Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2019 23:30 Olíuflutningaskip suður af strönd Íran. getty/Kyodo News Talið er að íranskar hersveitir hafi tekið yfir lítið olíu flutningaskip sem var á ferð um Hormússund eftir að það ætti að senda frá sér staðsetningarhnit sín. Þetta var haft eftir opinberum starfsmanni Bandarískra yfirvalda og greint frá á vef fréttastofu Sky. Skipið bar fána Panama og ber nafnið Riah en það sigldi í landhelgi Íran nærri Qeshm eyju. Á eynni er herstöð íranska hersins (IRGC). „Okkur grunar að skipið hafi verið tekið með valdi,“ sagði starfsmaðurinn. „Gæti hafa orðið bilun eða það verið togað í land til aðstoðar? Það er möguleiki. En því lengur sem ekkert heyrist frá skipinu… verður það að áhyggjuefni.“Riah var á siglingu frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF), þrátt fyrir að opinber starfsmaður þeirra segir að það hafi hvorki verið í eigu SAF né að starfa fyrir þau og að enginn ríkisborgari Sameinuðu arabísku furstadæmanna væri um borð í skipinu. Frá skipinu var ekki sent neyðarkall segir starfsmaður SAF. „Við erum að fylgjast með málinu ásamt samstarfsþjóðum okkar.“Bretar í viðbragðssstöðu Talskona Fimmta flota Bandaríkjanna, sem er staðsettur á Persaflóa, sagði að þau væru meðvituð um áhyggjurnar af flutningaskipinu. Aðeins er vika síðan þrjú írönsk herskip reyndu að koma í veg fyrir að flutningaskip sem bar breskan fána kæmist í gegn um sundið en breski sjóherinn var fljótur að bregðast við. Breska herskipinu HMS Montrose tókst að fá írönsku herskipin til að færa sig án þess að skoti væri hleypt af. HMS Montrose þurfti einnig að veita olíuskipinu British Heritage vernd eftir að Íran hótaði að taka yfir bresk skip í kjölfar þess að breski sjóherinn aðstoði við það að kyrrsetja íranskt olíuskip út af strönd Gíbraltar. Bretland hefur síðan þá sagt að það muni sleppa olíuskipinu Grace 1 ef Íran lofi að það muni ekki flytja olíu til Sýrlands og þar með brjóta viðskiptabann Evrópusambandsins. Leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei sagði á þriðjudag að land hans muni bregðast við með valdi vegna haldlagningar skipsins sem geymir 2,1 milljón tunnur af hráolíu og sakaði Bretland um rán. „Ef Guð leyfir mun Íslamska Ríkið og hersveitir þess ekki láta þessu illsku líðast án andsvars,“ sagði hann.Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei.getty/Pool/Iranian Religious Leader Press OfficeÞessi aukna spenna hefur valdið því að Bretland hefur aukið viðveru sjóhersveita sinna á Persaflóa. Auk þess hafa flutningaskip sem bera breska fána verið vöruð við aukinni hættu á flóanum og hafa skipin verið hvött til að sigla ekki um íranska landhelgi. Íran hefur enn ekki gert athugasemdir við hvarf Riah olíuskipsins. Fjöldi olíuflutningaskipa hafa orðið fyrir barðinu á svokölluðum „limpet mine“ árásum síðustu tvo mánuði, en þess konar sprengjur eru notaðar í sjóhernaði og eru festar við skotmörk sín með notkun segulafls. Bandaríkin hafa kennt Íran um þessar árásir en stjórnvöld í Tehran hafa neitað þeim ásökunum.Eldfimt ástand vegna kjarnorkusamnings Spennan á Persaflóa er að mestu vegna pattstöðu Bandaríkjanna og Íran vegna kjarnorkusamnings milli landanna tveggja og fleiri stórríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði Bandaríkin úr samningnum í fyrra og endurvakti viðskiptaþvinganir og bönn á Tehran en önnur ríki sem skrifuðu undir samninginn hafa reynt allt í sínu valdi til að halda samningnum í gildi, þar á meðal Bretland, Frakkland og Þýskaland.Segull eftir segulsprengju, eða „limpet mine“, sem notuð er í sjóhernaði. Svona sprengjur hafa verið notaðar undanfarna tvo mánuði gegn olíuskipum á Persaflóa og hafa Bandaríkjamenn sakað Írani um að beita þeim gegn flutningaskipunum.getty/U.S. Department of DefenseÞað hefur þó reynst nokkuð erfitt upp á síðkastið þar sem Íranar hafa hafið offramleiðslu á auðguðu úrani miðað við samninginn. Íran hefur hótað að hætta alveg að fylgja samningnum ef evrópsku ríkin verndi það ekki fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Riah fer venjulega frá Dubai og Sharjah á vesturströnd Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í gegn um sundið og til Fujairah á austurströnd Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hins vegar kom eitthvað fyrir skipið á tólfta tímanum á laugardags kvöldið samkvæmt staðsetningarupplýsingum. Giorgos Beleris, talsmaður staðsetningarfyrirtækisins Refinitiv, sagði í samtali við fréttastofu Sky að skipið hafi stöðugt sent frá sér staðsetningarupplýsingar síðustu þrjá mánuði. „Það að ekkert merki hafi borist er mjög áhugavert,“ sagði hann. Hvarfið er ekki það eina undarlega við skipið en það hver eigandi þess er er óþekkt. Skráður eigandi þess er fyrirtækið Prime Tankers LLC, hvers höfuðstöðvar eru í Dubai, en það sagði í samtali við fréttastofu AP að það hafi selt skipið öðru fyrirtæki sem ber nafnið Mouj Al-Bahar. Þegar fréttastofan hringdi þangað sagði maðurinn sem svaraði símanum að fyrirtækið ætti engin skip. Bandaríkin Bretland Fréttaskýringar Íran Tengdar fréttir Netanjahú varar við írönsku kjarnorkusprengjuregni í Evrópu Ísraelski forsætisráðherrann er ósáttur við tilraunir Evrópuríkja til að halda lífi í kjarnorkusamningnum við Íran. 16. júlí 2019 13:38 Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Hömluðu för breskra olíuflutningaskipa Íranskir herbátar reyndu í nótt að hamla för breskra olíuflutningaskipa sem voru á leið í gegnum Hormuz sund. 11. júlí 2019 08:30 Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Talið er að íranskar hersveitir hafi tekið yfir lítið olíu flutningaskip sem var á ferð um Hormússund eftir að það ætti að senda frá sér staðsetningarhnit sín. Þetta var haft eftir opinberum starfsmanni Bandarískra yfirvalda og greint frá á vef fréttastofu Sky. Skipið bar fána Panama og ber nafnið Riah en það sigldi í landhelgi Íran nærri Qeshm eyju. Á eynni er herstöð íranska hersins (IRGC). „Okkur grunar að skipið hafi verið tekið með valdi,“ sagði starfsmaðurinn. „Gæti hafa orðið bilun eða það verið togað í land til aðstoðar? Það er möguleiki. En því lengur sem ekkert heyrist frá skipinu… verður það að áhyggjuefni.“Riah var á siglingu frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF), þrátt fyrir að opinber starfsmaður þeirra segir að það hafi hvorki verið í eigu SAF né að starfa fyrir þau og að enginn ríkisborgari Sameinuðu arabísku furstadæmanna væri um borð í skipinu. Frá skipinu var ekki sent neyðarkall segir starfsmaður SAF. „Við erum að fylgjast með málinu ásamt samstarfsþjóðum okkar.“Bretar í viðbragðssstöðu Talskona Fimmta flota Bandaríkjanna, sem er staðsettur á Persaflóa, sagði að þau væru meðvituð um áhyggjurnar af flutningaskipinu. Aðeins er vika síðan þrjú írönsk herskip reyndu að koma í veg fyrir að flutningaskip sem bar breskan fána kæmist í gegn um sundið en breski sjóherinn var fljótur að bregðast við. Breska herskipinu HMS Montrose tókst að fá írönsku herskipin til að færa sig án þess að skoti væri hleypt af. HMS Montrose þurfti einnig að veita olíuskipinu British Heritage vernd eftir að Íran hótaði að taka yfir bresk skip í kjölfar þess að breski sjóherinn aðstoði við það að kyrrsetja íranskt olíuskip út af strönd Gíbraltar. Bretland hefur síðan þá sagt að það muni sleppa olíuskipinu Grace 1 ef Íran lofi að það muni ekki flytja olíu til Sýrlands og þar með brjóta viðskiptabann Evrópusambandsins. Leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei sagði á þriðjudag að land hans muni bregðast við með valdi vegna haldlagningar skipsins sem geymir 2,1 milljón tunnur af hráolíu og sakaði Bretland um rán. „Ef Guð leyfir mun Íslamska Ríkið og hersveitir þess ekki láta þessu illsku líðast án andsvars,“ sagði hann.Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei.getty/Pool/Iranian Religious Leader Press OfficeÞessi aukna spenna hefur valdið því að Bretland hefur aukið viðveru sjóhersveita sinna á Persaflóa. Auk þess hafa flutningaskip sem bera breska fána verið vöruð við aukinni hættu á flóanum og hafa skipin verið hvött til að sigla ekki um íranska landhelgi. Íran hefur enn ekki gert athugasemdir við hvarf Riah olíuskipsins. Fjöldi olíuflutningaskipa hafa orðið fyrir barðinu á svokölluðum „limpet mine“ árásum síðustu tvo mánuði, en þess konar sprengjur eru notaðar í sjóhernaði og eru festar við skotmörk sín með notkun segulafls. Bandaríkin hafa kennt Íran um þessar árásir en stjórnvöld í Tehran hafa neitað þeim ásökunum.Eldfimt ástand vegna kjarnorkusamnings Spennan á Persaflóa er að mestu vegna pattstöðu Bandaríkjanna og Íran vegna kjarnorkusamnings milli landanna tveggja og fleiri stórríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði Bandaríkin úr samningnum í fyrra og endurvakti viðskiptaþvinganir og bönn á Tehran en önnur ríki sem skrifuðu undir samninginn hafa reynt allt í sínu valdi til að halda samningnum í gildi, þar á meðal Bretland, Frakkland og Þýskaland.Segull eftir segulsprengju, eða „limpet mine“, sem notuð er í sjóhernaði. Svona sprengjur hafa verið notaðar undanfarna tvo mánuði gegn olíuskipum á Persaflóa og hafa Bandaríkjamenn sakað Írani um að beita þeim gegn flutningaskipunum.getty/U.S. Department of DefenseÞað hefur þó reynst nokkuð erfitt upp á síðkastið þar sem Íranar hafa hafið offramleiðslu á auðguðu úrani miðað við samninginn. Íran hefur hótað að hætta alveg að fylgja samningnum ef evrópsku ríkin verndi það ekki fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Riah fer venjulega frá Dubai og Sharjah á vesturströnd Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í gegn um sundið og til Fujairah á austurströnd Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hins vegar kom eitthvað fyrir skipið á tólfta tímanum á laugardags kvöldið samkvæmt staðsetningarupplýsingum. Giorgos Beleris, talsmaður staðsetningarfyrirtækisins Refinitiv, sagði í samtali við fréttastofu Sky að skipið hafi stöðugt sent frá sér staðsetningarupplýsingar síðustu þrjá mánuði. „Það að ekkert merki hafi borist er mjög áhugavert,“ sagði hann. Hvarfið er ekki það eina undarlega við skipið en það hver eigandi þess er er óþekkt. Skráður eigandi þess er fyrirtækið Prime Tankers LLC, hvers höfuðstöðvar eru í Dubai, en það sagði í samtali við fréttastofu AP að það hafi selt skipið öðru fyrirtæki sem ber nafnið Mouj Al-Bahar. Þegar fréttastofan hringdi þangað sagði maðurinn sem svaraði símanum að fyrirtækið ætti engin skip.
Bandaríkin Bretland Fréttaskýringar Íran Tengdar fréttir Netanjahú varar við írönsku kjarnorkusprengjuregni í Evrópu Ísraelski forsætisráðherrann er ósáttur við tilraunir Evrópuríkja til að halda lífi í kjarnorkusamningnum við Íran. 16. júlí 2019 13:38 Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Hömluðu för breskra olíuflutningaskipa Íranskir herbátar reyndu í nótt að hamla för breskra olíuflutningaskipa sem voru á leið í gegnum Hormuz sund. 11. júlí 2019 08:30 Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Netanjahú varar við írönsku kjarnorkusprengjuregni í Evrópu Ísraelski forsætisráðherrann er ósáttur við tilraunir Evrópuríkja til að halda lífi í kjarnorkusamningnum við Íran. 16. júlí 2019 13:38
Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Hömluðu för breskra olíuflutningaskipa Íranskir herbátar reyndu í nótt að hamla för breskra olíuflutningaskipa sem voru á leið í gegnum Hormuz sund. 11. júlí 2019 08:30
Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00
Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34