Erlent

Minnast inn­rásarinnar í Normandí á loka­degi heim­sóknar Trump

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
May og Trump við Downingstræti 10 fyrr í vikunni.
May og Trump við Downingstræti 10 fyrr í vikunni. Vísir/EPA
Lokadagur heimsóknar Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Bretlandseyja er í dag og mun hann ferðast til Portsmouth ásamt Elísabetu Englandsdrottningu þar sem þau verða viðstödd minningarathöfn um innrásina í Normandí, en 75 ár eru nú liðin frá þessari mestu hernaðaraðgerð sögunnar.

Theresa May forsætisráðherra Breta mun stýra athöfninni en hana munu alls sækja sextán þjóðarleiðtogar frá ríkjum sem þátt tóku í árásinni sem var liður í frelsun Evrópu undan oki nasismans.

Í tilefni dagsins hafa löndin sameinast um yfirlýsingu þar sem því er heitið að reyna að leysa öll ágreiningsefni heimsins á friðsamlegan máta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×