Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2019 21:23 Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í viðtali við Stöð 2 í dag. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. Þeir verða þess í stað bundnir við bryggju í Reykjavík og klassaðir upp fyrir vertíð næsta árs. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Um þetta leyti árs eru hvalbátarnir yfirleitt búnir að fara í slipp, - að verða klárir fyrir vertíðina. Því er ekki að heilsa þetta sumarið. Hvalbátarnir verða bundnir við bryggju í sumar, að sögn Ólafs Ólafssonar, skipstjóra á Hval 9, sem við hittum um borð í dag.Hvalur 8 og Hvalur 9 í Reykjavíkurhöfn í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það verður engin hvalvertíð hjá okkur. Svoleiðis að þeir fá bara að synda hér í friði í kringum landið. Við slöppum bara af á meðan og verðum í viðhaldinu þetta árið, - koma þeim í gott stand fyrir næsta ár,“ sagði Ólafur. Nærvera skips Greenpeace í höfninni í dag kemur málinu þó ekkert við. Ráðamenn Hvals biðu með að hefja umfangsmikið viðhald á bátunum þar til séð yrði hvort hvalveiðar yrðu leyfðar, en ákvörðun sjávarútvegsráðherra var kynnt þann 19. febrúar. „Leyfið kemur ekkert fyrr en svo seint. Það kemur ekki fyrr en í lok febrúar. Og þá þarf að panta varahluti. Og það tekur 6-8 vikur, og upp í 10 vikur. Og síðan á eftir að vinna við þetta. Svoleiðis að þá er bara vertíðin búin. Það hefði aldrei verið klárt þá fyrr en í seinnipartinn í ágúst. Og það þýðir ekkert að vera að fara út á svoleiðis. Það gengur ekki upp.“ Í vélarrúmi Hvals 9 í dag. Þar var verið að undirbúa viðgerð á gufukötlunum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Niður í vélarrúmi hvalbátanna, sem báðir eru í kringum sjötugsaldurinn, smíðaðir 1948 og 1952, er byrjað að undirbúa mikla viðgerð á gufukötlunum. „Það hefur ekkert verið farið í það nánast frá upphafi. Svoleiðis að þetta er mikil vinna að fara út í þetta. Það þarf að fá sérmenn í þetta sem koma frá Danmörku. Þeir eru sérstaklega í katlaviðgerðum. Það er enginn hér lærður í þetta í dag.“ Alls veiddust 146 langreyðar á vertíðinni í fyrrasumar og unnu alls um 150 starfsmenn hjá Hval hf., bæði á bátunum og við verkun í hvalstöðinni í Hvalfirði. -Eruð þið ekkert svekktir að komast ekki á hvalvertíð í ár? „Jú, að sjálfsögðu, þá erum við það. Það segir sig sjálft. Menn eru búnir að bíða spenntir að komast í þetta. En svona eru bara hlutirnir, því miður,“ svarar Ólafur. En það er ekki svo að það verði engar hvalveiðar við Ísland í sumar. Einn bátur er þegar kominn með leyfi til hrefnuveiða, Hrafnreyður, og stefnt að því að hann haldi á miðin síðar í þessum mánuði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. 9. maí 2018 20:45 Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. Þeir verða þess í stað bundnir við bryggju í Reykjavík og klassaðir upp fyrir vertíð næsta árs. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Um þetta leyti árs eru hvalbátarnir yfirleitt búnir að fara í slipp, - að verða klárir fyrir vertíðina. Því er ekki að heilsa þetta sumarið. Hvalbátarnir verða bundnir við bryggju í sumar, að sögn Ólafs Ólafssonar, skipstjóra á Hval 9, sem við hittum um borð í dag.Hvalur 8 og Hvalur 9 í Reykjavíkurhöfn í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það verður engin hvalvertíð hjá okkur. Svoleiðis að þeir fá bara að synda hér í friði í kringum landið. Við slöppum bara af á meðan og verðum í viðhaldinu þetta árið, - koma þeim í gott stand fyrir næsta ár,“ sagði Ólafur. Nærvera skips Greenpeace í höfninni í dag kemur málinu þó ekkert við. Ráðamenn Hvals biðu með að hefja umfangsmikið viðhald á bátunum þar til séð yrði hvort hvalveiðar yrðu leyfðar, en ákvörðun sjávarútvegsráðherra var kynnt þann 19. febrúar. „Leyfið kemur ekkert fyrr en svo seint. Það kemur ekki fyrr en í lok febrúar. Og þá þarf að panta varahluti. Og það tekur 6-8 vikur, og upp í 10 vikur. Og síðan á eftir að vinna við þetta. Svoleiðis að þá er bara vertíðin búin. Það hefði aldrei verið klárt þá fyrr en í seinnipartinn í ágúst. Og það þýðir ekkert að vera að fara út á svoleiðis. Það gengur ekki upp.“ Í vélarrúmi Hvals 9 í dag. Þar var verið að undirbúa viðgerð á gufukötlunum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Niður í vélarrúmi hvalbátanna, sem báðir eru í kringum sjötugsaldurinn, smíðaðir 1948 og 1952, er byrjað að undirbúa mikla viðgerð á gufukötlunum. „Það hefur ekkert verið farið í það nánast frá upphafi. Svoleiðis að þetta er mikil vinna að fara út í þetta. Það þarf að fá sérmenn í þetta sem koma frá Danmörku. Þeir eru sérstaklega í katlaviðgerðum. Það er enginn hér lærður í þetta í dag.“ Alls veiddust 146 langreyðar á vertíðinni í fyrrasumar og unnu alls um 150 starfsmenn hjá Hval hf., bæði á bátunum og við verkun í hvalstöðinni í Hvalfirði. -Eruð þið ekkert svekktir að komast ekki á hvalvertíð í ár? „Jú, að sjálfsögðu, þá erum við það. Það segir sig sjálft. Menn eru búnir að bíða spenntir að komast í þetta. En svona eru bara hlutirnir, því miður,“ svarar Ólafur. En það er ekki svo að það verði engar hvalveiðar við Ísland í sumar. Einn bátur er þegar kominn með leyfi til hrefnuveiða, Hrafnreyður, og stefnt að því að hann haldi á miðin síðar í þessum mánuði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. 9. maí 2018 20:45 Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. 9. maí 2018 20:45
Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00