Hjálmanotkun dregur verulega úr líkum á alvarlegum heilaskaða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2019 22:13 Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Í vor var lögð fram breytingartillaga við 79. grein frumvarps til umferðarlaga og lagt til að framlengja hjálmaskyldu úr fimmtán ára til átján ára aldurs. Tillagan sætti mikillar gagnrýni og náði ekki í gegn þegar ný umferðarlög voru samþykkt 11. júní síðastliðinn. Sérfræðingur í bráðalækningum benti á að áhrif hjálma væru minni en fólk telur almennt. Landssamtök hjólreiðamanna óttast að hjálmaskylda dragi úr hjólreiðum. Taugasálfræðingur á Reykjalundi bendir fólki á að líta til nýrra rannsókna sem leiða í ljós að hjálmanotkun skipti máli. Þó þurfi auðvitað að horfa til allra þátta þegar kemur að hjólreiðum. „Skoða bara hvað við getum gert, til dæmis með hjólreiðastígum og annað slíkt til þess að minnka líkurnar á slysum. Þá getum við horft til landa eins og til dæmis Danmerkur og Hollands sem hafa gert hlutina mjög vel. Lendi fólk í slysi, þá sýna rannsóknir fram á að líkurnar á alvarlegum afleiðingum eins og alvarlegum heilaskaða minnka allverulega, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur.Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Hún bendir á svipaða umræður þegar festa átti í lög notkun sætisbelta. „Þegar það var fyrst sett í lög fannst mörgum það alveg út í hött og fáránlegt. Núna þykir það ekkert tiltökumál og alveg sjálfsagt. Það er enginn að draga í efa gagnsemi og nytsemi þess að nota bílbelti,“ segir Ella. Skynsamlegt sé að breyta viðhorfum varðandi hjálmanotkun. „Til dæmis í þessari stóru samantektarrannsókn, sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna, sýndi að líkurnar á alvarlegum heilaskaða minnkuðu um 69%. Það er eiginlega ekki hægt að líta fram hjá svona upplýsingum. Það er enginn að það komi algjörlega í veg fyrir heilaskaða. Það hlýtur að vera einhvers virði ef við getum minnkað líkurnar á alvarlegum afleiðingum, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Sjá má fréttina í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20 Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Í vor var lögð fram breytingartillaga við 79. grein frumvarps til umferðarlaga og lagt til að framlengja hjálmaskyldu úr fimmtán ára til átján ára aldurs. Tillagan sætti mikillar gagnrýni og náði ekki í gegn þegar ný umferðarlög voru samþykkt 11. júní síðastliðinn. Sérfræðingur í bráðalækningum benti á að áhrif hjálma væru minni en fólk telur almennt. Landssamtök hjólreiðamanna óttast að hjálmaskylda dragi úr hjólreiðum. Taugasálfræðingur á Reykjalundi bendir fólki á að líta til nýrra rannsókna sem leiða í ljós að hjálmanotkun skipti máli. Þó þurfi auðvitað að horfa til allra þátta þegar kemur að hjólreiðum. „Skoða bara hvað við getum gert, til dæmis með hjólreiðastígum og annað slíkt til þess að minnka líkurnar á slysum. Þá getum við horft til landa eins og til dæmis Danmerkur og Hollands sem hafa gert hlutina mjög vel. Lendi fólk í slysi, þá sýna rannsóknir fram á að líkurnar á alvarlegum afleiðingum eins og alvarlegum heilaskaða minnka allverulega, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur.Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Hún bendir á svipaða umræður þegar festa átti í lög notkun sætisbelta. „Þegar það var fyrst sett í lög fannst mörgum það alveg út í hött og fáránlegt. Núna þykir það ekkert tiltökumál og alveg sjálfsagt. Það er enginn að draga í efa gagnsemi og nytsemi þess að nota bílbelti,“ segir Ella. Skynsamlegt sé að breyta viðhorfum varðandi hjálmanotkun. „Til dæmis í þessari stóru samantektarrannsókn, sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna, sýndi að líkurnar á alvarlegum heilaskaða minnkuðu um 69%. Það er eiginlega ekki hægt að líta fram hjá svona upplýsingum. Það er enginn að það komi algjörlega í veg fyrir heilaskaða. Það hlýtur að vera einhvers virði ef við getum minnkað líkurnar á alvarlegum afleiðingum, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Sjá má fréttina í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20 Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20
Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00