Hótuðu að skjóta ólétta konu eftir að fjögurra ára dóttir hennar stal dúkku Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 23:30 Skjáskot úr myndbandi af atvikinu. Fjölskyldan, par á þrítugsaldri og dætur þeirra tvær, er sýnilega afar slegin. Skjáskot/Twitter Borgarstjóri bandarísku borgarinnar Phoenix í Arizona hefur beðist afsökunar á ofsafengnu framferði lögreglumanna í garð fjölskyldu í borginni vegna meints stuldar fjögurra ára stúlku. Myndband af aðgerðum lögreglumannanna, sem virðast hafa hótað fjölskyldunni lífláti, hefur vakið mikla reiði á netinu undanfarna daga. Atvikið átti sér stað í maí en myndbandið fór ekki í dreifingu fyrr en nú í vikunni. Í því sést að minnsta kosti einn lögreglumaður miða byssu sinni og öskra á par, sem er statt fyrir utan íbúðarhús með dætur sínar, eins og fjögurra ára. Samkvæmt fréttaflutningi fjölmiðla vestanhafs af málinu var lögregla kölluð til vegna þess að eldri dóttir parsins tók með sér dúkku úr verslun sem ekki hafði verið greitt fyrir. Viðbrögð lögreglu þykja afar ofsafengin miðað við aðstæður en í myndbandinu virðist sem lögregluþjónn hóti því að skjóta parið. Þá skipar lögreglumaður konunni að setja hendur upp í loft en hún heyrist gráta og kveðst ekki geta það þar sem hún haldi á ársgömlu barni sínu. Þá greinir hún einnig frá því að hún sé ófrísk en ljóst er að parið er í mikilli geðshræringu vegna viðbragða lögregluþjónanna. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Another angle of the incident filmed by a different resident of the apartment complex where Ames and his pregnant fiancee were dropping off their kids with a babysitter show a Phoenix police officer trying to yank the child from the mother's arms. pic.twitter.com/pTb07lZAXD— Meg O'Connor (@megoconnor13) June 12, 2019 Kate Gallego borgarstjóri Phoenix, þar sem atvikið átti sér stað, bað parið afsökunar á framferði lögreglu seint í gærkvöldi. Gallego sagðist jafnframt miður sín yfir því sem hún hefði séð í myndbandinu og sagði viðbrögð lögregluþjónanna bæði ófagmannleg og óviðeigandi.My statement on the May 27th Phoenix Police incident: pic.twitter.com/1mYHQQbhWv— Mayor Kate Gallego (@MayorGallego) June 16, 2019 Þá sagði Jeri Williams, lögreglustjóri Phoenix-borgar, í yfirlýsingu vegna málsins að rannsókn á atvikinu væri hafin. „Ég, líkt og þið, er slegin yfir talsmáta og gjörðum lögreglumanns okkar,“ sagði Williams m.a. í yfirlýsingunni. Parið, Dravon Ames og Iesha Harper sem bæði eru á þrítugsaldri, hafa krafist tíu milljóna Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,2 milljarðs íslenskra króna í skaðabætur vegna atviksins. Þau halda því fram að lögreglumaðurinn hafi miðað á þau byssu sinni þar sem þau sátu í bílnum og hótað því að skjóta þau að minnsta kosti tvisvar. „Ég ætla að skjóta ykkur í helvítis andlitið,“ á lögregluþjónninn m.a. að hafa sagt."Having been a cop for 30 years, you kind of sit back and say, 'what was going on?' And that's what we need to address." @brahmresnik's full interview with Phoenix Police Chief Jeri Williams: https://t.co/HM3OFF1Cq4 pic.twitter.com/qWRK0XlyaE— 12 News (@12News) June 16, 2019 Þá kveðst parið ekki hafa vitað af því að dóttir þeirra hafi tekið dúkkuna úr versluninni, sem er lágvöruverðsverslun undir merkjum bandarísku keðjunnar Family Dollar. Dúkkan hefur því aðeins kostað fáeina dali. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumennirnir sem áttu í hlut hafi verið færðir til í starfi. Þeir sinni ekki lengur útköllum á meðan rannsókn á málinu standi yfir heldur vinni þeir á skrifstofu lögreglu í Phoenix. Atvikið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna en lögregluþjónarnir eru hvítir og fjölskyldan svört. Þá hefur verið kallað eftir því að lögreglumennirnir sem eiga í hlut verði reknir úr starfi fyrir framgöngu sína. Bandaríkin Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Borgarstjóri bandarísku borgarinnar Phoenix í Arizona hefur beðist afsökunar á ofsafengnu framferði lögreglumanna í garð fjölskyldu í borginni vegna meints stuldar fjögurra ára stúlku. Myndband af aðgerðum lögreglumannanna, sem virðast hafa hótað fjölskyldunni lífláti, hefur vakið mikla reiði á netinu undanfarna daga. Atvikið átti sér stað í maí en myndbandið fór ekki í dreifingu fyrr en nú í vikunni. Í því sést að minnsta kosti einn lögreglumaður miða byssu sinni og öskra á par, sem er statt fyrir utan íbúðarhús með dætur sínar, eins og fjögurra ára. Samkvæmt fréttaflutningi fjölmiðla vestanhafs af málinu var lögregla kölluð til vegna þess að eldri dóttir parsins tók með sér dúkku úr verslun sem ekki hafði verið greitt fyrir. Viðbrögð lögreglu þykja afar ofsafengin miðað við aðstæður en í myndbandinu virðist sem lögregluþjónn hóti því að skjóta parið. Þá skipar lögreglumaður konunni að setja hendur upp í loft en hún heyrist gráta og kveðst ekki geta það þar sem hún haldi á ársgömlu barni sínu. Þá greinir hún einnig frá því að hún sé ófrísk en ljóst er að parið er í mikilli geðshræringu vegna viðbragða lögregluþjónanna. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Another angle of the incident filmed by a different resident of the apartment complex where Ames and his pregnant fiancee were dropping off their kids with a babysitter show a Phoenix police officer trying to yank the child from the mother's arms. pic.twitter.com/pTb07lZAXD— Meg O'Connor (@megoconnor13) June 12, 2019 Kate Gallego borgarstjóri Phoenix, þar sem atvikið átti sér stað, bað parið afsökunar á framferði lögreglu seint í gærkvöldi. Gallego sagðist jafnframt miður sín yfir því sem hún hefði séð í myndbandinu og sagði viðbrögð lögregluþjónanna bæði ófagmannleg og óviðeigandi.My statement on the May 27th Phoenix Police incident: pic.twitter.com/1mYHQQbhWv— Mayor Kate Gallego (@MayorGallego) June 16, 2019 Þá sagði Jeri Williams, lögreglustjóri Phoenix-borgar, í yfirlýsingu vegna málsins að rannsókn á atvikinu væri hafin. „Ég, líkt og þið, er slegin yfir talsmáta og gjörðum lögreglumanns okkar,“ sagði Williams m.a. í yfirlýsingunni. Parið, Dravon Ames og Iesha Harper sem bæði eru á þrítugsaldri, hafa krafist tíu milljóna Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,2 milljarðs íslenskra króna í skaðabætur vegna atviksins. Þau halda því fram að lögreglumaðurinn hafi miðað á þau byssu sinni þar sem þau sátu í bílnum og hótað því að skjóta þau að minnsta kosti tvisvar. „Ég ætla að skjóta ykkur í helvítis andlitið,“ á lögregluþjónninn m.a. að hafa sagt."Having been a cop for 30 years, you kind of sit back and say, 'what was going on?' And that's what we need to address." @brahmresnik's full interview with Phoenix Police Chief Jeri Williams: https://t.co/HM3OFF1Cq4 pic.twitter.com/qWRK0XlyaE— 12 News (@12News) June 16, 2019 Þá kveðst parið ekki hafa vitað af því að dóttir þeirra hafi tekið dúkkuna úr versluninni, sem er lágvöruverðsverslun undir merkjum bandarísku keðjunnar Family Dollar. Dúkkan hefur því aðeins kostað fáeina dali. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumennirnir sem áttu í hlut hafi verið færðir til í starfi. Þeir sinni ekki lengur útköllum á meðan rannsókn á málinu standi yfir heldur vinni þeir á skrifstofu lögreglu í Phoenix. Atvikið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna en lögregluþjónarnir eru hvítir og fjölskyldan svört. Þá hefur verið kallað eftir því að lögreglumennirnir sem eiga í hlut verði reknir úr starfi fyrir framgöngu sína.
Bandaríkin Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira