Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:10 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. Samsett mynd Sex þingmenn gerðu á þingfundi í dag alvarlegar athugasemdir við þann tíma sem nokkrir ráðherrar taka sér í að svara fyrirspurnum þingmanna. Mörgum spurningum sé enn ósvarað og tíminn að renna út. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fengu aðstoð úr óvæntri átt þegar stjórnarliðinn Kolbeinn Óttarsson Proppé steig í pontu og tók undir með þeim og sagði að það væri ótækt að framkvæmdarvaldið sinnti ekki lögbundnum skyldum sínum. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vakti fyrstur þingmanna máls á svarleysinu undir liðnum fundarstjórn forseta. „Lungann af þessu kjörtímabili það sem af er hef ég beðið frétta af fyrirspurn sem ég sendi fyrst hæstvirtum félagsmálaráðherra og síðan hæstvirtum dómsmálaráðherra. Nú er þingið að verða lokið og ætti að vera lokið en ekkert bólar á svari og ég verð að leita enn einu sinni til forseta, ásjár hans vegna þess að ríkisstjórnin er, jú, stofnuð um það að styrkja störf Alþingis og biðja um að þessari fyrirspurn verði svarað áður en þingi lýkur,“ sagði Þorsteinn.Ekki hægt sætta sig við seinagang Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði að það væri með heinum ólíkindum hversu langan tíma hæstvirtir ráðherra tækju sér í að svara fyrirspurnum þingmanna. „Ég spurði fjármála-og efnahagsráðherra 29. janúar síðastliðinn um mál sem tengjast auðlindarentuskatti á orkufyrirtæki og það er ekkert svar komið enn frá því í janúar. Og í byrjun apríl spurði ég sama hæstvirta ráðherra um mál sem tengjast tekjuskatti fyrirtækja, arði fyrirtækja og tekjuskatti sem fyrirtæki skila í ríkissjóð og enn hefur ekkert svar borist,“ sagði Oddný sem bætti við að þingmenn gætu ekki sætt sig við þennan seinagang. Þegar þingið spyr eiga ráðherrar að svara Kolbeinn kom sem fyrr segir til varnar þingmönnum stjórnarandstöðunnar og ítrekaði mikilvægi þess að svara fyrirspurnum innan gefins tímafrests sem þingsköp gera ráð fyrir. „Ég kem bara hér upp svo þetta komi ekki út eins og einhver gagnrýni stjórnarandstöðunnar eingöngu Þetta er sameiginlegt hagsmunamál þingsins alls og þess vegna tek ég undir með þeim háttvirtu þingmönnum sem hafa talað á undan mér. Það er ótækt að framkvæmdavaldið og einstaka ráðherrar, sama hvar í flokki þeir eru sinni ekki sinni lögbundnu skyldu að svara þinginu innan þess frest sem þeim er gefinn.“ Kolbeinn endaði ræðu sína á því að segja að þetta væri ósköp einfalt. Þegar þingmenn leggi fram fyrirspurnir eigi ráðherrar að svara.Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/VilhelmVill vita hver kostnaðurinn er við Landsréttarmálið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með þeim þingmönnum sem vöktu athygli á svarleysinu og sagðist hafa spurt dómsmálaráðherra í mars hver kostnaðurinn væri vegna skipunar Landsréttardómara. Hún hafi síðan fundið sig knúna til að ítreka fyrirspurnina 22. maí. „og fékk þá þau svör að síðar í þeirri viku myndi svarið - sem væri tilbúið inni í ráðuneytið - vera sent hingað til þingsins. Nú ætla ég ekki að ætla hæstvirtum dómsmálaráðherra að fara hér með fleipur og get því ekki skilið orð hennar öðruvísi en þannig að svarið sé komið til þingsins og þá veltir maður fyrir sér hvar er svarið.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið undir sama lið til að vekja athygli á því að honum hefði ekki borist svar við fyrirspurn sinni og fjölda annarra um stöðu eldri borgara. „Mér finnst það fullmikið þegar tíminn er orðinn helmingi meiri en þingsköp gera ráð fyrir“. „Uppáhalds umræðuefnið mitt“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hóf ræðu sína á smá glensi þegar hann sagði „uppáhalds umræðuefnið mitt,“ en Björn er þekkur fyrir að vera ötull við að leggja fram fyrirspurnir, nokkrum þingmönnum til mikils ama. Hann sagði að meðalsvartími væri 35 virkir dagar en ekki 15 eins og ráð er gert fyrir. „Af öllum þeim sem svara fyrirspurnum þá er einmitt virðulegur forseti sá eini sem er innan tímamarkanna með 13 virka daga í svartíma,“ sagði Björn og beindi orðum sínum til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. En hver er meðalsvartími einstakra ráðherra? Björn var með svör á reiðum höndum og greindi frá meðalsvartíma hvers ráðherra fyrir sig. Þeir ráðherrar sem taka sér flesta daga til að svara fyrirspurnum er utanríkisráðherra (55 dagar), mennta- og menningarmálaráðherra (53 dagar) og fjármála- og efnahagsráðherra (42 dagar). Alþingi Tengdar fréttir Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Sex þingmenn gerðu á þingfundi í dag alvarlegar athugasemdir við þann tíma sem nokkrir ráðherrar taka sér í að svara fyrirspurnum þingmanna. Mörgum spurningum sé enn ósvarað og tíminn að renna út. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fengu aðstoð úr óvæntri átt þegar stjórnarliðinn Kolbeinn Óttarsson Proppé steig í pontu og tók undir með þeim og sagði að það væri ótækt að framkvæmdarvaldið sinnti ekki lögbundnum skyldum sínum. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vakti fyrstur þingmanna máls á svarleysinu undir liðnum fundarstjórn forseta. „Lungann af þessu kjörtímabili það sem af er hef ég beðið frétta af fyrirspurn sem ég sendi fyrst hæstvirtum félagsmálaráðherra og síðan hæstvirtum dómsmálaráðherra. Nú er þingið að verða lokið og ætti að vera lokið en ekkert bólar á svari og ég verð að leita enn einu sinni til forseta, ásjár hans vegna þess að ríkisstjórnin er, jú, stofnuð um það að styrkja störf Alþingis og biðja um að þessari fyrirspurn verði svarað áður en þingi lýkur,“ sagði Þorsteinn.Ekki hægt sætta sig við seinagang Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði að það væri með heinum ólíkindum hversu langan tíma hæstvirtir ráðherra tækju sér í að svara fyrirspurnum þingmanna. „Ég spurði fjármála-og efnahagsráðherra 29. janúar síðastliðinn um mál sem tengjast auðlindarentuskatti á orkufyrirtæki og það er ekkert svar komið enn frá því í janúar. Og í byrjun apríl spurði ég sama hæstvirta ráðherra um mál sem tengjast tekjuskatti fyrirtækja, arði fyrirtækja og tekjuskatti sem fyrirtæki skila í ríkissjóð og enn hefur ekkert svar borist,“ sagði Oddný sem bætti við að þingmenn gætu ekki sætt sig við þennan seinagang. Þegar þingið spyr eiga ráðherrar að svara Kolbeinn kom sem fyrr segir til varnar þingmönnum stjórnarandstöðunnar og ítrekaði mikilvægi þess að svara fyrirspurnum innan gefins tímafrests sem þingsköp gera ráð fyrir. „Ég kem bara hér upp svo þetta komi ekki út eins og einhver gagnrýni stjórnarandstöðunnar eingöngu Þetta er sameiginlegt hagsmunamál þingsins alls og þess vegna tek ég undir með þeim háttvirtu þingmönnum sem hafa talað á undan mér. Það er ótækt að framkvæmdavaldið og einstaka ráðherrar, sama hvar í flokki þeir eru sinni ekki sinni lögbundnu skyldu að svara þinginu innan þess frest sem þeim er gefinn.“ Kolbeinn endaði ræðu sína á því að segja að þetta væri ósköp einfalt. Þegar þingmenn leggi fram fyrirspurnir eigi ráðherrar að svara.Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/VilhelmVill vita hver kostnaðurinn er við Landsréttarmálið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með þeim þingmönnum sem vöktu athygli á svarleysinu og sagðist hafa spurt dómsmálaráðherra í mars hver kostnaðurinn væri vegna skipunar Landsréttardómara. Hún hafi síðan fundið sig knúna til að ítreka fyrirspurnina 22. maí. „og fékk þá þau svör að síðar í þeirri viku myndi svarið - sem væri tilbúið inni í ráðuneytið - vera sent hingað til þingsins. Nú ætla ég ekki að ætla hæstvirtum dómsmálaráðherra að fara hér með fleipur og get því ekki skilið orð hennar öðruvísi en þannig að svarið sé komið til þingsins og þá veltir maður fyrir sér hvar er svarið.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið undir sama lið til að vekja athygli á því að honum hefði ekki borist svar við fyrirspurn sinni og fjölda annarra um stöðu eldri borgara. „Mér finnst það fullmikið þegar tíminn er orðinn helmingi meiri en þingsköp gera ráð fyrir“. „Uppáhalds umræðuefnið mitt“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hóf ræðu sína á smá glensi þegar hann sagði „uppáhalds umræðuefnið mitt,“ en Björn er þekkur fyrir að vera ötull við að leggja fram fyrirspurnir, nokkrum þingmönnum til mikils ama. Hann sagði að meðalsvartími væri 35 virkir dagar en ekki 15 eins og ráð er gert fyrir. „Af öllum þeim sem svara fyrirspurnum þá er einmitt virðulegur forseti sá eini sem er innan tímamarkanna með 13 virka daga í svartíma,“ sagði Björn og beindi orðum sínum til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. En hver er meðalsvartími einstakra ráðherra? Björn var með svör á reiðum höndum og greindi frá meðalsvartíma hvers ráðherra fyrir sig. Þeir ráðherrar sem taka sér flesta daga til að svara fyrirspurnum er utanríkisráðherra (55 dagar), mennta- og menningarmálaráðherra (53 dagar) og fjármála- og efnahagsráðherra (42 dagar).
Alþingi Tengdar fréttir Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29