Frambjóðandi demókrata vill gera vændi löglegt í Queens Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 11:00 Tiffany Cabán nýtur stuðnings framsækinna demókrata. Tiffany Cabán Tiffany Cabán, frambjóðandi Demókrataflokksins til héraðssaksóknara New York ríkis, segir núverandi vændislöggjöf í ríkinu svipta fólk sjálfdæmi sínu og reyna að stjórna því hvað fólk kýs að gera við líkama sinn. Hún hefur gefið það út að hún stefni að því að gera vændi löglegt í Queens-hverfi nái hún kjöri en þetta kemur fram á vef Buzzfeed. Cabán er vinsæl meðal framsækinna demókrata og hefur vakið mikla athygli eftir að þingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez lýsti yfir stuðningi við hana. Sýn hennar á vændislöggjöf þykir nútímalegri en hefur tíðkast í Bandaríkjunum og fagna margir því að hún sé að opna á umræðuna. „Við glæpavæðum fólk sem býr við óstöðugt ástand vegna kerfislægra vandamála,“ sagði Cabán í viðtali við Buzzfeed nú á dögunum. Hún segir marga neyðast til þess að fara út í þennan geira og lenda í því að vera sakfelld fyrir minniháttar brot sem leiða jafnvel til brottvísunar úr landi. „Við viljum styðja við bakið á fólki í vændi og fólk sem vill starfa við vændi því hagkerfið okkar vinnur svo sannarlega ekki í þágu allra,“ sagði Cabán og bætti við að ef fólk væri að gera þetta í algjörri neyð þyrfti að útvega aðrar leiðir til þess að fólk sæi þetta ekki sem eina kostinn.Kvennasamtökin NOW NYC hafa lýst yfir stuðningi við frambjóðandann Melindu Katz, meðal annars vegna þess að hún er mótfallin hugmyndinni.Vísir/GettyLögleiðing vændis skiptir kvenréttindabaráttunni í tvo hópa Málið virðist skipta fólki í tvo hópa og er fólk annars vegar hlynnt eða algjörlega mótfallið hugmyndinni. Cabán segir málið þó vera bæði feminískt málefni sem snýst um grundvallar mannréttindi og lýðheilsu sem hafi einnig efnahagslegan ávinning. Sonia Ossorio, forseti kvennasamtakanna NOW NYC, segir það mikilvægt að breyta glæpalöggjöf í ríkinu en þetta mál sé á villigötum. „Það er nauðsynlegt að við endurskoðum glæpalöggjöfina en í því felst ekki, og á ekki að felast, að styðja hugmyndina um að lögleiða viðskipti sem eru í eðli sínu ofbeldi sem eru beintengd skipulagðri glæpastarfsemi sem nýta sér neyð okkur viðkvæmasta hóps,“ sagði Ossario. Samtökin hafa lýst yfir stuðningi við Melindu Katz, annan frambjóðanda Demókrataflokksins, sem hefur gefið það út að hún styðji ekki lögleiðingu. Hún vilji frekar fara þá leið að gera kaupendur ábyrga og halda möguleikanum opnum að sækja þá til saka líkt og þekkist á Norðurlöndunum. Cabán gefur lítið fyrir hugmyndir Katz og segir norræna módelið ekki virka. Hún segir það gefa augaleið að það sé ekki hægt að sækja kaupendur til saka án þess að gera þann sem selur einnig að glæpamanni. Þá skapi þetta einnig slæmt umhverfi fyrir þá sem starfa í vændi þar sem yfirvöld myndu herja á fólk í vændi í leit að upplýsingum um kaupendur. Bandaríkin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Tiffany Cabán, frambjóðandi Demókrataflokksins til héraðssaksóknara New York ríkis, segir núverandi vændislöggjöf í ríkinu svipta fólk sjálfdæmi sínu og reyna að stjórna því hvað fólk kýs að gera við líkama sinn. Hún hefur gefið það út að hún stefni að því að gera vændi löglegt í Queens-hverfi nái hún kjöri en þetta kemur fram á vef Buzzfeed. Cabán er vinsæl meðal framsækinna demókrata og hefur vakið mikla athygli eftir að þingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez lýsti yfir stuðningi við hana. Sýn hennar á vændislöggjöf þykir nútímalegri en hefur tíðkast í Bandaríkjunum og fagna margir því að hún sé að opna á umræðuna. „Við glæpavæðum fólk sem býr við óstöðugt ástand vegna kerfislægra vandamála,“ sagði Cabán í viðtali við Buzzfeed nú á dögunum. Hún segir marga neyðast til þess að fara út í þennan geira og lenda í því að vera sakfelld fyrir minniháttar brot sem leiða jafnvel til brottvísunar úr landi. „Við viljum styðja við bakið á fólki í vændi og fólk sem vill starfa við vændi því hagkerfið okkar vinnur svo sannarlega ekki í þágu allra,“ sagði Cabán og bætti við að ef fólk væri að gera þetta í algjörri neyð þyrfti að útvega aðrar leiðir til þess að fólk sæi þetta ekki sem eina kostinn.Kvennasamtökin NOW NYC hafa lýst yfir stuðningi við frambjóðandann Melindu Katz, meðal annars vegna þess að hún er mótfallin hugmyndinni.Vísir/GettyLögleiðing vændis skiptir kvenréttindabaráttunni í tvo hópa Málið virðist skipta fólki í tvo hópa og er fólk annars vegar hlynnt eða algjörlega mótfallið hugmyndinni. Cabán segir málið þó vera bæði feminískt málefni sem snýst um grundvallar mannréttindi og lýðheilsu sem hafi einnig efnahagslegan ávinning. Sonia Ossorio, forseti kvennasamtakanna NOW NYC, segir það mikilvægt að breyta glæpalöggjöf í ríkinu en þetta mál sé á villigötum. „Það er nauðsynlegt að við endurskoðum glæpalöggjöfina en í því felst ekki, og á ekki að felast, að styðja hugmyndina um að lögleiða viðskipti sem eru í eðli sínu ofbeldi sem eru beintengd skipulagðri glæpastarfsemi sem nýta sér neyð okkur viðkvæmasta hóps,“ sagði Ossario. Samtökin hafa lýst yfir stuðningi við Melindu Katz, annan frambjóðanda Demókrataflokksins, sem hefur gefið það út að hún styðji ekki lögleiðingu. Hún vilji frekar fara þá leið að gera kaupendur ábyrga og halda möguleikanum opnum að sækja þá til saka líkt og þekkist á Norðurlöndunum. Cabán gefur lítið fyrir hugmyndir Katz og segir norræna módelið ekki virka. Hún segir það gefa augaleið að það sé ekki hægt að sækja kaupendur til saka án þess að gera þann sem selur einnig að glæpamanni. Þá skapi þetta einnig slæmt umhverfi fyrir þá sem starfa í vændi þar sem yfirvöld myndu herja á fólk í vændi í leit að upplýsingum um kaupendur.
Bandaríkin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira