Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 23:10 Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson (t.v.) og Hunt (t.h.). Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, þjarmaði að Boris Johnson, forvera sínum í embætti þegar þeir tókust á í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Johnson vék sér undan að svara því hvort hann segði af sér sem forsætisráðherra næði hann ekki að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir tilskilinn tíma. Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson og Hunt og er sá fyrrnefndi talinn mun sigurstranglegri. Johnson var einn helsti hvatamaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu en Hunt barðist fyrir því að Bretar yrðu um kyrrt í því. Í kappræðunum sakaði Hunt mótframbjóðanda sinn um að þora ekki að gefa höggstað á sér með því að lýsa því afdráttarlaust yfir að hann segði af sér tækist honum ekki að ná Brexit í gegn 31. október eins og nú er stefnt að. Johnson skaut á Hunt á móti og sagðist dást að getu hans til að skipta um skoðun. Vísaði hann þar til þess að Hunt styddi nú útgönguna eftir að hafa verið henni andsnúinn áður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sakaði hann Hunt um að vera úrtölumann sem stefndi ekki heilshugar að útgöngu. Þá vildi Johnson ekki fordæma ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum og Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra. Trump kallaði sendiherrann „mjög heimskan gaur“ og tilraunir May til að ná samningi um útgönguna úr ESB „hörmung“ eftir að sendiráðsskjölum var lekið þar sem sendiherrann lýsti Trump sem „vanhæfum“. Hunt svaraði Trump í dag og sagði ummæli hans „dónaleg“. Sem forsætisráðherra myndi hann halda sendiherranum. Johnson svaraði ekki beint spurningum um stöðu sendiherrans í kappræðunum, sagði aðeins að samband Bandaríkjanna og Bretlands væri einstakt og að hann sem forsætisráðherra réði því einn hverjir væru fulltrúar Bretlands gagnvart Bandaríkjunum. Ummæli Trump á Twitter hefðu þó „ekki endilega verið það rétta í stöðunni“. Upplýst verður um úrslit atkvæðagreiðslu um næsta leiðtoga Íhaldsflokksins 23. júlí. Nýi leiðtoginn tekur jafnframt við embætti forsætisráðherra af May. Bretland Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, þjarmaði að Boris Johnson, forvera sínum í embætti þegar þeir tókust á í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Johnson vék sér undan að svara því hvort hann segði af sér sem forsætisráðherra næði hann ekki að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir tilskilinn tíma. Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson og Hunt og er sá fyrrnefndi talinn mun sigurstranglegri. Johnson var einn helsti hvatamaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu en Hunt barðist fyrir því að Bretar yrðu um kyrrt í því. Í kappræðunum sakaði Hunt mótframbjóðanda sinn um að þora ekki að gefa höggstað á sér með því að lýsa því afdráttarlaust yfir að hann segði af sér tækist honum ekki að ná Brexit í gegn 31. október eins og nú er stefnt að. Johnson skaut á Hunt á móti og sagðist dást að getu hans til að skipta um skoðun. Vísaði hann þar til þess að Hunt styddi nú útgönguna eftir að hafa verið henni andsnúinn áður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sakaði hann Hunt um að vera úrtölumann sem stefndi ekki heilshugar að útgöngu. Þá vildi Johnson ekki fordæma ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum og Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra. Trump kallaði sendiherrann „mjög heimskan gaur“ og tilraunir May til að ná samningi um útgönguna úr ESB „hörmung“ eftir að sendiráðsskjölum var lekið þar sem sendiherrann lýsti Trump sem „vanhæfum“. Hunt svaraði Trump í dag og sagði ummæli hans „dónaleg“. Sem forsætisráðherra myndi hann halda sendiherranum. Johnson svaraði ekki beint spurningum um stöðu sendiherrans í kappræðunum, sagði aðeins að samband Bandaríkjanna og Bretlands væri einstakt og að hann sem forsætisráðherra réði því einn hverjir væru fulltrúar Bretlands gagnvart Bandaríkjunum. Ummæli Trump á Twitter hefðu þó „ekki endilega verið það rétta í stöðunni“. Upplýst verður um úrslit atkvæðagreiðslu um næsta leiðtoga Íhaldsflokksins 23. júlí. Nýi leiðtoginn tekur jafnframt við embætti forsætisráðherra af May.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10