Landsliðsfólk þarf að borga fyrir að vera valið í landsliðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. júní 2019 09:30 Blaklandslið Íslands þurfti að standa straum af kostnaði að hluta sjálft til að komast á Smáþjóðaleikana. Mynd/ÍSÍ „Afrekssjóðurinn hefur breytt miklu, og okkar landslagi, en staðan er enn þannig að landsliðsfólk okkar þarf að greiða hluta af kostnaði við landsliðsferðir,“ segir Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, en landsliðsfólk sambandsins þurfti að standa í fjáröflun fyrir Smáþjóðaleikana sem er nýlokið í Svartfjallalandi. Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar teldi nauðsynlegt að hækka styrki til efnilegasta íþróttafólks á Suðurnesjum sem tekur þátt í landsliðsverkefnum. Kostnaður leikmanna liðanna sem taka þátt í verkefnum yngri landsliðanna í körfubolta erlendis hleypur á milljónum. En það eru ekki aðeins yngri landsliðsmenn sem þurfa að standa straum af kostnaði sem fylgir því að vera í landsliði. Landsliðsmenn og -konur í blaki þurftu að sinna fjáröflun til að komast á Smáþjóðaleikana. „Ég þekki ekki hvernig þetta er hjá öllum hinum sérsamböndunum. En staðan hjá BLÍ er þannig að landsliðsfólk stendur undir hluta af kostnaði. Við komum til móts við okkar landsliðsfólk en auðvitað er bagalegt að A-landsliðsfólk þurfi að greiða fyrir ferðir sínar,“ segir Grétar. Ekki er búið að gera upp hvað hver landsliðsmaður þurfti að greiða. „Styrkjaleit og fjáröflun, það er töluverð vinna og tími sem fer í það, sem maður vildi að fólkið okkar nýtti frekar í að æfa íþróttina,“ bætir hann við. Afreksíþróttasjóður úthlutaði um 350 milljónum fyrir árið 2018 og hækkaði um 100 milljónir milli ára. KSÍ fékk 0 krónur fyrir síðasta ár en flestir formenn sérsambanda sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að það sé eina sérsambandið sem þurfi ekki að láta sína iðkendur borga einhvern hluta. Rekstrartekjur KSÍ námu 2,4 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi og nam rekstrarhagnaður 502 milljónum króna. Heildarkostnaður við öll landslið Íslands í fótbolta nam 1,2 milljörðum króna árið 2018. „Hjá okkur í Blaksambandinu, þá eru búin að vera mörg stór verkefni að undanförnu og sambandið hefur ekki djúpa vasa. En afreksstyrkurinn hefur breytt töluvert miklu í kringum allt starfið líka,“ segir Grétar en Blaksambandið fékk 10,5 milljónir á síðasta ári úr sjóðnum. Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir formið vera einfalt þar á bæ. Hver iðkandi borgi 45 þúsund krónur fyrir að taka þátt í erlendum mótum. Íþróttamaðurinn fær ekki reikninginn heldur félagið. „Það er svo undir íþróttafélaginu sjálfu komið hvað það gerir við reikninginn. Til dæmis í Reykjavík þá borgar ÍBR fyrir fólk í landsliðsverkefni. Það eru því 15 þúsund sem eftir standa á iðkanda. Þetta er viðráðanlegt í frjálsíþróttabransanum en auðvitað vildi maður óska að landsliðsfólk þyrfti ekki að borga.“ Birtist í Fréttablaðinu Blak Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Sjá meira
„Afrekssjóðurinn hefur breytt miklu, og okkar landslagi, en staðan er enn þannig að landsliðsfólk okkar þarf að greiða hluta af kostnaði við landsliðsferðir,“ segir Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, en landsliðsfólk sambandsins þurfti að standa í fjáröflun fyrir Smáþjóðaleikana sem er nýlokið í Svartfjallalandi. Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar teldi nauðsynlegt að hækka styrki til efnilegasta íþróttafólks á Suðurnesjum sem tekur þátt í landsliðsverkefnum. Kostnaður leikmanna liðanna sem taka þátt í verkefnum yngri landsliðanna í körfubolta erlendis hleypur á milljónum. En það eru ekki aðeins yngri landsliðsmenn sem þurfa að standa straum af kostnaði sem fylgir því að vera í landsliði. Landsliðsmenn og -konur í blaki þurftu að sinna fjáröflun til að komast á Smáþjóðaleikana. „Ég þekki ekki hvernig þetta er hjá öllum hinum sérsamböndunum. En staðan hjá BLÍ er þannig að landsliðsfólk stendur undir hluta af kostnaði. Við komum til móts við okkar landsliðsfólk en auðvitað er bagalegt að A-landsliðsfólk þurfi að greiða fyrir ferðir sínar,“ segir Grétar. Ekki er búið að gera upp hvað hver landsliðsmaður þurfti að greiða. „Styrkjaleit og fjáröflun, það er töluverð vinna og tími sem fer í það, sem maður vildi að fólkið okkar nýtti frekar í að æfa íþróttina,“ bætir hann við. Afreksíþróttasjóður úthlutaði um 350 milljónum fyrir árið 2018 og hækkaði um 100 milljónir milli ára. KSÍ fékk 0 krónur fyrir síðasta ár en flestir formenn sérsambanda sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að það sé eina sérsambandið sem þurfi ekki að láta sína iðkendur borga einhvern hluta. Rekstrartekjur KSÍ námu 2,4 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi og nam rekstrarhagnaður 502 milljónum króna. Heildarkostnaður við öll landslið Íslands í fótbolta nam 1,2 milljörðum króna árið 2018. „Hjá okkur í Blaksambandinu, þá eru búin að vera mörg stór verkefni að undanförnu og sambandið hefur ekki djúpa vasa. En afreksstyrkurinn hefur breytt töluvert miklu í kringum allt starfið líka,“ segir Grétar en Blaksambandið fékk 10,5 milljónir á síðasta ári úr sjóðnum. Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir formið vera einfalt þar á bæ. Hver iðkandi borgi 45 þúsund krónur fyrir að taka þátt í erlendum mótum. Íþróttamaðurinn fær ekki reikninginn heldur félagið. „Það er svo undir íþróttafélaginu sjálfu komið hvað það gerir við reikninginn. Til dæmis í Reykjavík þá borgar ÍBR fyrir fólk í landsliðsverkefni. Það eru því 15 þúsund sem eftir standa á iðkanda. Þetta er viðráðanlegt í frjálsíþróttabransanum en auðvitað vildi maður óska að landsliðsfólk þyrfti ekki að borga.“
Birtist í Fréttablaðinu Blak Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Sjá meira