Dómari segir meintan nauðgara eiga skilið vægð því hann kemur úr góðri fjölskyldu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 23:00 Dómarinn hefur verið ávítaður af áfrýjunardómstól. Vísir/Getty Mál sextán ára drengs sem sakaður er um að hafa nauðgað jafnöldru sinni í New Jersey í Bandaríkjunum hefur vakið verulega athygli vestan hafs. Fjölskylduréttardómari í málinu segir drenginn, sem tók athæfið upp, ekki hafa nauðgað stúlkunni. Hann segir einnig að saksóknarar í málinu hefðu átt að útskýra fyrir stúlkunni að það kynni að eyðileggja líf drengsins, yrði hann ákærður. Áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta megi yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Drengurinn tók athæfið upp á snjallsímann sinn þar sem hann nauðgaði stúlkunni, sem var bersýnilega sljóvguð af áfengisneyslu, samkvæmt frétt New York Times. Drengurinn og stúlkan höfðu verið í sama gleðskap áður en nauðgunin átti sér stað. Drengurinn á síðan að hafa deilt myndbandinu með vinum sínum ásamt skilaboðunum „Þegar fyrsta skiptið sem þú stundar kynlíf er nauðgun.“Segir verknaðinn ekki hafa verið nauðgun Dómari við fjölskyldurétt þar sem mál drengsins var rekið var ekki á þeirri skoðun að drengurinn hafi nauðgað stúlkunni. Við réttarhöldin velti hann því hins vegar upp að mögulega hafi verið um kynferðisofbeldi að ræða, en að nauðgun væri hugtak um það þegar einhver ókunnugur fórnarlambinu ræðst að viðkomandi með hótanir um ofbeldi, fái hann sínu ekki framgengt. Dómarinn bætti því við að drengurinn kæmi úr „góðri fjölskyldu,“ væri í mikilsmetnum skóla, fengi frábærar einkunnir, auk þess sem hann væri skáti. Þá sagði dómarinn að saksóknarar í málinu hefðu mátt gera stúlkunni sem kærði drenginn það ljóst að með því hafi hún mögulega verið að eyðileggja líf drengsins. Af ofangreindum ástæðum hafnaði dómarinn beiðni saksóknara um að réttað yrði yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi, en samkvæmt lögum í New Jersey er hægt að sækja einstaklinga niður í 15 ára til saka eins og um fullorðna væri að ræða, sé um alvarlegan glæp að ræða. „Drengurinn kemur augljóslega til greina sem nemandi við ekki bara háskóla, heldur líklega góðan háskóla,“ sagði dómarinn, James Troiano, þegar málið var fyrir fjölskylduréttinum á síðasta ári. Varaður við því að sýna táningum í forréttindastöðu linkind Áfrýjunardómstóll í New Jersey hefur nú ávítað dómarann í 14 blaðsíðna úrskurði þar sem dómarinn er varaður við því að fara mýkri höndum um táninga í forréttindastöðu heldur en aðra sakborninga. Úrskurður áfrýjunardómstólsins veldur því að hægt er að rétta yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Bandaríkin Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Mál sextán ára drengs sem sakaður er um að hafa nauðgað jafnöldru sinni í New Jersey í Bandaríkjunum hefur vakið verulega athygli vestan hafs. Fjölskylduréttardómari í málinu segir drenginn, sem tók athæfið upp, ekki hafa nauðgað stúlkunni. Hann segir einnig að saksóknarar í málinu hefðu átt að útskýra fyrir stúlkunni að það kynni að eyðileggja líf drengsins, yrði hann ákærður. Áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta megi yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Drengurinn tók athæfið upp á snjallsímann sinn þar sem hann nauðgaði stúlkunni, sem var bersýnilega sljóvguð af áfengisneyslu, samkvæmt frétt New York Times. Drengurinn og stúlkan höfðu verið í sama gleðskap áður en nauðgunin átti sér stað. Drengurinn á síðan að hafa deilt myndbandinu með vinum sínum ásamt skilaboðunum „Þegar fyrsta skiptið sem þú stundar kynlíf er nauðgun.“Segir verknaðinn ekki hafa verið nauðgun Dómari við fjölskyldurétt þar sem mál drengsins var rekið var ekki á þeirri skoðun að drengurinn hafi nauðgað stúlkunni. Við réttarhöldin velti hann því hins vegar upp að mögulega hafi verið um kynferðisofbeldi að ræða, en að nauðgun væri hugtak um það þegar einhver ókunnugur fórnarlambinu ræðst að viðkomandi með hótanir um ofbeldi, fái hann sínu ekki framgengt. Dómarinn bætti því við að drengurinn kæmi úr „góðri fjölskyldu,“ væri í mikilsmetnum skóla, fengi frábærar einkunnir, auk þess sem hann væri skáti. Þá sagði dómarinn að saksóknarar í málinu hefðu mátt gera stúlkunni sem kærði drenginn það ljóst að með því hafi hún mögulega verið að eyðileggja líf drengsins. Af ofangreindum ástæðum hafnaði dómarinn beiðni saksóknara um að réttað yrði yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi, en samkvæmt lögum í New Jersey er hægt að sækja einstaklinga niður í 15 ára til saka eins og um fullorðna væri að ræða, sé um alvarlegan glæp að ræða. „Drengurinn kemur augljóslega til greina sem nemandi við ekki bara háskóla, heldur líklega góðan háskóla,“ sagði dómarinn, James Troiano, þegar málið var fyrir fjölskylduréttinum á síðasta ári. Varaður við því að sýna táningum í forréttindastöðu linkind Áfrýjunardómstóll í New Jersey hefur nú ávítað dómarann í 14 blaðsíðna úrskurði þar sem dómarinn er varaður við því að fara mýkri höndum um táninga í forréttindastöðu heldur en aðra sakborninga. Úrskurður áfrýjunardómstólsins veldur því að hægt er að rétta yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi.
Bandaríkin Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira