á fallbaráttu fyrir þremur árum en honum tókst að snúa gengi liðsins við og 69 stig í næstu 33 leikjum komu Atalanta í Evrópukeppni. Ekki tókst að fylgja þeim árangri eftir í fyrra þegar sjöunda sæti þurfti að duga en á þessu tímabili tókst honum að finna formúlu sem virkaði. Með Kólumbíumanninn Duván Zapata fremstan í þriggja manna sóknarlínunni sem Gasperini vill notast við, sem skilaði alls 28 mörkum í öllum keppnum, náði Atalanta þriðja sætinu og með því þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hvorki Juventus (70) né Napoli (74) skoruðu fleiri mörk en Atalanta (77) í deildinni þótt varnarleikurinn hafi oft fengið að líða fyrir það. Frá stofnun Atalanta hefur félagið lengst af dvalið í efstu deild með reglulegum heimsóknum í aðra deild og einu ári í þriðju deild en ferilskrá félagsins er ekki merkileg. Einn bikartitill fyrir 56 árum sem skilaði liðinu í Evrópukeppni bikarhafa og fjórar tilraunir í Evrópudeildinni en nú fá bæjarbúar Bergamo að sjá sína menn kljást við þá bestu. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Atalanta leikur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla á næsta tímabili. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið frá Bergamo kemst í Meistaradeildina en liðið náði þeim áfanga með því að leika leiftrandi sóknarbolta. Það gerist ekki oft í nútíma knattspyrnu að litla liðið komist upp með að stríða stórveldunum sem hafa úr mestu að moða. Slík lið eru yfirleitt það vel samsett að minni lið deildarinnar eiga lítinn möguleika á að gera atlögu að krúnunni og öllum þeim fríðindum sem tengjast því að vinna meistaratitla. Þótt Atalanta frá smábænum Bergamo hafi ekki tekist að skáka hinu ógnarsterka liði Juventus af stalli, sem er og verður í sérflokki þar í landi með átta meistaratitla í röð, tókst Atalanta sem greiðir aðeins brotabrot af því sem þekkist í nútíma knattspyrnu til leikmanna í laun að ná þriðja sætinu í ítölsku deildinni á undan Mílanó-liðunum AC og Inter Milan, Rómar-liðunum Lazio og Roma og öllum hinum. Þjálfarinn á bak við afrek Atalanta, Gian Piero Gasperini, var á barmi þess að vera rekinn frá félaginu eftir nokkra mánuði í starfi þegar Atalanta virtist stefna á fallbaráttu fyrir þremur árum en honum tókst að snúa gengi liðsins við og 69 stig í næstu 33 leikjum komu Atalanta í Evrópukeppni. Ekki tókst að fylgja þeim árangri eftir í fyrra þegar sjöunda sæti þurfti að duga en á þessu tímabili tókst honum að finna formúlu sem virkaði. Með Kólumbíumanninn Duván Zapata fremstan í þriggja manna sóknarlínunni sem Gasperini vill notast við, sem skilaði alls 28 mörkum í öllum keppnum, náði Atalanta þriðja sætinu og með því þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hvorki Juventus (70) né Napoli (74) skoruðu fleiri mörk en Atalanta (77) í deildinni þótt varnarleikurinn hafi oft fengið að líða fyrir það. Frá stofnun Atalanta hefur félagið lengst af dvalið í efstu deild með reglulegum heimsóknum í aðra deild og einu ári í þriðju deild en ferilskrá félagsins er ekki merkileg. Einn bikartitill fyrir 56 árum sem skilaði liðinu í Evrópukeppni bikarhafa og fjórar tilraunir í Evrópudeildinni en nú fá bæjarbúar Bergamo að sjá sína menn kljást við þá bestu.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti