Kristín Eysteins blandar sér í baráttuna um Þjóðleikhússtjórastólinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 11:23 Magnús Geir Þórðarson, Kristín Eysteinsdóttir og Ari Matthíasson munu berjast um starf Þjóðleikhússtjóra. Vísir Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kristín hefur gegnt stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins frá árinu 2014 en hyggst nú söðla um og setjast í stól leikhússtjóra við Hverfisgötuna. „Við höfum náð miklum listrænum og rekstrarlegum árangri á síðustu árum og nú langar mig að nýta reynslu og krafta mína til uppbyggingar og eflingar Þjóðleikhússins,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Samningurinn minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021. Þegar það er ráðið í þessa stöðu er bara eitt og hálft ár eftir af mínum samningstíma. Ég met það því svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.“ Aðspurð hvort hún meti það svo að staða Þjóðleikhússtjóra sé tignarlegri en staða Borgarleikhússtjóra segir hún leikhúsin ólík og skyldurnar sömuleiðis. „Þetta er bara köllun mín að vera leikhússtjóri og mér hefur gengið afar vel sem slíkur. Mig langar að halda áfram að láta gott af mér leiða.“Brynhildur Guðjónsdóttir vill ekki staðfesta umsókn sína.Fréttablaðið/EyþórAri, Magnús Geir og líklega BrynhildurEins og Vísir greindi fyrstur miðla frá í morgun hefur Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri ákveðið að sækja um starfið. Þá hefur Ari Matthíassonar, núverandi Þjóðleikhússtjóri, einnig lýst yfir áhuga á að stýra leikhúsinu í fimm ár til viðbótar. Hefur hann lagt inn umsókn þess efnis. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona vildi ekki staðfesta umsókn sína í samtali við Vísi í morgun. Um væri að ræða þungaviktarfólk sem væri að sækja um og spennandi yrði að sjá hvaða nöfn kæmu upp úr hattinum þegar listi umsækjenda verður birtur.Ljóst er að splunkunýs Þjóðleikhúsráðs bíður ærið verkefni að velja á milli kandídata í starfið. Halldór Guðmundsson er formaður nýs Þjóðleikhúsráðs sem tók einmitt til starfa í dag. Að neðan má sjá bréf Kristínar til samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu:Kæra samstarfsfólk,Ég vona að þið séuð að njóta verðskuldaðs og langþráðs sumarfrís.Ég skrifa ykkur í dag til að upplýsa ykkur um að ég hef tekið þá ákvörðun að sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra sem er nú laus til umsóknar.Ég hef á undanförnum vikum fengið mikla hvatningu til að sækja um starfið og þar sem samningur minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021 þá met ég það sem svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.Það verða án efa margir hæfir umsækjendur sem sækja um og ákvörðun varðandi ráðningu verður væntanlega ekki tekin fyrr en á haustmánuðum. Það breytist því ekkert, ég verð að sjálfsögðu ennþá hér og við höldum okkar striki inn í nýtt og spennandi leikár.Næsta leikár liggur fyrir, kortasalan fer vel af stað og næsti vetur verður alger negla! Ég tek þessa ákvörðun að vel hugsuðu máli,mér þykir óendanlega vænt um Borgarleikhúsið, ykkur öll og þann árangur sem við höfum náð saman á síðastliðnum árum. Ég vona að þið sýnið þessari ákvörðun minni skilning, lífið og listin þurfa að haldast á hreyfingu til að vaxa og dafna.Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur í haust.Kristín Fjölmiðlar Leikhús Vistaskipti Tengdar fréttir Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36 Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið. 30. júní 2019 20:32 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kristín hefur gegnt stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins frá árinu 2014 en hyggst nú söðla um og setjast í stól leikhússtjóra við Hverfisgötuna. „Við höfum náð miklum listrænum og rekstrarlegum árangri á síðustu árum og nú langar mig að nýta reynslu og krafta mína til uppbyggingar og eflingar Þjóðleikhússins,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Samningurinn minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021. Þegar það er ráðið í þessa stöðu er bara eitt og hálft ár eftir af mínum samningstíma. Ég met það því svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.“ Aðspurð hvort hún meti það svo að staða Þjóðleikhússtjóra sé tignarlegri en staða Borgarleikhússtjóra segir hún leikhúsin ólík og skyldurnar sömuleiðis. „Þetta er bara köllun mín að vera leikhússtjóri og mér hefur gengið afar vel sem slíkur. Mig langar að halda áfram að láta gott af mér leiða.“Brynhildur Guðjónsdóttir vill ekki staðfesta umsókn sína.Fréttablaðið/EyþórAri, Magnús Geir og líklega BrynhildurEins og Vísir greindi fyrstur miðla frá í morgun hefur Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri ákveðið að sækja um starfið. Þá hefur Ari Matthíassonar, núverandi Þjóðleikhússtjóri, einnig lýst yfir áhuga á að stýra leikhúsinu í fimm ár til viðbótar. Hefur hann lagt inn umsókn þess efnis. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona vildi ekki staðfesta umsókn sína í samtali við Vísi í morgun. Um væri að ræða þungaviktarfólk sem væri að sækja um og spennandi yrði að sjá hvaða nöfn kæmu upp úr hattinum þegar listi umsækjenda verður birtur.Ljóst er að splunkunýs Þjóðleikhúsráðs bíður ærið verkefni að velja á milli kandídata í starfið. Halldór Guðmundsson er formaður nýs Þjóðleikhúsráðs sem tók einmitt til starfa í dag. Að neðan má sjá bréf Kristínar til samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu:Kæra samstarfsfólk,Ég vona að þið séuð að njóta verðskuldaðs og langþráðs sumarfrís.Ég skrifa ykkur í dag til að upplýsa ykkur um að ég hef tekið þá ákvörðun að sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra sem er nú laus til umsóknar.Ég hef á undanförnum vikum fengið mikla hvatningu til að sækja um starfið og þar sem samningur minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021 þá met ég það sem svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.Það verða án efa margir hæfir umsækjendur sem sækja um og ákvörðun varðandi ráðningu verður væntanlega ekki tekin fyrr en á haustmánuðum. Það breytist því ekkert, ég verð að sjálfsögðu ennþá hér og við höldum okkar striki inn í nýtt og spennandi leikár.Næsta leikár liggur fyrir, kortasalan fer vel af stað og næsti vetur verður alger negla! Ég tek þessa ákvörðun að vel hugsuðu máli,mér þykir óendanlega vænt um Borgarleikhúsið, ykkur öll og þann árangur sem við höfum náð saman á síðastliðnum árum. Ég vona að þið sýnið þessari ákvörðun minni skilning, lífið og listin þurfa að haldast á hreyfingu til að vaxa og dafna.Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur í haust.Kristín
Fjölmiðlar Leikhús Vistaskipti Tengdar fréttir Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36 Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið. 30. júní 2019 20:32 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36
Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið. 30. júní 2019 20:32