Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 19:02 Fiskistofa gerði meðal annars athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðar sínar fyrir síðasta veiðitímabil. Vísir/Vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf útgerðarfyrirtækinu Hval hf. leyfi til að veiða á langreyði næstu fimm árin í dag. Fyrr á þessu ári ákvað ráðuneytið að framlengja veiðar á langreyði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára. Hvalur hf. sótti um úthlutun veiðiheimilda á langareyði um miðjan mars. Útgerðin var einnig með leyfi til að veiða langreyði á síðasta tímabili sem náði frá 2014 til 2018. Veiddar voru tæplega 150 langreyðar við Ísland í fyrra en þá hófst vertíðin 19. júní. Engin langreyður hefur verið veidd á þessu ári þar sem umsókn Hvals hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu þar til í dag. Ólafur Ólafsson, skipstjóri á einu hvalveiðiskipa Hvals hf., sagði fréttstofu Stöðvar 2 í byrjun júní að engar hvalveiðar yrðu þetta sumarið vegna þessa að veiðileyfið hefði ekki verið afgreitt nægilega fljótt. Af gögnum um umsóknina sem fréttastofa fékk afhent frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var hún send Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun til umsagnar. Fiskistofa gerði athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðarnar fyrir vertíðirnar 2014 til 2018 sem mælt var fyrir um í veiðileyfinu. Farist hefði fyrir hjá Fiskistofu að ganga á eftir þeim. Við veitingu veiðileyfisins nú var ákveðið að útgerðin þyrfti að hafa frumkvæði að því að skila dagbókunum þó að Fiskistofa kallaði ekki eftir þeim sérstaklega. Kveðið er á um í leyfinu að hægt sé að svipta útgerðina veiðileyfinu tímabundið eða varanlega standi hún ekki skil á dagbókunum. Í dagbókina á meðal annars að skrá upplýsingar um skipið, áhöfnina, ferðir þess, veiðarnar og löndun. Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf útgerðarfyrirtækinu Hval hf. leyfi til að veiða á langreyði næstu fimm árin í dag. Fyrr á þessu ári ákvað ráðuneytið að framlengja veiðar á langreyði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára. Hvalur hf. sótti um úthlutun veiðiheimilda á langareyði um miðjan mars. Útgerðin var einnig með leyfi til að veiða langreyði á síðasta tímabili sem náði frá 2014 til 2018. Veiddar voru tæplega 150 langreyðar við Ísland í fyrra en þá hófst vertíðin 19. júní. Engin langreyður hefur verið veidd á þessu ári þar sem umsókn Hvals hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu þar til í dag. Ólafur Ólafsson, skipstjóri á einu hvalveiðiskipa Hvals hf., sagði fréttstofu Stöðvar 2 í byrjun júní að engar hvalveiðar yrðu þetta sumarið vegna þessa að veiðileyfið hefði ekki verið afgreitt nægilega fljótt. Af gögnum um umsóknina sem fréttastofa fékk afhent frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var hún send Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun til umsagnar. Fiskistofa gerði athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðarnar fyrir vertíðirnar 2014 til 2018 sem mælt var fyrir um í veiðileyfinu. Farist hefði fyrir hjá Fiskistofu að ganga á eftir þeim. Við veitingu veiðileyfisins nú var ákveðið að útgerðin þyrfti að hafa frumkvæði að því að skila dagbókunum þó að Fiskistofa kallaði ekki eftir þeim sérstaklega. Kveðið er á um í leyfinu að hægt sé að svipta útgerðina veiðileyfinu tímabundið eða varanlega standi hún ekki skil á dagbókunum. Í dagbókina á meðal annars að skrá upplýsingar um skipið, áhöfnina, ferðir þess, veiðarnar og löndun.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23
Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49