Segir dásamlegt að sjá líf færast í húsið á ný Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Unnið hefur verið að endurbótum á húsnæði St. Jósefsspítala að undanförnu og styttist í að Lífsgæðasetur hefji þar starfsemi. Fréttablaðið/Ernir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir skemmtilegt samfélag vera að myndast í St. Jósefsspítala sem hefur staðið auður frá 2011. Lífsgæðasetur mun taka þar til starfa í haust. Gert er ráð fyrir íbúðum í gömlu skólahúsi gegnt spítalanum. „Það er að verða til þarna mjög sérstakt og skemmtilegt samfélag með tilkomu Lífsgæðaseturs. Það er dásamlegt að sjá líf færast aftur í húsið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um nýtt hlutverk St. Jósefsspítala. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á spítalanum sem staðið hefur auður frá því að hann hætti rekstri 2011. Hafnarfjarðarbær eignaðist húsnæðið árið 2017 og var í framhaldinu ákveðið að þar yrði starfrækt Lífsgæðasetur en undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir frá því í byrjun síðasta árs.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.„Það var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka rými á leigu. Það hefur gengið mjög vel og færri sem komust að en vildu í fyrstu atrennu,“ segir Rósa. Ákveðið var að vinna að endurbótunum í áföngum og byrja á einni hæð. „Fyrstu aðilarnir eru komnir þarna inn, þetta er að verða tilbúið. Í byrjun september er ætlunin að þessi fyrsti áfangi í uppgerð hússins verði tilbúinn og þá verði opnað með formlegum hætti.“ Bæjarbúum gefist þá tækifæri til að skoða húsið sem þeim sé svo annt um og sjá hvernig til hafi tekist við endurbæturnar. „Við gerðum líka nýverið samning við Leikfélag Hafnarfjarðar sem hefur verið á hrakhólum með húsnæði í mörg ár um að það fái tímabundin afnot af kapellunni. Þannig að það mun færast mikið líf og fjör í húsið en fyrst og fremst er verið að hefja það aftur til vegs og virðingar.“Samkvæmt skipulagi á að breyta gamla skólahúsinu í íbúðarhúsnæði.Þá auglýstu Ríkiskaup í síðustu viku húseignina Suðurgötu 44 til sölu. Húsið, sem áður hýsti meðal annars skóla St. Jósefssystra og læknastofur, stendur gegnt spítalanum. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsnæðinu verði breytt í íbúðarhús með allt að tólf íbúðum í því skyni að stuðla að þéttingu byggðar. „Íbúðir þarna hljóta að verða mjög spennandi kostur því þessi reitur er að gjörbreytast frá því að hafa verið sögufræg hús sem voru farin að drabbast niður í það að þarna byggist upp skemmtilegt samfélag og íbúðir alveg í miðbæ Hafnarfjarðar.“ Samkvæmt auglýsingu er húsið nokkuð illa farið og þarfnast töluverðra lagfæringa. Húsið er alls um 885 fermetrar og er ásett verð 145 milljónir króna. Í úttekt sem Minjastofnun gerði á húsinu árið 2015 segir að það hafi gildi vegna menningarsögu og byggingarlistar. Var mælt með því að gert yrði við húsið og því fundið verðugt hlutverk. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir skemmtilegt samfélag vera að myndast í St. Jósefsspítala sem hefur staðið auður frá 2011. Lífsgæðasetur mun taka þar til starfa í haust. Gert er ráð fyrir íbúðum í gömlu skólahúsi gegnt spítalanum. „Það er að verða til þarna mjög sérstakt og skemmtilegt samfélag með tilkomu Lífsgæðaseturs. Það er dásamlegt að sjá líf færast aftur í húsið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um nýtt hlutverk St. Jósefsspítala. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á spítalanum sem staðið hefur auður frá því að hann hætti rekstri 2011. Hafnarfjarðarbær eignaðist húsnæðið árið 2017 og var í framhaldinu ákveðið að þar yrði starfrækt Lífsgæðasetur en undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir frá því í byrjun síðasta árs.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.„Það var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka rými á leigu. Það hefur gengið mjög vel og færri sem komust að en vildu í fyrstu atrennu,“ segir Rósa. Ákveðið var að vinna að endurbótunum í áföngum og byrja á einni hæð. „Fyrstu aðilarnir eru komnir þarna inn, þetta er að verða tilbúið. Í byrjun september er ætlunin að þessi fyrsti áfangi í uppgerð hússins verði tilbúinn og þá verði opnað með formlegum hætti.“ Bæjarbúum gefist þá tækifæri til að skoða húsið sem þeim sé svo annt um og sjá hvernig til hafi tekist við endurbæturnar. „Við gerðum líka nýverið samning við Leikfélag Hafnarfjarðar sem hefur verið á hrakhólum með húsnæði í mörg ár um að það fái tímabundin afnot af kapellunni. Þannig að það mun færast mikið líf og fjör í húsið en fyrst og fremst er verið að hefja það aftur til vegs og virðingar.“Samkvæmt skipulagi á að breyta gamla skólahúsinu í íbúðarhúsnæði.Þá auglýstu Ríkiskaup í síðustu viku húseignina Suðurgötu 44 til sölu. Húsið, sem áður hýsti meðal annars skóla St. Jósefssystra og læknastofur, stendur gegnt spítalanum. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsnæðinu verði breytt í íbúðarhús með allt að tólf íbúðum í því skyni að stuðla að þéttingu byggðar. „Íbúðir þarna hljóta að verða mjög spennandi kostur því þessi reitur er að gjörbreytast frá því að hafa verið sögufræg hús sem voru farin að drabbast niður í það að þarna byggist upp skemmtilegt samfélag og íbúðir alveg í miðbæ Hafnarfjarðar.“ Samkvæmt auglýsingu er húsið nokkuð illa farið og þarfnast töluverðra lagfæringa. Húsið er alls um 885 fermetrar og er ásett verð 145 milljónir króna. Í úttekt sem Minjastofnun gerði á húsinu árið 2015 segir að það hafi gildi vegna menningarsögu og byggingarlistar. Var mælt með því að gert yrði við húsið og því fundið verðugt hlutverk.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira