Gekk berserksgang í hálfan sólarhring Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 08:24 Gerry Dean Zaragoza tókst að skjóta fjóra til bana áður en hann var handtekinn. LAPD Karlmaður á þrítugsaldri skaut föður sinn, bróður og tvo aðra til bana í Los Angeles í gær. Hann var að lokum yfirbugaður af lögreglu sem segir að á manninn, Gerry Dean Zaragoza, hafi runnið tólf klukkustunda „ofbeldisæði.“ Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en lögreglan gengst þó við því að hafa vitað að hann kynni að vera hættulegur umhverfi sínu. Zaragosa hóf skothríðina á heimili foreldra sinna, sem bjuggu í blokk skammt frá Canoga-garði, á öðrum tímanum að næturlagi að staðartíma. Þar skaut hann föður sinn og bróður til bana auk þess sem hann skaut móður sína í handlegginn. Hún var flutt á sjúkrahús og telst á batavegi. Samstarfsmaður föður Zaragosa segir í samtali við CBS að hinn látni hafi reglulega kvartað undan hegðun sonar síns. Byssumaðurinn hafi ánetjast fíkniefnum, verið ofbeldishneigður og neitað að vinna fyrir sér.Eftir að Zaragosa hafði lokið sér af í foreldrahúsum telur lögreglan að hann hafi skotið fyrrverandi kærustuna sína til bana. Það á hann að hafa gert á bensínstöð um 45 mínútum eftir fyrri árásina. Aukinheldur á hann að hafa skotið starfsmann bensínstöðvarinnar sem sagður er hafa slasast lífshættulega. Því næst er talið að Zaragosa hafi reynt að ræna mann sem hugðist taka pening úr hraðbanka, áður en hann stökk um borð í strætisvagn þar sem hann hleypti af byssu sinni. Einn farþeganna er sagður hafa látist áður en bílstjóranum tókst að opna dyr strætisvagnsins og hleypa öðrum farþegum út. Það var svo um klukkan 15 síðdegis daginn eftir sem lögreglu tókt að yfirbuga Zaragosa. Hann er sagður hafa kvartað undan meiðslum en lögreglan segist þó ekki hafa skotið hann. Hann var þó fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð hefur verið að sárum hans. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins enda stóð ofbeldisæði Zaragosa yfir í rúmar 12 klukkustundir sem fyrr segir. Hér að ofan má sjá umfjöllun CBS Los Angeles um málið. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri skaut föður sinn, bróður og tvo aðra til bana í Los Angeles í gær. Hann var að lokum yfirbugaður af lögreglu sem segir að á manninn, Gerry Dean Zaragoza, hafi runnið tólf klukkustunda „ofbeldisæði.“ Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en lögreglan gengst þó við því að hafa vitað að hann kynni að vera hættulegur umhverfi sínu. Zaragosa hóf skothríðina á heimili foreldra sinna, sem bjuggu í blokk skammt frá Canoga-garði, á öðrum tímanum að næturlagi að staðartíma. Þar skaut hann föður sinn og bróður til bana auk þess sem hann skaut móður sína í handlegginn. Hún var flutt á sjúkrahús og telst á batavegi. Samstarfsmaður föður Zaragosa segir í samtali við CBS að hinn látni hafi reglulega kvartað undan hegðun sonar síns. Byssumaðurinn hafi ánetjast fíkniefnum, verið ofbeldishneigður og neitað að vinna fyrir sér.Eftir að Zaragosa hafði lokið sér af í foreldrahúsum telur lögreglan að hann hafi skotið fyrrverandi kærustuna sína til bana. Það á hann að hafa gert á bensínstöð um 45 mínútum eftir fyrri árásina. Aukinheldur á hann að hafa skotið starfsmann bensínstöðvarinnar sem sagður er hafa slasast lífshættulega. Því næst er talið að Zaragosa hafi reynt að ræna mann sem hugðist taka pening úr hraðbanka, áður en hann stökk um borð í strætisvagn þar sem hann hleypti af byssu sinni. Einn farþeganna er sagður hafa látist áður en bílstjóranum tókst að opna dyr strætisvagnsins og hleypa öðrum farþegum út. Það var svo um klukkan 15 síðdegis daginn eftir sem lögreglu tókt að yfirbuga Zaragosa. Hann er sagður hafa kvartað undan meiðslum en lögreglan segist þó ekki hafa skotið hann. Hann var þó fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð hefur verið að sárum hans. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins enda stóð ofbeldisæði Zaragosa yfir í rúmar 12 klukkustundir sem fyrr segir. Hér að ofan má sjá umfjöllun CBS Los Angeles um málið.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira