Fótbolti

Kominn á fimmtugsaldurinn en ætlar ekki að leggja skóna á hilluna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Buffon í treyju PSG.
Buffon í treyju PSG. vísir/getty
Gianluigi Buffon, sem varð 41 árs gamall í janúar á þessu ári, er ekki hættur að spila fótbolta þrátt fyrir að vera frjáls ferða sinna frá PSG.

Í gær var tilkynnt að Buffon myndi yfirgefa herbúðir Parísar-liðsins eftir að eins árs samningur hann við félagið rann út. Hann er því nú án félags.

„Gigi er eeki hættur að spila fótbolta og hann er ekki með plön um það að verða ellilífeyrisþegi strax,“ sagði umboðsmaður hans í samtali við ítalska miðilinn cittaceleste.it.

„Hann hitti PSG í gær og þar var ákveðið að best væri að leiðir myndu skilja. Nú hefur umbjóðandi minn beðið um tvo daga til þess að hvílast, vera með fjölskyldunni og hugsa um hvað framtíðin beri í skauti sér.“

Buffon náði að spila eitt tímabil með PSG eftir að hafa komið frá Juventus fyrir síðasta tímabil. Hann hafði spilað sautján ár í Juventus og einhverjar sögusagnir eru um að hann snúi aftur til ítölsku meistaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×