Fótbolti

Sömu lið mætast í úrslitum EM og fyrir tveimur árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oyarzabal fagnar eftir að hafa komið Spánverjum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Oyarzabal fagnar eftir að hafa komið Spánverjum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. vísir/getty
Spánn vann 4-1 sigur á Frakklandi í seinni undanúrslitaleiknum á EM U-21 ára í fótbolta karla í kvöld.

Í úrslitaleiknum á sunnudaginn mæta Spánverjar Þjóðverjum sem vann Rúmeníu fyrr í dag, 4-2.

Spánn og Þýskaland mættust einnig í úrslitaleiknum á EM fyrir tveimur árum. Þjóðverjar unnu þá 1-0 sigur.

Frakkar byrjuðu betur og komust yfir á 16. mínútu þegar Jean-Philippe Mateta skoraði úr vítaspyrnu.

Marc Roca jafnaði á 28. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik kom Mikel Oyarzabal Spánverjum yfir með marki úr víti.

Í upphafi seinni hálfleiks kom Dani Olmo Spánverjum í 3-1 og Borja Mayoral, leikmaður Real Madrid, bætti svo fjórða markinu við á 67. mínútu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×