Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 12:15 Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Vísir/aðsend Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð að Eggertsgötu, er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að riftun á leigusamningi komi til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Töluverðar skemmdir urðu á íbúð að Eggertsgötu þegar eldur kom þar upp um kvöldmatarleytið í gær. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Upptök hans og staðsetning er óljós. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var aðili í íbúðinni þegar eldur kom þar upp. Var hann vistaður í fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður upp úr hádegi.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur AriÍbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð sem er í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir að sá sem gistir fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Nei þetta er ekki leigutakinn þannig að það liggur fyrir að aðilinn sem var í húsnæðinu er ekki sá sem leigði húsnæðið hjá okkur,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Þá séu dæmi um að leigutakar framleigi íbúðir andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta en slíkt er algengara á sumrin. Þó sé óljóst hvort staðan sé sú í þessu tilviki.Rebekka Sigurðardóttir.FBL/ErnirViðurlögin eru skýr „Við vitum náttúrulega ekki með hvaða hætti þetta er tilkomið en það kemur algjörlega skýt fram í leigusamningi hjá okkur að það má hvorki lána né framleiga húsnæðið nema með okkar leyfi. Viðurlögin við þessu eru mjög skýr það er bara tafarlaus riftun þegar um slíkt ræðir,“ segir Rebekka. „Við reynum að brýna fyrir fólki og hvetja íbúa til að láta okkur vita ef þeir átta sig á því að það eru aðrir en leigutakar sem búa í húsnæðiðnu, það eru náttúrulega ríkar ástæður fyrir því að við leggjum mikla áherslu á að fá slíkar upplýsingar og bregðumst mjög hart við svona brotum.“ Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32 Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð að Eggertsgötu, er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að riftun á leigusamningi komi til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Töluverðar skemmdir urðu á íbúð að Eggertsgötu þegar eldur kom þar upp um kvöldmatarleytið í gær. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Upptök hans og staðsetning er óljós. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var aðili í íbúðinni þegar eldur kom þar upp. Var hann vistaður í fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður upp úr hádegi.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur AriÍbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð sem er í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir að sá sem gistir fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Nei þetta er ekki leigutakinn þannig að það liggur fyrir að aðilinn sem var í húsnæðinu er ekki sá sem leigði húsnæðið hjá okkur,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Þá séu dæmi um að leigutakar framleigi íbúðir andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta en slíkt er algengara á sumrin. Þó sé óljóst hvort staðan sé sú í þessu tilviki.Rebekka Sigurðardóttir.FBL/ErnirViðurlögin eru skýr „Við vitum náttúrulega ekki með hvaða hætti þetta er tilkomið en það kemur algjörlega skýt fram í leigusamningi hjá okkur að það má hvorki lána né framleiga húsnæðið nema með okkar leyfi. Viðurlögin við þessu eru mjög skýr það er bara tafarlaus riftun þegar um slíkt ræðir,“ segir Rebekka. „Við reynum að brýna fyrir fólki og hvetja íbúa til að láta okkur vita ef þeir átta sig á því að það eru aðrir en leigutakar sem búa í húsnæðiðnu, það eru náttúrulega ríkar ástæður fyrir því að við leggjum mikla áherslu á að fá slíkar upplýsingar og bregðumst mjög hart við svona brotum.“
Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32 Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32
Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36