Bandarískur sjálfboðaliði sagður bera ábyrgð á dauða um hundrað barna Sylvía Hall skrifar 4. júlí 2019 12:15 Renee Bach er sökuð um að hafa starfað sem læknir án tilskilinna réttinda fyrir góðgerðarsamtök sín í Úganda. Skjáskot Renee Bach flutti til Úganda aðeins átján ára gömul til þess að sinna sjálfboðaliðastarfi. Stuttu síðar stofnaði hún góðgerðasamtökin Serving His Children, sem útleggst „að þjóna hans börnum“ á íslensku, í þorpinu Masese rétt fyrir utan borgina Jinja. Nú, sautján árum síðar, er búið að stefna henni fyrir ólöglega læknastarfsemi og er hún sögð ábyrg fyrir dauða fjölda barna. Samtökin WPI, Women‘s Probono Initiative, ásamt tveimur konum sem segja Bach bera ábyrgð á dauða barna þeirra, hafa stefnt Bach og samtökum hennar fyrir að „hafa ólöglega stundað lækningar og boðið læknaþjónustu til grandlausra og viðkvæmra barna“. Bach, sem hefur aldrei stundað nám í lækningum eða hjúkrun, lýsir samtökum sínum sem trúarlegum góðgerðasamtökum sem einblína á að aðstoða börn sem hafa orðið fyrir næringarskorti. Konurnar tvær, Gimbo Zubeda og Kakai Annet, segja Bach hafa afvegaleitt þær með því að gefa í skyn að hún væri læknir. Annet hefur sagt í viðtölum að Bach hafi hrifsað lífið af syni sínum. Hann dó í janúar 2017 aðeins tveggja ára gamall.Gekk í læknaslopp með hlustunarpípu og skrifaði upp á lyf Samtökin No White Saviors, sem fræða fólk um meinta björgunarþörf hvíts fólks (e. white savior complex), hafa vakið athygli á málinu um nokkurt skeið og birtu færslu í október árið 2018 þar sem Bach var til umfjöllunar. Þar talar ungur sjálfboðaliði um reynslu sína af Bach og hvernig viðhorf hans breyttist eftir tíma sinn í Úganda.Mynd af Bach í herbergi, skreyttu með myndum af vannærðum börnum, hefur verið harðlega gagnrýnd og þykir vera skólabókardæmi um björgunarþörf Vesturlandabúa.„Í upphafi dáðist ég að Renee fyrir fórnir hennar og þrotlausan metnað fyrir því að hjálpa börnum sem börðust við vannæringu. Það var ekki fyrr en í janúar 2014 sem viðhorfið mitt fór að breytast verulega. Það kom ungur drengur til okkar samtaka sem hafði áður verið hjá Serving His Children. Hann og amma hans voru hjá okkur í nokkra mánuði á meðan drengurinn fékk nauðsynlega læknisaðstoð. Degi eftir að við höfðum fengið góðar fréttir um hjartavanda hans dó hann úr skyndilegu hjartaáfalli. Þriggja ára líkami hans hafði gengið í gegnum mikla streitu og gafst á endanum upp.“ Sjálfboðaliðinn segir starfsfólk hafa fljótlega komist að því að þessi ungi drengur hafði þjáðst af vannæringu og hafði verið sendur til samtaka Bach í Masese. Þau hafi nært hann og síðar sent hann heim án þess að líta á rót vandans. Samtökin hafi ekki verið með neina eftirfylgni og því hafi hann veikst aftur og seinna meir dáið. Skrifaði bloggfærslur um störf sín og birti myndbönd Bach hafði lýst því í færslum á netinu hvernig hún aðstoðaði börn og sagði sögur margra þeirra í nánum smáatriðum. Í færslu sem bar titilinn „Patricia“ lýsti hún því hvernig hún bjargaði ungu stúlkubarni sem kom til þeirra í vondu ásigkomulagi. „Þegar ég mældi hitann hennar, setti upp æðalegg, athugaði með blóðsykurinn, athugaði með malaríu og tók blóðprufu, þau fóru að segja mér sögu hennar... Sögu sem ég hef margoft heyrt áður. Jafnvel þó ég hafi heyrt óteljandi svipaðar sögur, þá brotnar hjarta mitt í hvert einasta skipti,“ skrifaði Bach í færslunni. „Hún þurfti blóðgjöf og það strax… Þrjátíu mínútum eftir blóðgjöfina fór hún að sýna merki um bráðaofnæmi. Ekki gott. Alls ekki gott. Háls hennar og andlit byrjuðu að bólgna. Mikið. Ég er að tala um ótrúlega mikla bólgu. Á fimmtán mínútum versnaði andardráttur hennar mikið. Hálsinn hennar var að lokast. Við gáfum henni ofnæmislyf og lögðum af stað til Kampala.“ Í færslunni lýsir Bach því hvernig barnið þurfti að fá aðra blóðgjöf á spítalanum og hlaut sár í andliti sem fór ekki fyrr en viðeigandi lyf voru útveguð. Samkvæmt færslu Bach lifði barnið af. Þetta er ekki eina dæmið um frásagnir Bach en í YouTube-myndbandi er saga Moses sögð. Moses er ungur drengur sem sjálfboðaliðar samtakanna fundu við ánna Níl en móðir hans hafði yfirgefið hann. „Siðferðilegur hryllingur“ Í fréttatilkynningu til CNN segir lögfræðingur Bach að hún hafi einungis starfað með heilbrigðisstarfsfólki frá Úganda. Hún hafi lært að veita nauðsynlega aðstoð, aðstoðað hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn í erfiðum aðstæðum og það hafi bjargað hundruðum mannslífa á ári hverju.Mál Renee Bach hefur vakið upp margar spurningar varðandi siðferðilegt hjálparstarf.Art Caplan, yfirmaður heilbrigðissiðfræðideildar NYU Langone sagði háttsemi Bach hafa verið „siðferðilegan hrylling“ og sé áminning um ábyrgð Vesturlandabúa í þróunarríkjum. „Þetta er áminning um að þegar þú ert staddur í fátækum löndum og þú ferð í hvítan slopp og gengur um með hlustunarpípu eða hljómar eins og læknir, þá er þetta fólk í svo mikilli neyð að þau treysta þér og að svíkja það traust er eitt það versta sem nokkur getur gert,“ sagði Caplan. „Ég held að hún hafi verið að reyna að gera gott en þessi drifkraftur til þess að setja sig í mjög erfiðar, hryllilegar heilbrigðisaðstæður leiddu hana niður algjörlega rangan veg svo það er ekki afsökun.“ Beatrice Kayaga, fulltrúi WPI sem stefndi Bach og samtökum hennar, segir hegðun hennar óásættanlega. Það að þykjast geta stundað lækningar beri vott um sjálfsdýrkun, sama hvort viðkomandi sé „hvítur eða svartur“, ríkur eða fátækur.Segist aldrei hafa þóst vera læknir Í viðtali Fox við Bach og lögfræðing hennar segist Bach aldrei hafa gefið það til kynna að hún sjálf væri læknir. Samtökin hafi ráðið innlenda heilbrigðisstarfsmenn og hún hafi einungis aðstoðað þá.„Ég hef aldrei stundað lækningar og hef hvorki klætt mig í hvítan slopp né búning,“ fullyrti Bach. Lögfræðingur hennar segir stefnuna bjóða upp á meiðyrðamál og það sé algjörlega grundvöllur fyrir slíku máli. Það sé hins vegar erfitt að leita uppi það fólk sem hefur sett fram ásakanir á hendur Bach á samfélagsmiðlum og í færslum á Internetinu. „Það er mjög sorglegt þegar sjálfboðaliði eða mannvinur eða einhver frá Bandaríkjunum eða öðru þróuðu landi vill ferðast til þriðja heims ríkis eða til landa sem glíma við heilbrigðisvanda, eins Renee og Serving His Children hafa gert, og verða fyrir slíkum árásum,“ segir lögfræðingur hennar. Hann segir stefnuna ekki taka tillit til þess að þó einhver börn hafi dáið vegna heilsufarsvandamála hafi Bach á sama tíma bjargað yfir þrjú þúsund börnum.Hægt er að sjá viðtal við Bach og lögfræðing hennar hér að neðan.Watch the latest video at foxnews.comÞessi frétt er byggð á umfjöllun CNN, NBC og færslu No White Saviors. Úganda Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Renee Bach flutti til Úganda aðeins átján ára gömul til þess að sinna sjálfboðaliðastarfi. Stuttu síðar stofnaði hún góðgerðasamtökin Serving His Children, sem útleggst „að þjóna hans börnum“ á íslensku, í þorpinu Masese rétt fyrir utan borgina Jinja. Nú, sautján árum síðar, er búið að stefna henni fyrir ólöglega læknastarfsemi og er hún sögð ábyrg fyrir dauða fjölda barna. Samtökin WPI, Women‘s Probono Initiative, ásamt tveimur konum sem segja Bach bera ábyrgð á dauða barna þeirra, hafa stefnt Bach og samtökum hennar fyrir að „hafa ólöglega stundað lækningar og boðið læknaþjónustu til grandlausra og viðkvæmra barna“. Bach, sem hefur aldrei stundað nám í lækningum eða hjúkrun, lýsir samtökum sínum sem trúarlegum góðgerðasamtökum sem einblína á að aðstoða börn sem hafa orðið fyrir næringarskorti. Konurnar tvær, Gimbo Zubeda og Kakai Annet, segja Bach hafa afvegaleitt þær með því að gefa í skyn að hún væri læknir. Annet hefur sagt í viðtölum að Bach hafi hrifsað lífið af syni sínum. Hann dó í janúar 2017 aðeins tveggja ára gamall.Gekk í læknaslopp með hlustunarpípu og skrifaði upp á lyf Samtökin No White Saviors, sem fræða fólk um meinta björgunarþörf hvíts fólks (e. white savior complex), hafa vakið athygli á málinu um nokkurt skeið og birtu færslu í október árið 2018 þar sem Bach var til umfjöllunar. Þar talar ungur sjálfboðaliði um reynslu sína af Bach og hvernig viðhorf hans breyttist eftir tíma sinn í Úganda.Mynd af Bach í herbergi, skreyttu með myndum af vannærðum börnum, hefur verið harðlega gagnrýnd og þykir vera skólabókardæmi um björgunarþörf Vesturlandabúa.„Í upphafi dáðist ég að Renee fyrir fórnir hennar og þrotlausan metnað fyrir því að hjálpa börnum sem börðust við vannæringu. Það var ekki fyrr en í janúar 2014 sem viðhorfið mitt fór að breytast verulega. Það kom ungur drengur til okkar samtaka sem hafði áður verið hjá Serving His Children. Hann og amma hans voru hjá okkur í nokkra mánuði á meðan drengurinn fékk nauðsynlega læknisaðstoð. Degi eftir að við höfðum fengið góðar fréttir um hjartavanda hans dó hann úr skyndilegu hjartaáfalli. Þriggja ára líkami hans hafði gengið í gegnum mikla streitu og gafst á endanum upp.“ Sjálfboðaliðinn segir starfsfólk hafa fljótlega komist að því að þessi ungi drengur hafði þjáðst af vannæringu og hafði verið sendur til samtaka Bach í Masese. Þau hafi nært hann og síðar sent hann heim án þess að líta á rót vandans. Samtökin hafi ekki verið með neina eftirfylgni og því hafi hann veikst aftur og seinna meir dáið. Skrifaði bloggfærslur um störf sín og birti myndbönd Bach hafði lýst því í færslum á netinu hvernig hún aðstoðaði börn og sagði sögur margra þeirra í nánum smáatriðum. Í færslu sem bar titilinn „Patricia“ lýsti hún því hvernig hún bjargaði ungu stúlkubarni sem kom til þeirra í vondu ásigkomulagi. „Þegar ég mældi hitann hennar, setti upp æðalegg, athugaði með blóðsykurinn, athugaði með malaríu og tók blóðprufu, þau fóru að segja mér sögu hennar... Sögu sem ég hef margoft heyrt áður. Jafnvel þó ég hafi heyrt óteljandi svipaðar sögur, þá brotnar hjarta mitt í hvert einasta skipti,“ skrifaði Bach í færslunni. „Hún þurfti blóðgjöf og það strax… Þrjátíu mínútum eftir blóðgjöfina fór hún að sýna merki um bráðaofnæmi. Ekki gott. Alls ekki gott. Háls hennar og andlit byrjuðu að bólgna. Mikið. Ég er að tala um ótrúlega mikla bólgu. Á fimmtán mínútum versnaði andardráttur hennar mikið. Hálsinn hennar var að lokast. Við gáfum henni ofnæmislyf og lögðum af stað til Kampala.“ Í færslunni lýsir Bach því hvernig barnið þurfti að fá aðra blóðgjöf á spítalanum og hlaut sár í andliti sem fór ekki fyrr en viðeigandi lyf voru útveguð. Samkvæmt færslu Bach lifði barnið af. Þetta er ekki eina dæmið um frásagnir Bach en í YouTube-myndbandi er saga Moses sögð. Moses er ungur drengur sem sjálfboðaliðar samtakanna fundu við ánna Níl en móðir hans hafði yfirgefið hann. „Siðferðilegur hryllingur“ Í fréttatilkynningu til CNN segir lögfræðingur Bach að hún hafi einungis starfað með heilbrigðisstarfsfólki frá Úganda. Hún hafi lært að veita nauðsynlega aðstoð, aðstoðað hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn í erfiðum aðstæðum og það hafi bjargað hundruðum mannslífa á ári hverju.Mál Renee Bach hefur vakið upp margar spurningar varðandi siðferðilegt hjálparstarf.Art Caplan, yfirmaður heilbrigðissiðfræðideildar NYU Langone sagði háttsemi Bach hafa verið „siðferðilegan hrylling“ og sé áminning um ábyrgð Vesturlandabúa í þróunarríkjum. „Þetta er áminning um að þegar þú ert staddur í fátækum löndum og þú ferð í hvítan slopp og gengur um með hlustunarpípu eða hljómar eins og læknir, þá er þetta fólk í svo mikilli neyð að þau treysta þér og að svíkja það traust er eitt það versta sem nokkur getur gert,“ sagði Caplan. „Ég held að hún hafi verið að reyna að gera gott en þessi drifkraftur til þess að setja sig í mjög erfiðar, hryllilegar heilbrigðisaðstæður leiddu hana niður algjörlega rangan veg svo það er ekki afsökun.“ Beatrice Kayaga, fulltrúi WPI sem stefndi Bach og samtökum hennar, segir hegðun hennar óásættanlega. Það að þykjast geta stundað lækningar beri vott um sjálfsdýrkun, sama hvort viðkomandi sé „hvítur eða svartur“, ríkur eða fátækur.Segist aldrei hafa þóst vera læknir Í viðtali Fox við Bach og lögfræðing hennar segist Bach aldrei hafa gefið það til kynna að hún sjálf væri læknir. Samtökin hafi ráðið innlenda heilbrigðisstarfsmenn og hún hafi einungis aðstoðað þá.„Ég hef aldrei stundað lækningar og hef hvorki klætt mig í hvítan slopp né búning,“ fullyrti Bach. Lögfræðingur hennar segir stefnuna bjóða upp á meiðyrðamál og það sé algjörlega grundvöllur fyrir slíku máli. Það sé hins vegar erfitt að leita uppi það fólk sem hefur sett fram ásakanir á hendur Bach á samfélagsmiðlum og í færslum á Internetinu. „Það er mjög sorglegt þegar sjálfboðaliði eða mannvinur eða einhver frá Bandaríkjunum eða öðru þróuðu landi vill ferðast til þriðja heims ríkis eða til landa sem glíma við heilbrigðisvanda, eins Renee og Serving His Children hafa gert, og verða fyrir slíkum árásum,“ segir lögfræðingur hennar. Hann segir stefnuna ekki taka tillit til þess að þó einhver börn hafi dáið vegna heilsufarsvandamála hafi Bach á sama tíma bjargað yfir þrjú þúsund börnum.Hægt er að sjá viðtal við Bach og lögfræðing hennar hér að neðan.Watch the latest video at foxnews.comÞessi frétt er byggð á umfjöllun CNN, NBC og færslu No White Saviors.
Úganda Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira