Ógleði og slappleiki í húsnæði Hagaskóla Ari Brynjólfsson skrifar 25. júní 2019 07:00 Í erindum foreldra barna í Hagaskóla til skólans kemur fram að börn þeirra glími við slappleika, stigversnandi höfuðverk og ógleði. Fréttablaðið/Valli Nokkur fjöldi nemenda og starfsmanna í Hagaskóla hefur sýnt einkenni í samræmi við heilsuspillandi húsnæði. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra Hagaskóla til skóla- og frístundasviðs borgarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. „Þessir starfsmenn leggja traust sitt á að ég geti fullvissað þá um að húsnæðið sé í lagi. Það get ég ekki gert,“ segir í bréfinu. Segir þar jafnframt að stofurnar hafi „stundum verið rennandi blautar“. Töluvert sé af silfurskottum og skemmdum sem bendi til raka. Segir þar einnig að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og borgarstjóri hafi fengið gögn um ástand skólans fyrir þremur árum. Er í lok bréfsins óskað eftir tímasetningum um hvenær húsnæðið verði lagað. Einum skóla og álmu í öðrum skóla í Reykjavík var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu. Kom það ekki í ljós við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur svo að taka þurfti sýni og fá úr því skorið hjá Náttúrufræðistofnun.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Engin sýni hafa verið tekin í Hagaskóla í tengslum við myglu. Verkfræðistofan Mannvit mældi of háan koltvísýring í fjórum skólastofum í Hagaskóla í fyrra. Fram kemur í skýrslu Mannvits frá því í apríl síðastliðnum að koltvísýringur sé enn of hár og valdi hausverk og slappleika. Foreldrar barna við skólann hafa margir hverjir sent erindi á skólann þar sem segir að börn hafi fundið fyrir slappleika. „Það er ótvírætt að húsnæðið hefur valdið dóttur minni, […] í 8. […] óþægindum. Í haust, stuttu eftir skólabyrjun, skrifaði ég […] um að henni liði illa í skólastofunni vegna loftleysis. Nú í vor var það enn verra, hún var með höfuðverk oftar en ekki, ógleði og slappleika,“ segir í einu erindanna sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í öðrum kemur fram stigversnandi líðan barna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur rætt málið á vettvangi borgarstjórnar. Hún segir forgangsröðun borgarinnar hafa verið kolranga í áraraðir. „Það er sífellt farið í vörn þegar þetta berst í tal.“ Í svari frá borginni segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Nú sé verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. „Ég vorkenni starfsfólki skóla- og frístundasviðs. Þau fá endalaust af kvörtunum og áköll en þau hafa ekki fjármagn til að takast á við þetta. Þetta er orðið svo stórt,“ segir Kolbrún. „Fyrir utan grey börnin sem þurfa að dúsa þarna. Það kæmi ekki á óvart að við færum að sjá skaðabótamál vegna þessara mála.“ Skólastjórnandi í Hagaskóla, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, segir að þeir hafi lengi talað fyrir daufum eyrum en fyrirhugað sé að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Nokkur fjöldi nemenda og starfsmanna í Hagaskóla hefur sýnt einkenni í samræmi við heilsuspillandi húsnæði. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra Hagaskóla til skóla- og frístundasviðs borgarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. „Þessir starfsmenn leggja traust sitt á að ég geti fullvissað þá um að húsnæðið sé í lagi. Það get ég ekki gert,“ segir í bréfinu. Segir þar jafnframt að stofurnar hafi „stundum verið rennandi blautar“. Töluvert sé af silfurskottum og skemmdum sem bendi til raka. Segir þar einnig að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og borgarstjóri hafi fengið gögn um ástand skólans fyrir þremur árum. Er í lok bréfsins óskað eftir tímasetningum um hvenær húsnæðið verði lagað. Einum skóla og álmu í öðrum skóla í Reykjavík var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu. Kom það ekki í ljós við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur svo að taka þurfti sýni og fá úr því skorið hjá Náttúrufræðistofnun.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Engin sýni hafa verið tekin í Hagaskóla í tengslum við myglu. Verkfræðistofan Mannvit mældi of háan koltvísýring í fjórum skólastofum í Hagaskóla í fyrra. Fram kemur í skýrslu Mannvits frá því í apríl síðastliðnum að koltvísýringur sé enn of hár og valdi hausverk og slappleika. Foreldrar barna við skólann hafa margir hverjir sent erindi á skólann þar sem segir að börn hafi fundið fyrir slappleika. „Það er ótvírætt að húsnæðið hefur valdið dóttur minni, […] í 8. […] óþægindum. Í haust, stuttu eftir skólabyrjun, skrifaði ég […] um að henni liði illa í skólastofunni vegna loftleysis. Nú í vor var það enn verra, hún var með höfuðverk oftar en ekki, ógleði og slappleika,“ segir í einu erindanna sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í öðrum kemur fram stigversnandi líðan barna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur rætt málið á vettvangi borgarstjórnar. Hún segir forgangsröðun borgarinnar hafa verið kolranga í áraraðir. „Það er sífellt farið í vörn þegar þetta berst í tal.“ Í svari frá borginni segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Nú sé verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. „Ég vorkenni starfsfólki skóla- og frístundasviðs. Þau fá endalaust af kvörtunum og áköll en þau hafa ekki fjármagn til að takast á við þetta. Þetta er orðið svo stórt,“ segir Kolbrún. „Fyrir utan grey börnin sem þurfa að dúsa þarna. Það kæmi ekki á óvart að við færum að sjá skaðabótamál vegna þessara mála.“ Skólastjórnandi í Hagaskóla, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, segir að þeir hafi lengi talað fyrir daufum eyrum en fyrirhugað sé að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira