Brottvísun afgangskra feðga frestað Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. júlí 2019 06:33 Asadullah Sarwary ásamt sonum sínum. fréttablaðið/sigtryggur ari Brottvísun föður og tveggja sona hans til Grikklands sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. Faðirinn heitir Asadullah Sarwary og synir hans Mahdi og Ali. Asadullah fór með syni sína á brámóttöku Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi og þar staðfesti geðlæknir við lögreglumenn sem áttu að fylgja fjölskyldunni úr landi að sökum mikils kvíða eldri drengsins væri ekki mögulegt að senda hann úr landi. Greint er frá þessu á Facebook-síðu No Borders-samtakanna sem berjast gegn brottvísunum fólks hér á landi. Samtökin segja enn fremur að sálrænum stuðningi við börn á flótta sé ábótavant hér á landi. Ekki er ljóst hversu lengi brottvísun föðursins og drengjanna tveggja var frestað en í færslu No Borders segir að líklega verði feðgunum vísað úr landi síðar í þessari viku. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Asadullah og sona hans. Í viðtali blaðsins við Asadullah í mars síðastliðnum kom fram að hann hefði komið hingað til lands síðasta haust og sótt um þá um vernd. Í desember úrskurðaði Útlendingastofnu um að stofnunin myndi ekki taka mál Asadullah og drengjanna til efnislegrar meðferðar þar sem þeir hefðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Því bæri að vísa þeim aftur þangað. Þann 18. febrúar síðastliðinn staðfesti kærunefnd útlendingamála svo úrskurð Útlendingastofnunar. Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram að Asadullah hefði verið í tvö og hálft ár í Grikklandi áður en hann kom hingað til lands. Hann vildi ekki sækja um vernd í Grikklandi en þar sem lög þar í landi kveða á um að sækja verði um hæli innan 20 daga ellegar vera vísað úr landi átti Asadullah ekki annarra kosta völ en að sækja þar um vernd. „Þegar við vorum komnir með vernd var okkur síðan sagt að við ættum rétt á að vera í sex mánuði flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í tjöldum. Eftir sex mánuði þurftum við að fara og sjá um okkur sjálf. Það var ekki hægt fyrir okkur að finna húsnæði eða vinnu,“ sagði Asadullah meðal annars samtali við Fréttablaðið. Engin framtíð hafi verið fyrir syni hans í Grikklandi, til að mynda enginn skóli sem þeir gátu sótt. Hann hafi því ákveðið að fara annað í leit að betra lífi fyrir þá feðga.Fréttin var uppfærð klukkan 08:31. Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Brottvísun föður og tveggja sona hans til Grikklands sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. Faðirinn heitir Asadullah Sarwary og synir hans Mahdi og Ali. Asadullah fór með syni sína á brámóttöku Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi og þar staðfesti geðlæknir við lögreglumenn sem áttu að fylgja fjölskyldunni úr landi að sökum mikils kvíða eldri drengsins væri ekki mögulegt að senda hann úr landi. Greint er frá þessu á Facebook-síðu No Borders-samtakanna sem berjast gegn brottvísunum fólks hér á landi. Samtökin segja enn fremur að sálrænum stuðningi við börn á flótta sé ábótavant hér á landi. Ekki er ljóst hversu lengi brottvísun föðursins og drengjanna tveggja var frestað en í færslu No Borders segir að líklega verði feðgunum vísað úr landi síðar í þessari viku. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Asadullah og sona hans. Í viðtali blaðsins við Asadullah í mars síðastliðnum kom fram að hann hefði komið hingað til lands síðasta haust og sótt um þá um vernd. Í desember úrskurðaði Útlendingastofnu um að stofnunin myndi ekki taka mál Asadullah og drengjanna til efnislegrar meðferðar þar sem þeir hefðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Því bæri að vísa þeim aftur þangað. Þann 18. febrúar síðastliðinn staðfesti kærunefnd útlendingamála svo úrskurð Útlendingastofnunar. Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram að Asadullah hefði verið í tvö og hálft ár í Grikklandi áður en hann kom hingað til lands. Hann vildi ekki sækja um vernd í Grikklandi en þar sem lög þar í landi kveða á um að sækja verði um hæli innan 20 daga ellegar vera vísað úr landi átti Asadullah ekki annarra kosta völ en að sækja þar um vernd. „Þegar við vorum komnir með vernd var okkur síðan sagt að við ættum rétt á að vera í sex mánuði flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í tjöldum. Eftir sex mánuði þurftum við að fara og sjá um okkur sjálf. Það var ekki hægt fyrir okkur að finna húsnæði eða vinnu,“ sagði Asadullah meðal annars samtali við Fréttablaðið. Engin framtíð hafi verið fyrir syni hans í Grikklandi, til að mynda enginn skóli sem þeir gátu sótt. Hann hafi því ákveðið að fara annað í leit að betra lífi fyrir þá feðga.Fréttin var uppfærð klukkan 08:31.
Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira