Fótbolti

270 mínútur af Afríkukeppninni í dag en ekki eitt mark

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Kamerún og Gana í dag.
Úr leik Kamerún og Gana í dag. vísir/getty
Þrír leikir fóru fram í Afríkukeppninni í dag en í öllum þremur leikjunum var ekki eitt mark skorað. 270 mínútur af fótbolta og ekkert mark.

Fyrsti leikur dagsins var á milli Máritanía og Angóla í riðli E en þetta var fyrsta stig Máritanía. Angóla er með tvö stig.

Í öðrum leik dagsins gerðu Kamerún og Gana einnig markalaust jafntefli. Bæði lið með margar stjörnur en Kamerún er með fjögur stig en Gana einungis tvö.

Síðast leikur dagsins var svo einnig í F-riðli er Benín og Gínea-Bissá náðu einnig ekki að skora. Fyrsta stig Gínea-Bissá en Benín er með tvö stig.

Síðasti umferðin í F-riðlinum fer fram á þriðjudaginn og þar þarf Gana nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn Gínea-Bissá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×